Lotus frumsýndi E21-bílinn í gær Birgir Þór Harðarson skrifar 29. janúar 2013 18:00 Lotus-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 á vefnum í gærkvöldi. Bíllinn er byggður á bíl síðasta árs sem reyndist liðinu mjög áreiðanlegur. Yfirmenn liðsins vonast til þess að bíllinn muni geta fært Lotus-liðinu fleiri sigra en þeir Kimi Raikkönen og Romain Grosjean munu aka áfram fyrir liðið. Raikkönen vann eina keppni í fyrra, í Abú Dhabí. "Ég held að það sé hægt að segja að við eigum möguleika á frábærum hlutum. Stökkið sem við tókum milli áranna 2011 og 2012 sýnir hvers megnug við erum," sagði Eric Boullier, liðstjóri Lotus. "Við ætlum okkur að gera okkur að einu af toppliðnunum í Formúlu 1 og við höfum sáð fyrir því. Nú er bara að uppskera með sterkum úrslitum og verðlaunasætum," sagði hann enn fremur. En þó E21-bíllinn sé mjög svipaður forvera sínum segir James Allison, tæknistjóri liðsins, að nokkur atriði undir vélhlífinni hafi verið hönnuð upp á nýtt, algerlega frá grunni. Þá nefndi hann að fjöðrunarkerfið, bæði að framan og að aftan hafi verið endurhannað til að auka loftaflsfræðilega möguleika bílsins. Bíllinn hefur tvöfalt DRS sem varð vinsælt á seinni hluta tímabilsins í fyrra en enginn náði að fullkomna. Þá er þrepið á trjónu bílsins enn til staðar en það mun að öllum líkindum hverfa að ári þegar Formúla 1 gengur í gegnum róttækar reglubreytingar á ný. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lotus-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 á vefnum í gærkvöldi. Bíllinn er byggður á bíl síðasta árs sem reyndist liðinu mjög áreiðanlegur. Yfirmenn liðsins vonast til þess að bíllinn muni geta fært Lotus-liðinu fleiri sigra en þeir Kimi Raikkönen og Romain Grosjean munu aka áfram fyrir liðið. Raikkönen vann eina keppni í fyrra, í Abú Dhabí. "Ég held að það sé hægt að segja að við eigum möguleika á frábærum hlutum. Stökkið sem við tókum milli áranna 2011 og 2012 sýnir hvers megnug við erum," sagði Eric Boullier, liðstjóri Lotus. "Við ætlum okkur að gera okkur að einu af toppliðnunum í Formúlu 1 og við höfum sáð fyrir því. Nú er bara að uppskera með sterkum úrslitum og verðlaunasætum," sagði hann enn fremur. En þó E21-bíllinn sé mjög svipaður forvera sínum segir James Allison, tæknistjóri liðsins, að nokkur atriði undir vélhlífinni hafi verið hönnuð upp á nýtt, algerlega frá grunni. Þá nefndi hann að fjöðrunarkerfið, bæði að framan og að aftan hafi verið endurhannað til að auka loftaflsfræðilega möguleika bílsins. Bíllinn hefur tvöfalt DRS sem varð vinsælt á seinni hluta tímabilsins í fyrra en enginn náði að fullkomna. Þá er þrepið á trjónu bílsins enn til staðar en það mun að öllum líkindum hverfa að ári þegar Formúla 1 gengur í gegnum róttækar reglubreytingar á ný.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira