Dennis: Við hefðum getað haldið Hamilton Birgir Þór Harðarson skrifar 4. janúar 2013 17:45 Dennis hefur staðið við bakið á Hamilton síðan hann var polli. nordicphotos/afp Ron Dennis, formaður stjórnar McLaren-liðsins og fyrrum liðstjóri liðsins, segir að McLaren-liðið hefði getað haldið Lewis Hamilton áfram árið 2013 en ákveðið að gera það ekki. Hamilton mun aka fyrir Mercedes næstu þrjú árin. Hamilton eyddi sex tímabilum hjá McLaren eftir að hafa komið nýr inn árið 2007. Hann varð heimsmeistari árið 2008 en náði aldrei að jafna þann árangur. Dennis telur Hamilton hafa þurft nýtt upphaf. „Það er rangt að segja að Hamilton hafi yfirgefið okkur," sagði Dennis. „Þegar allt kemur til alls þá verða lið og ökumenn að skilja ef aðstæðurnar bjóða ekki upp á annað. Það er aldrei einhver einn sem tekur ákvarðanir heldur ráða aðstæður hverju sinni." Dennis segist fá endalausar spurningar um hvað honum finnist um það að Hamilton sé farinn en segist ekki sjá eftir neinu, hann sé raunsær. „Við hefðum örugglega getað skapað aðstæður þar sem Hamilton gat verið áfram en það hefði ekki gert neinum gott. Okkur fannst við gera það rétta í stöðunni." „Við viljum auðvitað ekki að hann njóti alls hins besta hjá Mercedes, það er vonandi skiljanlegt þar sem hann er keppinautur. Við viljum samt ekki að neitt neikvætt hendi hann," sagði Dennis ennfremur. Ron Dennis er maðurinn sem réð Lewis Hamilton til McLaren-liðsins eftir að hafa séð hann keppa í gó-kart í lok tíunda áratugs síðustu aldar. Dennis hreifst af náttúrulegum hæfileikum unga kappans og sá honum fyrir þrifum í þroskaferlinu, allt þar til Hamilton fékk tækifæri með McLaren-liðinu árið 2007. Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ron Dennis, formaður stjórnar McLaren-liðsins og fyrrum liðstjóri liðsins, segir að McLaren-liðið hefði getað haldið Lewis Hamilton áfram árið 2013 en ákveðið að gera það ekki. Hamilton mun aka fyrir Mercedes næstu þrjú árin. Hamilton eyddi sex tímabilum hjá McLaren eftir að hafa komið nýr inn árið 2007. Hann varð heimsmeistari árið 2008 en náði aldrei að jafna þann árangur. Dennis telur Hamilton hafa þurft nýtt upphaf. „Það er rangt að segja að Hamilton hafi yfirgefið okkur," sagði Dennis. „Þegar allt kemur til alls þá verða lið og ökumenn að skilja ef aðstæðurnar bjóða ekki upp á annað. Það er aldrei einhver einn sem tekur ákvarðanir heldur ráða aðstæður hverju sinni." Dennis segist fá endalausar spurningar um hvað honum finnist um það að Hamilton sé farinn en segist ekki sjá eftir neinu, hann sé raunsær. „Við hefðum örugglega getað skapað aðstæður þar sem Hamilton gat verið áfram en það hefði ekki gert neinum gott. Okkur fannst við gera það rétta í stöðunni." „Við viljum auðvitað ekki að hann njóti alls hins besta hjá Mercedes, það er vonandi skiljanlegt þar sem hann er keppinautur. Við viljum samt ekki að neitt neikvætt hendi hann," sagði Dennis ennfremur. Ron Dennis er maðurinn sem réð Lewis Hamilton til McLaren-liðsins eftir að hafa séð hann keppa í gó-kart í lok tíunda áratugs síðustu aldar. Dennis hreifst af náttúrulegum hæfileikum unga kappans og sá honum fyrir þrifum í þroskaferlinu, allt þar til Hamilton fékk tækifæri með McLaren-liðinu árið 2007.
Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira