Mickelson fer á kostum í Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2013 11:30 Mickelson er í miklum metum hjá áhorfendum í Phoenix. Mynd/AP Phil Mickelson hefur átt frábæra helgi á Phoenix Open PGA-mótinu í golfi sem nú stendur yfir. Hann er með sex högga forystu fyrir lokadaginn. Mickelson náði fimm fuglum á síðustu sex holum sínum í gær og kom í hús á aðeins 64 höggum. Hann hefur spilað fyrstu þrjá hringina á 189 höggum og er aðeins einu höggi frá lægsta skori sem náðst hefur á PGA-móti eftir 54 holur. Hann á því möguleika á að bæta metið á lokahringnum í dag en hann segir að fyrsta mál á dagskrá sé að vinna mótið - sem yrði 41. PGA-titill hans á ferlinum. „Ég ætla fyrst og fremst að reyna að vinna mótið. Ég ætla ekki að hafa of miklar áhyggjur af metum og öðru slíku," sagði Mickelson. Brandt Snedeker átti heldur ekki slæman dag og kom í hús á 65 höggum. Hann er í öðru sæti á átján höggum undir pari. Padraig Harrington er þriðji en hann spilaði best allra í gær, á 63 höggum. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Phil Mickelson hefur átt frábæra helgi á Phoenix Open PGA-mótinu í golfi sem nú stendur yfir. Hann er með sex högga forystu fyrir lokadaginn. Mickelson náði fimm fuglum á síðustu sex holum sínum í gær og kom í hús á aðeins 64 höggum. Hann hefur spilað fyrstu þrjá hringina á 189 höggum og er aðeins einu höggi frá lægsta skori sem náðst hefur á PGA-móti eftir 54 holur. Hann á því möguleika á að bæta metið á lokahringnum í dag en hann segir að fyrsta mál á dagskrá sé að vinna mótið - sem yrði 41. PGA-titill hans á ferlinum. „Ég ætla fyrst og fremst að reyna að vinna mótið. Ég ætla ekki að hafa of miklar áhyggjur af metum og öðru slíku," sagði Mickelson. Brandt Snedeker átti heldur ekki slæman dag og kom í hús á 65 höggum. Hann er í öðru sæti á átján höggum undir pari. Padraig Harrington er þriðji en hann spilaði best allra í gær, á 63 höggum.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira