Engin aðventa 3. desember 2012 13:00 Guðlaug hlakkar til að eiga hefðbundna íslenska aðventu og baka og skreyta. Lítil aðventustemning var hjá henni í Frakklandi í fyrra. MYND/STEFÁN Guðlaug Erlendsdóttir, Verzlunarskólanemi, var skiptinemi í Frakklandi í fyrra. Hún saknaði íslenskra jóla ekki mikið en fannst vanta upp á aðventustemninguna. úti. Jólamaturinn var góður og svo var boðið í grillvwveislu á jóladag. Guðlaug Erlendsdóttir upplifði öðruvísi jól en hún er vön þegar hún eyddi jólunum í fyrra í Frakklandi. Þar bjó hún í tíu mánuði sem skiptinemi. Hún bjó í litlu sveitaþorpi hjá fjögurra manna fjölskyldu. „Það sem var ólíkast við jólin í Frakklandi og jólin hér var í raun undirbúningurinn fyrir jólin. Það var mjög lítil stemning á aðventunni og ég varð varla vör við að það væru að koma jól fyrr en á aðfangadagskvöld," segir Guðlaug. „Það var mjög lítið skreytt, bæði í þorpinu sjálfu og heima hjá fólki. Það var líka mikið hugsað um rafmagnsreikninginn þegar kom að skreytingum og þar voru alls ekki seríur í hverjum glugga eins og hér."Stórfjölskyldan saman Guðlaug fór með frönsku fjölskyldunni sinni í heimsókn til frænda föðurins yfir jólin. „Í Frakklandi er mikið um það að öll stórfjölskyldan sé saman á jólunum. Mér fannst það mjög skemmtileg hefð að vera svona mörg saman."Grillpartí á jóladag „Það er misjafnt hvort fólk heldur upp á jólin í Frakklandi á aðfangadagskvöld eða í hádeginu á jóladag. Hjá minni fjölskyldu var jólaveislan sjálf á aðfangadag. Margir réttir voru borðaðir og var nýtt vín borið fram með nánast öllum réttunum. Veislan var í gangi langt fram á nótt og eftir matinn voru gjafirnar opnaðar. Í hádeginu á jóladag var haldið grillpartí og pylsur grillaðar þannig að það var svolítið öðruvísi en ég hef vanist hér heima," segir Guðlaug og brosir.Tvöfaldur gjafaskammtur Hún fékk sendar gjafir frá Íslandi og fékk líka gjafir frá frönsku fjölskyldunni, þannig að hún fékk tvöfaldan skammt. „Það var alls ekki leiðinlegt," segir hún og hlær. „Ég fékk senda bók frá mömmu og pabba og var mjög ánægð með það, þar sem greinilegt var að það er ekki mikil hefð fyrir því að gefa bækur í Frakklandi. Enginn annar í fjölskyldunni úti fékk bók." Guðlaug er mikið jólabarn og fyrir jólin úti var hún hrædd um að þau yrðu erfið, hún fengi heimþrá og saknaði hefðbundinna íslenskra jóla. „Það gerðist aldrei. Þetta var ekkert mál og það var bara gaman að upplifa eitthvað nýtt og öðruvísi. Ég saknaði aðallega aðventustemningarinnar sem ríkir hérna heima. Úti var enginn aðventukrans og jólalögin voru bara spiluð rétt fyrir jólin. Ég hlakka því til að eiga hefðbundna aðventu í ár."Framlenging á jólunum Í Frakklandi kynntist hún hefð sem hana langar að taka upp hér heima. „Í janúar var haldið jólaboð þar sem var boðið upp á svokallaða vitringaköku. Þá hittist fjölskyldan og borðaði saman köku sem var búið að fela styttu inn í. Sá sem fann styttuna var kóngur boðsins og fékk kórónu á höfuðið sem hann var með allt boðið. Þetta var skemmtilegt og jólastemningin hélst lengur vegna þessa boðs. Hér heima er allt búið strax eftir áramót, þess vegna langar mig að gera þetta, til að hafa jólin enn lengri." - lbh Jólafréttir Mest lesið Sálmur 565 - Kom, blíða tíð Jól Jólalag dagsins: Hafdís Huld flytur lagið Jólahjól Jól Liggur í teiknimyndasögum Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Sálmur 80 - Bjart er yfir Betlehem Jól Gott er að gefa Jólin Páll Óskar - Þorláksmessukvöld Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Jólasveinar einn og átta Jól Magga litla og jólin hennar Jól
Guðlaug Erlendsdóttir, Verzlunarskólanemi, var skiptinemi í Frakklandi í fyrra. Hún saknaði íslenskra jóla ekki mikið en fannst vanta upp á aðventustemninguna. úti. Jólamaturinn var góður og svo var boðið í grillvwveislu á jóladag. Guðlaug Erlendsdóttir upplifði öðruvísi jól en hún er vön þegar hún eyddi jólunum í fyrra í Frakklandi. Þar bjó hún í tíu mánuði sem skiptinemi. Hún bjó í litlu sveitaþorpi hjá fjögurra manna fjölskyldu. „Það sem var ólíkast við jólin í Frakklandi og jólin hér var í raun undirbúningurinn fyrir jólin. Það var mjög lítil stemning á aðventunni og ég varð varla vör við að það væru að koma jól fyrr en á aðfangadagskvöld," segir Guðlaug. „Það var mjög lítið skreytt, bæði í þorpinu sjálfu og heima hjá fólki. Það var líka mikið hugsað um rafmagnsreikninginn þegar kom að skreytingum og þar voru alls ekki seríur í hverjum glugga eins og hér."Stórfjölskyldan saman Guðlaug fór með frönsku fjölskyldunni sinni í heimsókn til frænda föðurins yfir jólin. „Í Frakklandi er mikið um það að öll stórfjölskyldan sé saman á jólunum. Mér fannst það mjög skemmtileg hefð að vera svona mörg saman."Grillpartí á jóladag „Það er misjafnt hvort fólk heldur upp á jólin í Frakklandi á aðfangadagskvöld eða í hádeginu á jóladag. Hjá minni fjölskyldu var jólaveislan sjálf á aðfangadag. Margir réttir voru borðaðir og var nýtt vín borið fram með nánast öllum réttunum. Veislan var í gangi langt fram á nótt og eftir matinn voru gjafirnar opnaðar. Í hádeginu á jóladag var haldið grillpartí og pylsur grillaðar þannig að það var svolítið öðruvísi en ég hef vanist hér heima," segir Guðlaug og brosir.Tvöfaldur gjafaskammtur Hún fékk sendar gjafir frá Íslandi og fékk líka gjafir frá frönsku fjölskyldunni, þannig að hún fékk tvöfaldan skammt. „Það var alls ekki leiðinlegt," segir hún og hlær. „Ég fékk senda bók frá mömmu og pabba og var mjög ánægð með það, þar sem greinilegt var að það er ekki mikil hefð fyrir því að gefa bækur í Frakklandi. Enginn annar í fjölskyldunni úti fékk bók." Guðlaug er mikið jólabarn og fyrir jólin úti var hún hrædd um að þau yrðu erfið, hún fengi heimþrá og saknaði hefðbundinna íslenskra jóla. „Það gerðist aldrei. Þetta var ekkert mál og það var bara gaman að upplifa eitthvað nýtt og öðruvísi. Ég saknaði aðallega aðventustemningarinnar sem ríkir hérna heima. Úti var enginn aðventukrans og jólalögin voru bara spiluð rétt fyrir jólin. Ég hlakka því til að eiga hefðbundna aðventu í ár."Framlenging á jólunum Í Frakklandi kynntist hún hefð sem hana langar að taka upp hér heima. „Í janúar var haldið jólaboð þar sem var boðið upp á svokallaða vitringaköku. Þá hittist fjölskyldan og borðaði saman köku sem var búið að fela styttu inn í. Sá sem fann styttuna var kóngur boðsins og fékk kórónu á höfuðið sem hann var með allt boðið. Þetta var skemmtilegt og jólastemningin hélst lengur vegna þessa boðs. Hér heima er allt búið strax eftir áramót, þess vegna langar mig að gera þetta, til að hafa jólin enn lengri." - lbh
Jólafréttir Mest lesið Sálmur 565 - Kom, blíða tíð Jól Jólalag dagsins: Hafdís Huld flytur lagið Jólahjól Jól Liggur í teiknimyndasögum Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Sálmur 80 - Bjart er yfir Betlehem Jól Gott er að gefa Jólin Páll Óskar - Þorláksmessukvöld Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Jólasveinar einn og átta Jól Magga litla og jólin hennar Jól