Eftirsótt viðurkenning í bransanum 4. desember 2012 06:00 Rúnar Ingi Einarsson er ánægður með að auglýsing hans komst í úrval auglýsinga á síðunni Shots.net. "Þetta er eins og fyrir líffræðing að fá birta grein eftir sig í National Geographic,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson. Auglýsing sem hann gerði fyrir Prince Polo-súkkulaðið hefur verið valin í úrval á vefsíðunni Shots.net, sem er einn helsti auglýsingamiðill heims. Í hverri viku velur Shots.net nokkrar af bestu auglýsingum í heiminum til að fjalla um á síðunni og að þessu sinni komst auglýsing Rúnars Inga gegnum síuna. Auglýsingin er gerð af Fíton og Pegasus og var tekin upp á einum degi í sumar við Skógafoss. "Við vorum að reyna að endurskapa íslenska ættarmótsstemmingu og hefðina fyrir súkkulaðinu. Þarna voru um 50 leikarar og nokkur dýr með tilheyrandi erfiðleikum í kringum það. Þessi auglýsing var í erfiðari kantinum svo það er kærkomið að fá þessa viðurkenningu,“ segir hinn efnilegi Rúnar Ingi, en áður hefur birst við hann viðtal á Shots.net. Auglýsingin var gerð fyrir íslenskan markað og eru sýningar á henni nýhafnar. Rúnar Ingi segir birtinguna gríðarlega mikilvæga fyrir sig og þá sem að auglýsingunni stóðu. "Þetta sýnir að við erum alveg á sama stigi og auglýsingaframleiðendur úti í heimi og mikil viðurkenning og heiður fyrir okkur,“ segir Rúnar Ingi, sem þegar er farinn að finna fyrir afrakstri birtingarinnar hjá Shots. "Ég er byrjaður að fá póst utan úr heimi svo þetta er að opna einhverjar dyr.“ - áp Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Þetta er eins og fyrir líffræðing að fá birta grein eftir sig í National Geographic,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson. Auglýsing sem hann gerði fyrir Prince Polo-súkkulaðið hefur verið valin í úrval á vefsíðunni Shots.net, sem er einn helsti auglýsingamiðill heims. Í hverri viku velur Shots.net nokkrar af bestu auglýsingum í heiminum til að fjalla um á síðunni og að þessu sinni komst auglýsing Rúnars Inga gegnum síuna. Auglýsingin er gerð af Fíton og Pegasus og var tekin upp á einum degi í sumar við Skógafoss. "Við vorum að reyna að endurskapa íslenska ættarmótsstemmingu og hefðina fyrir súkkulaðinu. Þarna voru um 50 leikarar og nokkur dýr með tilheyrandi erfiðleikum í kringum það. Þessi auglýsing var í erfiðari kantinum svo það er kærkomið að fá þessa viðurkenningu,“ segir hinn efnilegi Rúnar Ingi, en áður hefur birst við hann viðtal á Shots.net. Auglýsingin var gerð fyrir íslenskan markað og eru sýningar á henni nýhafnar. Rúnar Ingi segir birtinguna gríðarlega mikilvæga fyrir sig og þá sem að auglýsingunni stóðu. "Þetta sýnir að við erum alveg á sama stigi og auglýsingaframleiðendur úti í heimi og mikil viðurkenning og heiður fyrir okkur,“ segir Rúnar Ingi, sem þegar er farinn að finna fyrir afrakstri birtingarinnar hjá Shots. "Ég er byrjaður að fá póst utan úr heimi svo þetta er að opna einhverjar dyr.“ - áp
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira