Audi SQ5 – 345 hestöfl 8. janúar 2013 17:00 Audi SQ5 í Estoril-bláum lit Evrópuútgáfa SQ5 var fyrsti S-bíll Audi með díselvél. Á bílasýningunni í Detroit sem hefst eftir tvær vikur mun Audi sýna Q5 jepplinginn í S-útfærslu. Að sjálfsögðu er hann knúinn bensínvél, það þýðir ekki að bjóða Bandaríkjamönnum annað. Í Evrópu er hann boðinn með díselvél. Þessi lúxusútgáfa jepplingsins sem þeim vestra býðst er snarpur í meira lagi, enda með 345 hestöfl undir húddinu. Þau koma frá sömu 6 strokka og þriggja lítra vél og finnst í Audi S5 bílnum. Sjálfskiptingin í bílnum er 8 gíra og sendir aflið til allra hjólanna. Hann er ekki nema 5,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km. S-útgáfan er 3 sentimetrum lægri en venjulegur Q5 og fjöðrunin öll stífari. Hann verður á 20 tommu álfelgum og aðeins boðinn í tveimur litum, svartur og Estoril-blár. Efnisnotkun í innanrými einkennist nokkuð af áli og sætin eru úr Nappa leðri og Alcantara efni. Sala bílsins hefst á haustmánuðum. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent
Evrópuútgáfa SQ5 var fyrsti S-bíll Audi með díselvél. Á bílasýningunni í Detroit sem hefst eftir tvær vikur mun Audi sýna Q5 jepplinginn í S-útfærslu. Að sjálfsögðu er hann knúinn bensínvél, það þýðir ekki að bjóða Bandaríkjamönnum annað. Í Evrópu er hann boðinn með díselvél. Þessi lúxusútgáfa jepplingsins sem þeim vestra býðst er snarpur í meira lagi, enda með 345 hestöfl undir húddinu. Þau koma frá sömu 6 strokka og þriggja lítra vél og finnst í Audi S5 bílnum. Sjálfskiptingin í bílnum er 8 gíra og sendir aflið til allra hjólanna. Hann er ekki nema 5,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km. S-útgáfan er 3 sentimetrum lægri en venjulegur Q5 og fjöðrunin öll stífari. Hann verður á 20 tommu álfelgum og aðeins boðinn í tveimur litum, svartur og Estoril-blár. Efnisnotkun í innanrými einkennist nokkuð af áli og sætin eru úr Nappa leðri og Alcantara efni. Sala bílsins hefst á haustmánuðum.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent