Óþarft að hafa áhrif á Räikkönen Birgir Þór Harðarson skrifar 14. janúar 2013 22:00 Skoska goðsögnin Jackie Stewart sagði á árlegri ráðstefnu Autosport-tímaritsins að Lotus-liðið væri á réttri braut þegar það leyfir Kimi Raikkönen að vera hann sjálfur. Raikkönen í Lotus-bíl varð þriðji í stigakeppni ökuþóra á síðasta ári. „Maður breytir ekki Kimi Raikkönen, maður bara gerir það ekki," sagði Stewart þegar hann sat fyrir svörum á sviðinu. „Ég ræði ekki oft við hann því ég veit að ef hann vill spjalla við mig þá kemur hann og spjallar." „Ef ég myndi fara og segja honum til myndi hann einfaldlega spurja mig hvað ég væri að tala um. „Af hverju ertu að bögga mig?" – yrðu viðbrögðin," sagði Stewart ennfremur. „Hann er sérstakur karakter og einstakur í sögu Formúlu 1." Stewart telur endurkomu Raikkönen hafa verið betri en endurkomu Schumachers, enda hafi Finninn verið í baráttunni í hverjum kappakstri og það hafi skilað árangri. Stewart talaði um Raikkönen í kjölfar þess að Lotus-liðið stærir sig af því hvernig þeir hafa höndlað erfið ökumannamál sín. Jackie Stewart er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 en hann keppti í 99 mótum á árunum 1965-1973. Hann hætti eftir að liðsfélagi hans fórst á æfingum fyrir 100. kappaksturinn og hefur alltaf verið ötull talsmaður aukins öryggis í kappakstri. Stewart stýrði svo sínu eigin keppnisliði ásamt syni sínum Paul árin 1997-1999 og unnu þeir einn kappakstur, á Nurburgring árið 1999. Í myndbandinu hér að ofan spjallar hann um Formúlu 1 í dag og ber mótaröðina við það hvernig hún var í hans keppnistíð, um Lewis Hamilton og uppáhaldsbílana sem hann ók eða smíðaði. Í myndbandinu hér að neðan má heyra Martin Brundle taka í sama streng og Stewart. "Mér fannst Raikkönen sérstaklega frábær í fyrra," sagði Brundle. Formúla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Skoska goðsögnin Jackie Stewart sagði á árlegri ráðstefnu Autosport-tímaritsins að Lotus-liðið væri á réttri braut þegar það leyfir Kimi Raikkönen að vera hann sjálfur. Raikkönen í Lotus-bíl varð þriðji í stigakeppni ökuþóra á síðasta ári. „Maður breytir ekki Kimi Raikkönen, maður bara gerir það ekki," sagði Stewart þegar hann sat fyrir svörum á sviðinu. „Ég ræði ekki oft við hann því ég veit að ef hann vill spjalla við mig þá kemur hann og spjallar." „Ef ég myndi fara og segja honum til myndi hann einfaldlega spurja mig hvað ég væri að tala um. „Af hverju ertu að bögga mig?" – yrðu viðbrögðin," sagði Stewart ennfremur. „Hann er sérstakur karakter og einstakur í sögu Formúlu 1." Stewart telur endurkomu Raikkönen hafa verið betri en endurkomu Schumachers, enda hafi Finninn verið í baráttunni í hverjum kappakstri og það hafi skilað árangri. Stewart talaði um Raikkönen í kjölfar þess að Lotus-liðið stærir sig af því hvernig þeir hafa höndlað erfið ökumannamál sín. Jackie Stewart er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 en hann keppti í 99 mótum á árunum 1965-1973. Hann hætti eftir að liðsfélagi hans fórst á æfingum fyrir 100. kappaksturinn og hefur alltaf verið ötull talsmaður aukins öryggis í kappakstri. Stewart stýrði svo sínu eigin keppnisliði ásamt syni sínum Paul árin 1997-1999 og unnu þeir einn kappakstur, á Nurburgring árið 1999. Í myndbandinu hér að ofan spjallar hann um Formúlu 1 í dag og ber mótaröðina við það hvernig hún var í hans keppnistíð, um Lewis Hamilton og uppáhaldsbílana sem hann ók eða smíðaði. Í myndbandinu hér að neðan má heyra Martin Brundle taka í sama streng og Stewart. "Mér fannst Raikkönen sérstaklega frábær í fyrra," sagði Brundle.
Formúla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira