Dennis: Við hefðum getað haldið Hamilton Birgir Þór Harðarson skrifar 4. janúar 2013 17:45 Dennis hefur staðið við bakið á Hamilton síðan hann var polli. nordicphotos/afp Ron Dennis, formaður stjórnar McLaren-liðsins og fyrrum liðstjóri liðsins, segir að McLaren-liðið hefði getað haldið Lewis Hamilton áfram árið 2013 en ákveðið að gera það ekki. Hamilton mun aka fyrir Mercedes næstu þrjú árin. Hamilton eyddi sex tímabilum hjá McLaren eftir að hafa komið nýr inn árið 2007. Hann varð heimsmeistari árið 2008 en náði aldrei að jafna þann árangur. Dennis telur Hamilton hafa þurft nýtt upphaf. „Það er rangt að segja að Hamilton hafi yfirgefið okkur," sagði Dennis. „Þegar allt kemur til alls þá verða lið og ökumenn að skilja ef aðstæðurnar bjóða ekki upp á annað. Það er aldrei einhver einn sem tekur ákvarðanir heldur ráða aðstæður hverju sinni." Dennis segist fá endalausar spurningar um hvað honum finnist um það að Hamilton sé farinn en segist ekki sjá eftir neinu, hann sé raunsær. „Við hefðum örugglega getað skapað aðstæður þar sem Hamilton gat verið áfram en það hefði ekki gert neinum gott. Okkur fannst við gera það rétta í stöðunni." „Við viljum auðvitað ekki að hann njóti alls hins besta hjá Mercedes, það er vonandi skiljanlegt þar sem hann er keppinautur. Við viljum samt ekki að neitt neikvætt hendi hann," sagði Dennis ennfremur. Ron Dennis er maðurinn sem réð Lewis Hamilton til McLaren-liðsins eftir að hafa séð hann keppa í gó-kart í lok tíunda áratugs síðustu aldar. Dennis hreifst af náttúrulegum hæfileikum unga kappans og sá honum fyrir þrifum í þroskaferlinu, allt þar til Hamilton fékk tækifæri með McLaren-liðinu árið 2007. Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ron Dennis, formaður stjórnar McLaren-liðsins og fyrrum liðstjóri liðsins, segir að McLaren-liðið hefði getað haldið Lewis Hamilton áfram árið 2013 en ákveðið að gera það ekki. Hamilton mun aka fyrir Mercedes næstu þrjú árin. Hamilton eyddi sex tímabilum hjá McLaren eftir að hafa komið nýr inn árið 2007. Hann varð heimsmeistari árið 2008 en náði aldrei að jafna þann árangur. Dennis telur Hamilton hafa þurft nýtt upphaf. „Það er rangt að segja að Hamilton hafi yfirgefið okkur," sagði Dennis. „Þegar allt kemur til alls þá verða lið og ökumenn að skilja ef aðstæðurnar bjóða ekki upp á annað. Það er aldrei einhver einn sem tekur ákvarðanir heldur ráða aðstæður hverju sinni." Dennis segist fá endalausar spurningar um hvað honum finnist um það að Hamilton sé farinn en segist ekki sjá eftir neinu, hann sé raunsær. „Við hefðum örugglega getað skapað aðstæður þar sem Hamilton gat verið áfram en það hefði ekki gert neinum gott. Okkur fannst við gera það rétta í stöðunni." „Við viljum auðvitað ekki að hann njóti alls hins besta hjá Mercedes, það er vonandi skiljanlegt þar sem hann er keppinautur. Við viljum samt ekki að neitt neikvætt hendi hann," sagði Dennis ennfremur. Ron Dennis er maðurinn sem réð Lewis Hamilton til McLaren-liðsins eftir að hafa séð hann keppa í gó-kart í lok tíunda áratugs síðustu aldar. Dennis hreifst af náttúrulegum hæfileikum unga kappans og sá honum fyrir þrifum í þroskaferlinu, allt þar til Hamilton fékk tækifæri með McLaren-liðinu árið 2007.
Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira