Í annað sinn í vetur hefur áhorfandi reynt að lemja markvörð á Englandi. Að þessu sinni var það Jordan Archer, markvörður Wycombe, sem fékk að kenna á hegðun glórulauss áhorfanda.
Rétt fyrir lok leiksins var hlaupið aftan að Archer og stokkið á hann. Áhorfandinn var svo fljótlega skrúfaður niður.
Sá er reyndi að kýla Chris Kirkland fyrr í vetur var dæmdur í sextán mánaða fangelsi. Sá er réðst á Archer fær líklega svipaðan dóm.