Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys? 14. febrúar 2013 13:55 Oscar Pistarius Mynd/AFP Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. Málið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum um allan heim en Pistorius var handtekinn á heimili sínu í morgun eftir að hafa skotið kærustu sína, Reevu Steenkamp, fjórum sinnum. Fyrstu fregnir af málinu voru á þá leið að hann hafi skotið hana fyrir mistök þar sem hann taldi að hún væri innbrotsþjófur. Suður-Afrískir fjölmiðlar segja að morðvettvangurinn sé svefnherbergið – hún hafi ætlað að koma honum á óvart tilefni Valentínusardagsins en honum hafi brugðið mjög og skotið hana. Talsmaður lögreglunnar segir að málið sé rannsakað sem morðmál og að þær fregnir, að Pistorius hafi haldið að kærastan væri innbrotsþjófur, séu ekki komnar frá lögreglunni. Lögreglan segir einnig að undanfarið hafi hún sinnt nokkrum útköllum vegna deilna á milli parsins á heimilinu. Staðfest hefur verið að þau voru ein í húsinu þegar skotunum var hleypt af í nótt. „Það voru vitni þessu sem við erum að yfirheyra. Þá erum við einnig að tala við nágranna og fólk sem heyrði „hluti" í gærkvöldi og í morgun þegar skotárásin átti sér stað," segir talsmaður lögreglunnar. Það virðist því óljóst hvort að spretthlauparinn hafi skotið kærustuna fyrir mistök, eins og haldið hefur verið fram. Steenkamp var skotin fjórum sinnum, þar af í höfuðið, bringu og handlegg. Hún var látinn þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang og fannst 9mm skammbyssa á vettvangi.Reeva Steenkamp starfaði sem fyrirsætaMynd/AFPPistorius og Steenkamp byrjuðu saman í lok nóvember á síðasta ári, en hún vann sem fyrirsæta og er menntaður lögfræðingur. Talsmaður hennar sagði í samtali við Sky News að fjölskyldan væri í losti. „Hún var yndislegasta manneskja í heimi. Mjög hæfileika rík og skýr stelpa. Þau voru mjög hamingjusöm saman," segir talsmaðurinn. Í viðtali, sem birtist í dagblaði í Suður-Afríku um helgina, sagði hún að Pistorius væri heiðarlegur og góðhjartaður maður. Oscar Pistorius er einn frægast íþróttamaður Suður-Afríku. Hann var fyrsti fatlaði maðurinn til að taka þátt á Ólympíuleikum, en það gerði hann í sumar þegar hann tók þátt í 400 metra boðhlaupi, ásamt sveit sinni. Þegar hann var 11 mánaða voru báðir fótleggir hans fjarlægðir vegna fæðingargalla. Á síðasta ári útnefndi tímaritið Time hann einn af 100 áhrifamestu mönnnum í heimi. Glæpatíðnin í Suður-Afríku er rosalega há en þar eru framin um 50 ofbeldisglæpir á hverjum einasta degi. Algegnt er að fólk geymi byssu á heimili sínu til að verja sig gegn innbrotsþjófum. 13 af hverjum 100 íbúum í landinu eiga byssu. Pistorius var einn af þeim, hann geymdi skammbyssu við rúmið sitt og hríðskotabyssu við svefnherbergisgluggann, ásamt hafnabolta- og krikketkylfu, samkvæmt frétt Sky News. Oscar Pistorius Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag. Málið hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum um allan heim en Pistorius var handtekinn á heimili sínu í morgun eftir að hafa skotið kærustu sína, Reevu Steenkamp, fjórum sinnum. Fyrstu fregnir af málinu voru á þá leið að hann hafi skotið hana fyrir mistök þar sem hann taldi að hún væri innbrotsþjófur. Suður-Afrískir fjölmiðlar segja að morðvettvangurinn sé svefnherbergið – hún hafi ætlað að koma honum á óvart tilefni Valentínusardagsins en honum hafi brugðið mjög og skotið hana. Talsmaður lögreglunnar segir að málið sé rannsakað sem morðmál og að þær fregnir, að Pistorius hafi haldið að kærastan væri innbrotsþjófur, séu ekki komnar frá lögreglunni. Lögreglan segir einnig að undanfarið hafi hún sinnt nokkrum útköllum vegna deilna á milli parsins á heimilinu. Staðfest hefur verið að þau voru ein í húsinu þegar skotunum var hleypt af í nótt. „Það voru vitni þessu sem við erum að yfirheyra. Þá erum við einnig að tala við nágranna og fólk sem heyrði „hluti" í gærkvöldi og í morgun þegar skotárásin átti sér stað," segir talsmaður lögreglunnar. Það virðist því óljóst hvort að spretthlauparinn hafi skotið kærustuna fyrir mistök, eins og haldið hefur verið fram. Steenkamp var skotin fjórum sinnum, þar af í höfuðið, bringu og handlegg. Hún var látinn þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang og fannst 9mm skammbyssa á vettvangi.Reeva Steenkamp starfaði sem fyrirsætaMynd/AFPPistorius og Steenkamp byrjuðu saman í lok nóvember á síðasta ári, en hún vann sem fyrirsæta og er menntaður lögfræðingur. Talsmaður hennar sagði í samtali við Sky News að fjölskyldan væri í losti. „Hún var yndislegasta manneskja í heimi. Mjög hæfileika rík og skýr stelpa. Þau voru mjög hamingjusöm saman," segir talsmaðurinn. Í viðtali, sem birtist í dagblaði í Suður-Afríku um helgina, sagði hún að Pistorius væri heiðarlegur og góðhjartaður maður. Oscar Pistorius er einn frægast íþróttamaður Suður-Afríku. Hann var fyrsti fatlaði maðurinn til að taka þátt á Ólympíuleikum, en það gerði hann í sumar þegar hann tók þátt í 400 metra boðhlaupi, ásamt sveit sinni. Þegar hann var 11 mánaða voru báðir fótleggir hans fjarlægðir vegna fæðingargalla. Á síðasta ári útnefndi tímaritið Time hann einn af 100 áhrifamestu mönnnum í heimi. Glæpatíðnin í Suður-Afríku er rosalega há en þar eru framin um 50 ofbeldisglæpir á hverjum einasta degi. Algegnt er að fólk geymi byssu á heimili sínu til að verja sig gegn innbrotsþjófum. 13 af hverjum 100 íbúum í landinu eiga byssu. Pistorius var einn af þeim, hann geymdi skammbyssu við rúmið sitt og hríðskotabyssu við svefnherbergisgluggann, ásamt hafnabolta- og krikketkylfu, samkvæmt frétt Sky News.
Oscar Pistorius Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent