Glock og Kubica reynsluóku fyrir DTM Birgir Þór Harðarson skrifar 24. janúar 2013 22:45 Glock leið vel í bílstjórasæti BMW-bílsins. mynd/bimmertoday Þjóðverjinn Timo Glock hafði BMW M3 DTM-bíl til reynslu í Barcelona í dag en sagði á dögunum skilið við Formúlu 1. Glock fær ekki að aka fyrir Marussia í Formúlu 1 í ár og viðraði strax áhuga sinn á þýska götubílakappakstrinum. Enn er eitt sæti laust í liði BMW fyrir keppnistímabil ársins en hann gæti ekið við hlið meistara síðasta árs, Bruno Spengler hjá BMW Team Schnitzer í ár. „Fyrstu kynni mín af DTM voru mjög góð," sagði Glcok við fjölmiðla eftir reynsluaksturinn. „Það tók mig ekki langan tíma að kynnast bílnum og mér leið fljótt vel í honum." Robert Kubica reynsluók Mercedes-bíl við sama tilefni í Barcelona í dag. Hann hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan hann náði heilsu eftir slysið sem hann lenti í fyrir tveimur árum í rallýkeppni á Ítalíu. Þá var hann ökuþór Renault í Formúlu 1. Kubica ók 114 hringi í Barcelona og sagðist hafa liðið vel í bílnum og ekki kvartaði hann undan eymslum í hendinni. „Ég er mjög sáttur með árangur minn í dag og ég átti ekki í neinum erfiðleikum í bílnum," sagði Kubica. Toto Wolff, nýráðinn mótorsportstjóri Mercedes, sagði Kubica ekki enn vera fullkomlega heilan en var ánægður með að geta gefið honum tækifæri í kappakstursbíl með niðurtogi.(Uppfært 25. janúar) Timo Glock hefur verið ráðinn áttundi ökuþór BMW í DTM fyrir árið 2013. Þetta var staðfest í dag, föstudag.Robert Kubica var í fínu formi í Barcelona. Hann er þó ekki 100% heill. Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þjóðverjinn Timo Glock hafði BMW M3 DTM-bíl til reynslu í Barcelona í dag en sagði á dögunum skilið við Formúlu 1. Glock fær ekki að aka fyrir Marussia í Formúlu 1 í ár og viðraði strax áhuga sinn á þýska götubílakappakstrinum. Enn er eitt sæti laust í liði BMW fyrir keppnistímabil ársins en hann gæti ekið við hlið meistara síðasta árs, Bruno Spengler hjá BMW Team Schnitzer í ár. „Fyrstu kynni mín af DTM voru mjög góð," sagði Glcok við fjölmiðla eftir reynsluaksturinn. „Það tók mig ekki langan tíma að kynnast bílnum og mér leið fljótt vel í honum." Robert Kubica reynsluók Mercedes-bíl við sama tilefni í Barcelona í dag. Hann hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan hann náði heilsu eftir slysið sem hann lenti í fyrir tveimur árum í rallýkeppni á Ítalíu. Þá var hann ökuþór Renault í Formúlu 1. Kubica ók 114 hringi í Barcelona og sagðist hafa liðið vel í bílnum og ekki kvartaði hann undan eymslum í hendinni. „Ég er mjög sáttur með árangur minn í dag og ég átti ekki í neinum erfiðleikum í bílnum," sagði Kubica. Toto Wolff, nýráðinn mótorsportstjóri Mercedes, sagði Kubica ekki enn vera fullkomlega heilan en var ánægður með að geta gefið honum tækifæri í kappakstursbíl með niðurtogi.(Uppfært 25. janúar) Timo Glock hefur verið ráðinn áttundi ökuþór BMW í DTM fyrir árið 2013. Þetta var staðfest í dag, föstudag.Robert Kubica var í fínu formi í Barcelona. Hann er þó ekki 100% heill.
Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira