Lífið

Ásgeir Trausti spenntur fyrir Sónar

Ellý Ármanns skrifar
Ásgeir Trausti sem er án efa nýstirni Íslands er einn af fjölmörgum snillingum sem kemur fram á Sónar Reykjavík tónlistarhátíðinni.

Í meðfylgjandi myndskeiði segir Ásgeir útvarpsmanninum Frosta Logasyni að hann sé loksins farinn að venjast því að koma fram fyrir fullum sal af fólki. Einnig segist hann vera spenntastur fyrir því að sjá James Blake og Squarepusher koma fram á hátíðinni.

Spennan magnast fyrir þessum einstaka viðburði sem fer fram um helgina í Hörpu en örfáum miðum hefur verið bætt við í sölu.

Að sögn aðstandenda verða tvö ný svið sett upp sérstaklega fyrir hátíðina og er afar spennandi að sjá húsið notað á þennan hátt. Flói er nýtt svið sem er inn af Munnhörpunni sem mun bæta gríðarlegu lífi í húsið. Í bílakjallara Hörpunnar verður engu til sparað í ljósi og hljóði til þess að búa til stemmningu eins og hún gerist best.

Norðurljós og Silfurberg verða að sjálfsögðu í fullu fjöri og er gríðarleg eftirvænting íslenskra sem og erlendra tónlistaráhugamanna að sjá þar listamenn á við James Blake, Squarepusher, Trentemoller, GusGus og Ásgeir Trausta svo fáeinir séu nefndir.

Smelltu á linkinn Horfa á myndskeið með frétt til að sjá viðtalið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.