Tesla mælist 386 hestöfl á Dyno-mæli 18. janúar 2013 00:01 Tesla Model S fer kvartmíluna á 12,2 sekúndum. Áreiðanlegasta aðferðin við að finna út raunverulegt afl bíla er ekki að lesa sölubæklinginn heldur skella bílnum á Dyno-mæli sem mælir nákvæmlega það afl sem hjólin skila á rúllurnar sem hann stendur á. Vitað var að rafmagnsbíllinn Tesla Model S væri ansi öflugur bíll, en það var staðfest með þessari aðferð Mældist mesta afl hans 386 hestöfl við um 90 km hraða. Það sem vekur enn meiri athygli að rétt eftir kyrrstöðu skilar rafmótorarnir 300 hestöflum til hjólanna. Það þarf því ekki að bíða lengi eftir aflinu. Við 210 km hraða eru hestöflin komin niður í 220. Tesla fyrirtækið fullyrðir í sölulista að Model S sé 416 hestöfl, en mælingin sýnir að það skortir 30 hestöfl á. Rétt skal vera rétt. Á myndbandinu sést Model S við Dyno mælingu. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent
Tesla Model S fer kvartmíluna á 12,2 sekúndum. Áreiðanlegasta aðferðin við að finna út raunverulegt afl bíla er ekki að lesa sölubæklinginn heldur skella bílnum á Dyno-mæli sem mælir nákvæmlega það afl sem hjólin skila á rúllurnar sem hann stendur á. Vitað var að rafmagnsbíllinn Tesla Model S væri ansi öflugur bíll, en það var staðfest með þessari aðferð Mældist mesta afl hans 386 hestöfl við um 90 km hraða. Það sem vekur enn meiri athygli að rétt eftir kyrrstöðu skilar rafmótorarnir 300 hestöflum til hjólanna. Það þarf því ekki að bíða lengi eftir aflinu. Við 210 km hraða eru hestöflin komin niður í 220. Tesla fyrirtækið fullyrðir í sölulista að Model S sé 416 hestöfl, en mælingin sýnir að það skortir 30 hestöfl á. Rétt skal vera rétt. Á myndbandinu sést Model S við Dyno mælingu.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent