Flottur stökkpallur 5. desember 2012 07:00 "Það er mjög erfitt að komast þarna inn svo við erum mjög glaðir," segir Davíð Óskar Ólafsson, framleiðandi hjá Mystery. Endurgerðin á íslensku kvikmyndinni Á annan veg, sem leikstýrt var af Hafsteini Gunnari Sigurðssyni og framleidd af Mystery, verður frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni á nýju ári. Endurgerðin ber nafnið Prince Avalanche og skartar leikurunum Paul Rudd og Emile Hirsch í aðalhlutverkum. Leikstjórinn er David Gordon Green, en sá er öllum hnútum kunnugur á kvikmyndahátíðinni frægu. "Það var klárlega alltaf markmiðið að fara inn á Sundance sem er ein stærsta hátíðin í Bandaríkjunum. Þangað koma allir stærstu dreifingaraðilar í bransanum til að finna falda gimsteina," segir Davíð Óskar og bætir við að Sundance sé besti stökkpallurinn fyrir myndina. Markmiðið er svo að Prince Avalanche fari í dreifingu á sem flesta staði í Bandaríkjunum og Evrópu í kjölfarið á Sundance-hátíðinni. Mystery og Flickbook eiga sýningarréttinn á endurgerðinni hér á landi og býst Davíð við því að hún verði sýnd hér einhvern tíma á nýju ári, en það kemur til með að haldast í hendur við dreifingu vestanhafs. "Við vonum náttúrlega að myndinni verði dreift sem víðast. Það hafa margar myndir notið góðs gengis eftir sýningar á Sundance eins og Little Miss Sunshine, sem sló heldur betur í gegn út um allan heim eftir að hún var uppgötvuð á hátíðinni." Davíð Óskar ætlar sjálfur út til að vera viðstaddur frumsýninguna þann 20. janúar ásamt Hafsteini Gunnari Sigurðssyni leikstjóra, Árna Filippussyni, framleiðanda og tökumanni, og Tobie Munthe framleiðanda. "Við höfum ekkert séð af myndinni frekar en nokkur annar en leikstjórinn er með þá reglu að leyfa aðstandendum, meira að segja leikurunum, að njóta myndarinnar í miklum gæðum í kvikmyndahúsi í fyrsta sinn." alfrun@frettabladid.isDavíð Óskar Ólafsson.Tengd myndbönd:Fréttir, 7. júní 2012: Á annan veg endurgerðTengdar greinar:Á annan veg keppir um verðlaun NorðurlandaráðsÁ annan veg sigraði í TorinoÁ annan veg fékk góðar viðtökur í San SebastianÁ annan veg til GautaborgarÁ annan veg fær ellefu tilnefningarHilmar einn efnilegasti leikarinn í EvrópuMaður er manns gaman Menning Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Það er mjög erfitt að komast þarna inn svo við erum mjög glaðir," segir Davíð Óskar Ólafsson, framleiðandi hjá Mystery. Endurgerðin á íslensku kvikmyndinni Á annan veg, sem leikstýrt var af Hafsteini Gunnari Sigurðssyni og framleidd af Mystery, verður frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni á nýju ári. Endurgerðin ber nafnið Prince Avalanche og skartar leikurunum Paul Rudd og Emile Hirsch í aðalhlutverkum. Leikstjórinn er David Gordon Green, en sá er öllum hnútum kunnugur á kvikmyndahátíðinni frægu. "Það var klárlega alltaf markmiðið að fara inn á Sundance sem er ein stærsta hátíðin í Bandaríkjunum. Þangað koma allir stærstu dreifingaraðilar í bransanum til að finna falda gimsteina," segir Davíð Óskar og bætir við að Sundance sé besti stökkpallurinn fyrir myndina. Markmiðið er svo að Prince Avalanche fari í dreifingu á sem flesta staði í Bandaríkjunum og Evrópu í kjölfarið á Sundance-hátíðinni. Mystery og Flickbook eiga sýningarréttinn á endurgerðinni hér á landi og býst Davíð við því að hún verði sýnd hér einhvern tíma á nýju ári, en það kemur til með að haldast í hendur við dreifingu vestanhafs. "Við vonum náttúrlega að myndinni verði dreift sem víðast. Það hafa margar myndir notið góðs gengis eftir sýningar á Sundance eins og Little Miss Sunshine, sem sló heldur betur í gegn út um allan heim eftir að hún var uppgötvuð á hátíðinni." Davíð Óskar ætlar sjálfur út til að vera viðstaddur frumsýninguna þann 20. janúar ásamt Hafsteini Gunnari Sigurðssyni leikstjóra, Árna Filippussyni, framleiðanda og tökumanni, og Tobie Munthe framleiðanda. "Við höfum ekkert séð af myndinni frekar en nokkur annar en leikstjórinn er með þá reglu að leyfa aðstandendum, meira að segja leikurunum, að njóta myndarinnar í miklum gæðum í kvikmyndahúsi í fyrsta sinn." alfrun@frettabladid.isDavíð Óskar Ólafsson.Tengd myndbönd:Fréttir, 7. júní 2012: Á annan veg endurgerðTengdar greinar:Á annan veg keppir um verðlaun NorðurlandaráðsÁ annan veg sigraði í TorinoÁ annan veg fékk góðar viðtökur í San SebastianÁ annan veg til GautaborgarÁ annan veg fær ellefu tilnefningarHilmar einn efnilegasti leikarinn í EvrópuMaður er manns gaman
Menning Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira