Lotus frumsýndi E21-bílinn í gær Birgir Þór Harðarson skrifar 29. janúar 2013 18:00 Lotus-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 á vefnum í gærkvöldi. Bíllinn er byggður á bíl síðasta árs sem reyndist liðinu mjög áreiðanlegur. Yfirmenn liðsins vonast til þess að bíllinn muni geta fært Lotus-liðinu fleiri sigra en þeir Kimi Raikkönen og Romain Grosjean munu aka áfram fyrir liðið. Raikkönen vann eina keppni í fyrra, í Abú Dhabí. "Ég held að það sé hægt að segja að við eigum möguleika á frábærum hlutum. Stökkið sem við tókum milli áranna 2011 og 2012 sýnir hvers megnug við erum," sagði Eric Boullier, liðstjóri Lotus. "Við ætlum okkur að gera okkur að einu af toppliðnunum í Formúlu 1 og við höfum sáð fyrir því. Nú er bara að uppskera með sterkum úrslitum og verðlaunasætum," sagði hann enn fremur. En þó E21-bíllinn sé mjög svipaður forvera sínum segir James Allison, tæknistjóri liðsins, að nokkur atriði undir vélhlífinni hafi verið hönnuð upp á nýtt, algerlega frá grunni. Þá nefndi hann að fjöðrunarkerfið, bæði að framan og að aftan hafi verið endurhannað til að auka loftaflsfræðilega möguleika bílsins. Bíllinn hefur tvöfalt DRS sem varð vinsælt á seinni hluta tímabilsins í fyrra en enginn náði að fullkomna. Þá er þrepið á trjónu bílsins enn til staðar en það mun að öllum líkindum hverfa að ári þegar Formúla 1 gengur í gegnum róttækar reglubreytingar á ný. Formúla Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lotus-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 á vefnum í gærkvöldi. Bíllinn er byggður á bíl síðasta árs sem reyndist liðinu mjög áreiðanlegur. Yfirmenn liðsins vonast til þess að bíllinn muni geta fært Lotus-liðinu fleiri sigra en þeir Kimi Raikkönen og Romain Grosjean munu aka áfram fyrir liðið. Raikkönen vann eina keppni í fyrra, í Abú Dhabí. "Ég held að það sé hægt að segja að við eigum möguleika á frábærum hlutum. Stökkið sem við tókum milli áranna 2011 og 2012 sýnir hvers megnug við erum," sagði Eric Boullier, liðstjóri Lotus. "Við ætlum okkur að gera okkur að einu af toppliðnunum í Formúlu 1 og við höfum sáð fyrir því. Nú er bara að uppskera með sterkum úrslitum og verðlaunasætum," sagði hann enn fremur. En þó E21-bíllinn sé mjög svipaður forvera sínum segir James Allison, tæknistjóri liðsins, að nokkur atriði undir vélhlífinni hafi verið hönnuð upp á nýtt, algerlega frá grunni. Þá nefndi hann að fjöðrunarkerfið, bæði að framan og að aftan hafi verið endurhannað til að auka loftaflsfræðilega möguleika bílsins. Bíllinn hefur tvöfalt DRS sem varð vinsælt á seinni hluta tímabilsins í fyrra en enginn náði að fullkomna. Þá er þrepið á trjónu bílsins enn til staðar en það mun að öllum líkindum hverfa að ári þegar Formúla 1 gengur í gegnum róttækar reglubreytingar á ný.
Formúla Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira