Massa á Ferrari langfljótastur í Jerez Birgir Þór Harðarson skrifar 7. febrúar 2013 18:15 Massa ók hraðast á æfingunum í dag. nordicphotos/afp Felipe Massa setti besti tíma ársins á Jerez-brautinni í dag þegar hann ók hringinn 0,4 sekúndum hraðar en Romain Grosjean gerði í gær og heilli sekúndu hraðar en Jenson Button gerði fyrir tveimur dögum. Mun fleiri hringir voru eknir í dag en í gær. Það var helst að frétta af æfingunum í dag að Nico Rosberg gat ekið Mercedes-bílnum án vandræða í allan dag. Hann bætti um betur og ók heila 148 hringi, mun fleiri en nokkur hefur gert í ár. Michael Schumacher ók mest 139 hringi á einum degi í fyrra fyrir Mercedes. Hringjafjöldinn var mikilvægur til að bæta upp fyrir takmarkaðar prófanir á þriðjudag og miðvikudag en bilanir gerðu það að verkum að þeir Lewis Hamilton og Rosberg hafa þurft að sitja hjá mest allt æfingatímabilið. Rosberg átti hins vegar næst besta tíma á eftir Massa. Sebastian Vettel átti þriðja besta tíma í Red Bull-bílnum nýja sem hann segir klárlega vera skref í rétta átt síðan í fyrra. „Ég held að bíllinn virki mjög vel. Auðvitað er erfitt að dæma hraðann en hvað áreiðanleika varðar er hann góður," sagði Vettel. Nokkur gagnrýnir hefur verið á æfingastaðinn í Jerez á Spáni. Pirelli-dekkjaframleiðandinn segir brautina ekki gefa nógu góða mynd af því hvernig nýju dekkin virka og vilja að brautin verði ekki notuð á næsta ári nema nýtt slitlag verði lagt í tæka tíð. „Það er eriftt að meta hversu vel við stöndum því allir voru að leika sér með mismunandi eldsneytismagn," sagði Vettel enn fremur. „Þetta eru jafnframt fyrstu æfingarnar og við erum í Jerez þar sem dekkjaslitið er mjög mikið og dekkin spila stærra hlutverk en undir venjulegum kringumstæðum. Það eru of margar breytur sem hafa áhrif." Yfirmaður Vettels hjá Red Bull, Christian Horner liðstjóri, er hins vegar viss um að ekkert lið muni hafa yfirburði á komandi keppnisvertíð. „Ég held að þetta verði þannig að mismunandi brautir henti mismunandi bílum," sagði hann í morgun. „Ég held að þetta verði eins og í fyrra. Fjögur eða fimm lið munu hafa burði til að vinna mót og það verður í höndum liðanna og ökumannanna að ná sem jöfnustum og bestum árangri í öllum mótunum 19."Jerez7. febrúar 2013Æfing 3 PÖkuþórLiðTímiBilHringir1MassaFerrari1:17,879 852RosbergMercedes1:18,7660,5481483VettelRed Bull1:19,0520,8341024RaikkonenLotus1:19,2000,982405VergneToro Rosso1:19,2471,029856RossiterForce India1:19,3031,085427ButtonMcLaren1:19,6031,385838GutierrezSauber1:19,9341,7161109ChiltonMarussia1:21,2693,0517810BottasWilliams1:21,5753,3578611PicCaterham1:22,3524,1345712di RestaForce India1:23,7295,5117 Samtals 923 Formúla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Felipe Massa setti besti tíma ársins á Jerez-brautinni í dag þegar hann ók hringinn 0,4 sekúndum hraðar en Romain Grosjean gerði í gær og heilli sekúndu hraðar en Jenson Button gerði fyrir tveimur dögum. Mun fleiri hringir voru eknir í dag en í gær. Það var helst að frétta af æfingunum í dag að Nico Rosberg gat ekið Mercedes-bílnum án vandræða í allan dag. Hann bætti um betur og ók heila 148 hringi, mun fleiri en nokkur hefur gert í ár. Michael Schumacher ók mest 139 hringi á einum degi í fyrra fyrir Mercedes. Hringjafjöldinn var mikilvægur til að bæta upp fyrir takmarkaðar prófanir á þriðjudag og miðvikudag en bilanir gerðu það að verkum að þeir Lewis Hamilton og Rosberg hafa þurft að sitja hjá mest allt æfingatímabilið. Rosberg átti hins vegar næst besta tíma á eftir Massa. Sebastian Vettel átti þriðja besta tíma í Red Bull-bílnum nýja sem hann segir klárlega vera skref í rétta átt síðan í fyrra. „Ég held að bíllinn virki mjög vel. Auðvitað er erfitt að dæma hraðann en hvað áreiðanleika varðar er hann góður," sagði Vettel. Nokkur gagnrýnir hefur verið á æfingastaðinn í Jerez á Spáni. Pirelli-dekkjaframleiðandinn segir brautina ekki gefa nógu góða mynd af því hvernig nýju dekkin virka og vilja að brautin verði ekki notuð á næsta ári nema nýtt slitlag verði lagt í tæka tíð. „Það er eriftt að meta hversu vel við stöndum því allir voru að leika sér með mismunandi eldsneytismagn," sagði Vettel enn fremur. „Þetta eru jafnframt fyrstu æfingarnar og við erum í Jerez þar sem dekkjaslitið er mjög mikið og dekkin spila stærra hlutverk en undir venjulegum kringumstæðum. Það eru of margar breytur sem hafa áhrif." Yfirmaður Vettels hjá Red Bull, Christian Horner liðstjóri, er hins vegar viss um að ekkert lið muni hafa yfirburði á komandi keppnisvertíð. „Ég held að þetta verði þannig að mismunandi brautir henti mismunandi bílum," sagði hann í morgun. „Ég held að þetta verði eins og í fyrra. Fjögur eða fimm lið munu hafa burði til að vinna mót og það verður í höndum liðanna og ökumannanna að ná sem jöfnustum og bestum árangri í öllum mótunum 19."Jerez7. febrúar 2013Æfing 3 PÖkuþórLiðTímiBilHringir1MassaFerrari1:17,879 852RosbergMercedes1:18,7660,5481483VettelRed Bull1:19,0520,8341024RaikkonenLotus1:19,2000,982405VergneToro Rosso1:19,2471,029856RossiterForce India1:19,3031,085427ButtonMcLaren1:19,6031,385838GutierrezSauber1:19,9341,7161109ChiltonMarussia1:21,2693,0517810BottasWilliams1:21,5753,3578611PicCaterham1:22,3524,1345712di RestaForce India1:23,7295,5117 Samtals 923
Formúla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira