Alonso verður ekki með í Jerez Birgir Þór Harðarson skrifar 25. janúar 2013 06:00 Þeir Massa og Alonso deila með sér fyrstu æfingadögum tímabilsins. nordicphotos/afp Fernando Alonso, stjörnuökuþór Ferrari-liðsins, mun ekki taka þátt í fyrstu æfingum undirbúningstímabilsins í Jerez á Spáni í byrjun febrúar. Felipe Massa og nýráðinn tilraunaökuþór liðsins, Pedro de la Rosa, verða í eldlínunni. Ekið verður dagana 5. til 8. febrúar í Jerez og mun Massa hljóta þann heiður að aka fyrstu þrjá dagana en de la Rosa tekur við síðasta daginn. Alonso verður á hliðarlínunni þar en ekur fyrstu þrjá dagana í Barcelona í lok febrúar. Strax hafa vaknað samsæriskenningar í kjölfar þessa alls og vilja sumir meina að þetta sé skýrt merki um völd Alonso innan Ferrari-liðsins. Hann vilji einfaldlega ekki eyða undirbúningstíma sínum í leiðinlega tilraunahringi sem snúast meira um þreytandi tækniatriði. Aðrir segja að þetta sé fagleg ákvörðun Ferrari-liðsins sem vilji forðast sama vesen og henti þá í fyrra. Meiri líkur eru þó á því að dreifing ökumannanna sé aðeins raunhæf áætlun til að fá sem mest úr hverjum ökuþór fyrir sig. Formúla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso, stjörnuökuþór Ferrari-liðsins, mun ekki taka þátt í fyrstu æfingum undirbúningstímabilsins í Jerez á Spáni í byrjun febrúar. Felipe Massa og nýráðinn tilraunaökuþór liðsins, Pedro de la Rosa, verða í eldlínunni. Ekið verður dagana 5. til 8. febrúar í Jerez og mun Massa hljóta þann heiður að aka fyrstu þrjá dagana en de la Rosa tekur við síðasta daginn. Alonso verður á hliðarlínunni þar en ekur fyrstu þrjá dagana í Barcelona í lok febrúar. Strax hafa vaknað samsæriskenningar í kjölfar þessa alls og vilja sumir meina að þetta sé skýrt merki um völd Alonso innan Ferrari-liðsins. Hann vilji einfaldlega ekki eyða undirbúningstíma sínum í leiðinlega tilraunahringi sem snúast meira um þreytandi tækniatriði. Aðrir segja að þetta sé fagleg ákvörðun Ferrari-liðsins sem vilji forðast sama vesen og henti þá í fyrra. Meiri líkur eru þó á því að dreifing ökumannanna sé aðeins raunhæf áætlun til að fá sem mest úr hverjum ökuþór fyrir sig.
Formúla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira