21 þúsund miðar seldir á Mary Poppins Ellý Ármanns skrifar 19. febrúar 2013 11:15 Æfingar standa nú sem hæst á Mary Poppins sem frumsýnd verður á Stóra sviðinu á föstudaginn næsta. Sýningin er sú viðamesta og flóknasta sem Borgarleikhúsið hefur nokkru sinni ráðist í – mannmörg og krefjandi dans og söngatriði, hraðar og stórar sviðskiptingar, háskaleg flugatriði og ótal tæknibrellur. Alls eru 50 manns á sviði í Mary Poppins, 15 leikarar, 17 manna kór og dansarar Íslenska dansflokksins, 10 manna hljómveit og 4 börn, og mikill fjöldi á bak við tjöldin. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu og Gísli Rúnar Jónsson annast þýðingu á lausu og bundnu máli. Tónlistarstjóri er Agnar Már Magnússon en hann leiðir 10 manna hljómsveit sem spilar í sýningunni. Leikmyndahönnuður er Petr Hloušek, en hann hefur hannað fjölmargar stórsýningar víðsvegar um Evrópu og María Ólafsdóttir hannar búninga. Danshöfundur sýningarinnar er einn heitasti danshöfundur Evrópu, Lee Proud og hefur Íslenski Dansflokkurinn gengið til liðs við listamenn Borgarleikhússins í þessari sýningu.Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Guðjón Davíð Karlsson eru í hlutverkum Mary Poppins og sótarans Bert. Því er ljóst að margir bíða spenntir eftir því að kynnast konunni sem kann að gera lífið ögn skemmtilegra. Sakir umfangs uppfærslunnar er sýningafjöldi takmarkaður en sýnt verður eins þétt og unnt er fram á vor. Þegar er uppselt á 37 sýningar verksins eða nánast allar sýningar fram í miðjan maí og yfir 21 þúsund miðar seldir. Sjá meira Borgarleikhus.is. Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Æfingar standa nú sem hæst á Mary Poppins sem frumsýnd verður á Stóra sviðinu á föstudaginn næsta. Sýningin er sú viðamesta og flóknasta sem Borgarleikhúsið hefur nokkru sinni ráðist í – mannmörg og krefjandi dans og söngatriði, hraðar og stórar sviðskiptingar, háskaleg flugatriði og ótal tæknibrellur. Alls eru 50 manns á sviði í Mary Poppins, 15 leikarar, 17 manna kór og dansarar Íslenska dansflokksins, 10 manna hljómveit og 4 börn, og mikill fjöldi á bak við tjöldin. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu og Gísli Rúnar Jónsson annast þýðingu á lausu og bundnu máli. Tónlistarstjóri er Agnar Már Magnússon en hann leiðir 10 manna hljómsveit sem spilar í sýningunni. Leikmyndahönnuður er Petr Hloušek, en hann hefur hannað fjölmargar stórsýningar víðsvegar um Evrópu og María Ólafsdóttir hannar búninga. Danshöfundur sýningarinnar er einn heitasti danshöfundur Evrópu, Lee Proud og hefur Íslenski Dansflokkurinn gengið til liðs við listamenn Borgarleikhússins í þessari sýningu.Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Guðjón Davíð Karlsson eru í hlutverkum Mary Poppins og sótarans Bert. Því er ljóst að margir bíða spenntir eftir því að kynnast konunni sem kann að gera lífið ögn skemmtilegra. Sakir umfangs uppfærslunnar er sýningafjöldi takmarkaður en sýnt verður eins þétt og unnt er fram á vor. Þegar er uppselt á 37 sýningar verksins eða nánast allar sýningar fram í miðjan maí og yfir 21 þúsund miðar seldir. Sjá meira Borgarleikhus.is.
Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira