Tvö keppnissæti enn laus fyrir 2013 Birgir Þór Harðarson skrifar 6. janúar 2013 06:00 Fyrsta mótið fer af stað í Ástralíu í mars. Enn eru tvö keppnissæti laus. nordicphotos/afp Enn á eftir að ráða í tvö keppnissæti fyrir næsta keppnistímabil í Formúlu 1. Force India og Caterham eiga eftir að ráða sér ökumenn þó leitin hafi verið verið þrengd nokkuð. Þrír nýliðar hafa verið ráðnir til starfa fyrir jafn mörg lið en aðrir tveir nýliðar gætu hlotið sæti hjá Forcie India og Caterham. Tímabilið árið 2013 hefst þann 17. mars þegar vélarnar verða þandar á ráslínunni í Melbourne í Ástralíu.Force India-MercedesHjá Force India-liðinu er talið mjög líklegt að Skotinn Paul di Resta verði ráðinn áfram en hann hefur verið á mála hjá liðinu síðan 2011. Nico Hulkenberg sem ók fyrir liðið í fyrra sagði hins vegar upp og ekur Sauber-bíl á næsta ári. Hulkenberg sagði skilið við liðið í lok október í fyrra og því hefur liðið haft nokkuð langan tíma til að fylla skarð hans. Einkum eru tveir ökumenn taldir líklegir til að hreppa hnossið, þeir Jules Bianchi frá Frakklandi og hinn þýski Adrian Sutil. Sutil ók í Formúlu 1 frá 2006 til 2011. Hann ók fyrir Force India með di Resta árið 2010 og árið 2011 áður en hann var látinn fara þegar hann þurfti að standa í málaferlum eftir að hafa ráðist á framkvæmdastjóra stórs styrktaraðila keppnisliðsins á næturklúbbi í Sjanghæ. Hann var dæmdur í janúar í fyrra í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og sektaður. Síðan þá hefur Sutil stöðugt unnið að því að hljóta sæti í Formúlu 1 á ný. Jules Bianchi er ungur og upprennandi ökuþór. Hann er talinn mjög hæfileikaríkur og hefur til að mynda fengið að reynsluaka fyrir Ferrari á ungliðaæfingum. Það þykir hins vegar nokkur áhætta felast í því að ráða hann til liðs sem ætlar sér að vera í toppbaráttunni. Á meðan Sutil býður upp á mikið styrktarfé frá styrktaraðilum sínum hefur samningur við Bianchi í för með sér hugsanlegan vélasamning við Ferrari árið 2014, vegna sterkra tengsla hans við ítölsku meistarana. Tengslin við Ferrari vega að öllum líkindum þungt í huga Vijay Mallya, eiganda liðsins, því hugsanlegt er að Ferrari þurfi að finna sér annan vélasamning árið 2014 því Toro Rosso er talið eiga í viðræðum við Renault. Mallya bíður því erfitt val því bæði þarf hann að hugsa til framtíðar ásamt því að tryggja góð úrslit á næsta tímabili. Caterham-RenaultÓlíkt Force India er Caterham botnlið sem þarf að berjast við peningavandræði frekar en framtíðaráætlanir. Valið er þó ekki aðeins peningalegs eðlis því liðið vill halda áfram að þróa og byggja upp keppnisliðið til að eiga möguleika á framtíð í Formúlu 1. Þeir sem taldir eru líklegastir til að hreppa keppnissætið hjá Caterham eru Rússinn Vitaly Petrov, hinn brasilíski Bruno Senna og Hollendingurinn Giedo van der Garde. Heikki Kovalainen, sem ekið hefur fyrir Caterham síðan 2011, fær að öllum líkindum ekki áframhaldandi samning. Vitaly Petrov ók fyrir Caterham í fyrra og náði tíunda sætinu í heimsmeistarakeppni bílasmiða með því að sækja ellefta sæti í síðasta kappakstri ársins. Það eitt gaf liðinu 10 milljónir dollara í aðra hönd. Samt er sæti Petrov ekki öruggt því liðið vill auka tekjur sínar enn frekar. Á hinn bóginn verða Rússar æ áhugasamari um Formúlu 1 og Rússinn Petrov gæti mjólkað þann markað betur en nokkur annar. Bruno Senna fékk samning sinn við Williams-liðið ekki endurnýjaðan í lok síðasta árs en gæti reynst góður biti fyrir Caterham. Hann getur reitt fram styrktarfé nú þegar og býr yfir ímynd og nafni sem gæti reynst liðinu vel, verandi litli frændi Ayrton Senna. Giedo van der Garde yrði nýliði í Formúlu 1 ef hann yrði valinn. Hann er þó orðinn 27 ára gamall og yrði með elstu nýliðum í Formúlu 1 seinni tíma. Hann ók á föstudagsæfingum fyrir Caterham síðastliðið sumar og þykir snjall ökuþór. … og þeir sem hverfa á brautÞað er útilokað að staðan allir ökumenn síðasta árs aki á ný á nýju ári. Þremur hafa nú þegar verið vísað á dyr eða þeir hætt. Sjöfaldi heimsmeistarinn Michael Schumacher hættir í Formúlu 1 í annað sinn á ævinni og Heikki Kovalainen og Kamui Kobayashi fá samning sinn ekki endurnýjaðan. Kobayashi ók fyrir Sauber-liðið á síðasta ári en keppnissætin hjá liðinu tóku Esteban Gutierrez og Nico Hulkenberg. Kovalainen ók eins og áður sagði fyrir Caterham.Schumacher hverfur á braut í annað sinn á ferlinum.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Enn á eftir að ráða í tvö keppnissæti fyrir næsta keppnistímabil í Formúlu 1. Force India og Caterham eiga eftir að ráða sér ökumenn þó leitin hafi verið verið þrengd nokkuð. Þrír nýliðar hafa verið ráðnir til starfa fyrir jafn mörg lið en aðrir tveir nýliðar gætu hlotið sæti hjá Forcie India og Caterham. Tímabilið árið 2013 hefst þann 17. mars þegar vélarnar verða þandar á ráslínunni í Melbourne í Ástralíu.Force India-MercedesHjá Force India-liðinu er talið mjög líklegt að Skotinn Paul di Resta verði ráðinn áfram en hann hefur verið á mála hjá liðinu síðan 2011. Nico Hulkenberg sem ók fyrir liðið í fyrra sagði hins vegar upp og ekur Sauber-bíl á næsta ári. Hulkenberg sagði skilið við liðið í lok október í fyrra og því hefur liðið haft nokkuð langan tíma til að fylla skarð hans. Einkum eru tveir ökumenn taldir líklegir til að hreppa hnossið, þeir Jules Bianchi frá Frakklandi og hinn þýski Adrian Sutil. Sutil ók í Formúlu 1 frá 2006 til 2011. Hann ók fyrir Force India með di Resta árið 2010 og árið 2011 áður en hann var látinn fara þegar hann þurfti að standa í málaferlum eftir að hafa ráðist á framkvæmdastjóra stórs styrktaraðila keppnisliðsins á næturklúbbi í Sjanghæ. Hann var dæmdur í janúar í fyrra í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og sektaður. Síðan þá hefur Sutil stöðugt unnið að því að hljóta sæti í Formúlu 1 á ný. Jules Bianchi er ungur og upprennandi ökuþór. Hann er talinn mjög hæfileikaríkur og hefur til að mynda fengið að reynsluaka fyrir Ferrari á ungliðaæfingum. Það þykir hins vegar nokkur áhætta felast í því að ráða hann til liðs sem ætlar sér að vera í toppbaráttunni. Á meðan Sutil býður upp á mikið styrktarfé frá styrktaraðilum sínum hefur samningur við Bianchi í för með sér hugsanlegan vélasamning við Ferrari árið 2014, vegna sterkra tengsla hans við ítölsku meistarana. Tengslin við Ferrari vega að öllum líkindum þungt í huga Vijay Mallya, eiganda liðsins, því hugsanlegt er að Ferrari þurfi að finna sér annan vélasamning árið 2014 því Toro Rosso er talið eiga í viðræðum við Renault. Mallya bíður því erfitt val því bæði þarf hann að hugsa til framtíðar ásamt því að tryggja góð úrslit á næsta tímabili. Caterham-RenaultÓlíkt Force India er Caterham botnlið sem þarf að berjast við peningavandræði frekar en framtíðaráætlanir. Valið er þó ekki aðeins peningalegs eðlis því liðið vill halda áfram að þróa og byggja upp keppnisliðið til að eiga möguleika á framtíð í Formúlu 1. Þeir sem taldir eru líklegastir til að hreppa keppnissætið hjá Caterham eru Rússinn Vitaly Petrov, hinn brasilíski Bruno Senna og Hollendingurinn Giedo van der Garde. Heikki Kovalainen, sem ekið hefur fyrir Caterham síðan 2011, fær að öllum líkindum ekki áframhaldandi samning. Vitaly Petrov ók fyrir Caterham í fyrra og náði tíunda sætinu í heimsmeistarakeppni bílasmiða með því að sækja ellefta sæti í síðasta kappakstri ársins. Það eitt gaf liðinu 10 milljónir dollara í aðra hönd. Samt er sæti Petrov ekki öruggt því liðið vill auka tekjur sínar enn frekar. Á hinn bóginn verða Rússar æ áhugasamari um Formúlu 1 og Rússinn Petrov gæti mjólkað þann markað betur en nokkur annar. Bruno Senna fékk samning sinn við Williams-liðið ekki endurnýjaðan í lok síðasta árs en gæti reynst góður biti fyrir Caterham. Hann getur reitt fram styrktarfé nú þegar og býr yfir ímynd og nafni sem gæti reynst liðinu vel, verandi litli frændi Ayrton Senna. Giedo van der Garde yrði nýliði í Formúlu 1 ef hann yrði valinn. Hann er þó orðinn 27 ára gamall og yrði með elstu nýliðum í Formúlu 1 seinni tíma. Hann ók á föstudagsæfingum fyrir Caterham síðastliðið sumar og þykir snjall ökuþór. … og þeir sem hverfa á brautÞað er útilokað að staðan allir ökumenn síðasta árs aki á ný á nýju ári. Þremur hafa nú þegar verið vísað á dyr eða þeir hætt. Sjöfaldi heimsmeistarinn Michael Schumacher hættir í Formúlu 1 í annað sinn á ævinni og Heikki Kovalainen og Kamui Kobayashi fá samning sinn ekki endurnýjaðan. Kobayashi ók fyrir Sauber-liðið á síðasta ári en keppnissætin hjá liðinu tóku Esteban Gutierrez og Nico Hulkenberg. Kovalainen ók eins og áður sagði fyrir Caterham.Schumacher hverfur á braut í annað sinn á ferlinum.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira