Perez mættur til starfa hjá McLaren Birgir Þór Harðarson skrifar 10. janúar 2013 20:00 Perez stillti sér upp fyrir myndatöku þegar hann var formlega kynntur til sögunnar sem ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1. mynd/mclaren Mexíkóinn Sergio Perez er mættur til starfa hjá McLaren-liðinu en hann mun aka þar næstu árin eftir að hafa verið tvö ár hjá Sauber. Hann var formlega kynntur til sögunnar sem ökuþór liðsins í vikunni. Perez segist eiga ærið verkefni fyrir höndum. "Nálgunin á þetta tímabil verður allt önnur en síðustu ár hjá Sauber," sagði hann þegar hann var inntur svara um hvernig hann ætli sér að keppa og taka á nýjum dekkjum árið 2013. "Hjá Sauber var markmiðið að hámarka árangur okkar í keppninni og við settum minni áherslu á tímatökurnar. Hér er verðum við að keppa um ráspól og sigur í keppninni." Í fyrra sótti Sauber-liðið grimmt í keppnunum og tóku oft fleiri viðgerðahlé en keppinautarnir. "Venjulega er besta áætlunin með fleiri stoppum en þá þarf maður auðvitað að gefa í allan tíman. Nú þarf ég að breyta nálguninni minni." Næstu vikur munu fara í að kynnast nýju umhverfi en Perez hafði þó komið til Woking fyrir jól, prófað keppnisherminn og látið mæla sig svo sætið í bílnum mundi passa. "Þegar ég kem til Melbourne vil ég vera mjög vel undirbúinn svo allt gangi upp án þess að ég þurfi að hugsa um nokkuð annað en aksturinn." Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mexíkóinn Sergio Perez er mættur til starfa hjá McLaren-liðinu en hann mun aka þar næstu árin eftir að hafa verið tvö ár hjá Sauber. Hann var formlega kynntur til sögunnar sem ökuþór liðsins í vikunni. Perez segist eiga ærið verkefni fyrir höndum. "Nálgunin á þetta tímabil verður allt önnur en síðustu ár hjá Sauber," sagði hann þegar hann var inntur svara um hvernig hann ætli sér að keppa og taka á nýjum dekkjum árið 2013. "Hjá Sauber var markmiðið að hámarka árangur okkar í keppninni og við settum minni áherslu á tímatökurnar. Hér er verðum við að keppa um ráspól og sigur í keppninni." Í fyrra sótti Sauber-liðið grimmt í keppnunum og tóku oft fleiri viðgerðahlé en keppinautarnir. "Venjulega er besta áætlunin með fleiri stoppum en þá þarf maður auðvitað að gefa í allan tíman. Nú þarf ég að breyta nálguninni minni." Næstu vikur munu fara í að kynnast nýju umhverfi en Perez hafði þó komið til Woking fyrir jól, prófað keppnisherminn og látið mæla sig svo sætið í bílnum mundi passa. "Þegar ég kem til Melbourne vil ég vera mjög vel undirbúinn svo allt gangi upp án þess að ég þurfi að hugsa um nokkuð annað en aksturinn."
Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira