Jólatré sótt út í skóg 4. desember 2012 12:00 Þorvaldur sagar stafafuru í Heiðmörk ásamt tveimur barnabörnum. mynd/úr einkasafni MYND/ÚR EINKASAFNI Fjölskyldur skemmta sér saman við velja og höggva jólatréð víða um land fyrir jólin. Tuttugu ár eru síðan fólk hóf að höggva jólatré með skipulögðum hætti hérlendis. Ekki eru mörg ár síðan Íslendingar hófu að sækja jólatré sjálfir út í skóg með skipulögðum hætti. Í ár eru tuttugu ár síðan P. Samúelsson, umboðsaðili Toyota á Íslandi, bauð starfsmönnum sínum að höggva tré í Brynjudal í Hvalfirði. Verkefnið var unnið í samvinnu við Skógræktarfélag Íslands og var Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt einn þeirra sem komu að skipulagi viðburðarins. „Þetta var í fyrsta skiptið sem jólatré voru höggvin niður af almenningi hérlendis með skipulögðum hætti. Síðan vatt þetta upp á sig og ári síðar lék Eimskip sama leikinn. Brynjudalur er óskaplega fallegur dalur með skínandi fallegan skóg. Hann er innst í Hvalfirðinum og nokkuð falinn milli hárra fjalla. Þar er mikið skjól og fallegur skógur sem byggir á trjám sem Skógræktarfélag Reykjavíkur og Landgræðslan hafa plantað gegnum árin." Á næstu árum hófu fleiri og fleiri Íslendingar að sækja eigið jólatré út í skóg. Um aldamótin hófu skógræktarfélög víða um landið að bjóða almenningi að sækja sér tré og árið 2004 skipuleggur Skógræktarfélag Reykjavíkur slíkt í Heiðmörk. „Ég held að ástæðan fyrir því að þetta hafi ekki verið gert fyrr sé einfaldlega sú að menn hafi ekki áttað sig á því að þetta væri hægt. Þó var nóg til af trjám á þessum tíma."Hröð þróun síðustu ár Fyrsta árið mættu um 350 manns í Heiðmörk og felldu sextíu tré. Á síðasta ári komu hins vegar um 6.000 manns í Heiðmörk sem felldu á annað þúsund tré. „Þannig að þróunin hefur verið mjög hröð enda er nóg framboð af trjám. Fyrir hvert fellt tré eru gróðursett fimmtíu ný tré og því voru gróðursett 50.000 tré í sumar fyrir þau þúsund tré sem voru felld síðustu jól. Í þessu tíðarfari sem verið hefur undanfarin ár tekur það tré um áratug að ná heppilegri stærð. Það verður stutt í að við getum alfarið séð um jólatrén okkar sjálf ef við göngum bara ákveðið í málið." Jólin sem eru fram undan eru því tuttugustu jólin sem hann og fjölskyldan sækja sér jólatré út í skóg. Fyrsta árið í Brynjudal var eitt barnabarna hans með í för. Eftir því sem árin hafa liðið hefur hópurinn stækkað og barnabörnum fjölgað. „Síðustu árin höfum við farið í Heiðmörk og þá koma börn og barnabörn með. Hópurinn stækkar jafnt og þétt og í dag eru þetta um fimmtán manns." Venjulega hittist hópurinn í Heiðmörk á laugardegi og um hádegið hefst leitin. Þorvaldur segir marga fjölskyldumeðlimi fara í heilmikla ratleiki til að finna rétta tréð. „Sumir eyða meiri tíma en aðrir í leit að draumatrénu lengst inn í skógi á meðan aðrir eyða minni tíma í trjáleitina. Svo er boðið upp á kakó og smákökur og undanfarin ár hefur verið kveiktur varðeldur í Heiðmörk og jólasveinarnir kíkja í heimsókn. Úr þessu verður því heilmikil fjölskylduskemmtun." Skógræktarfélögin sjá um að útvega góðar sagir þannig að allir ættu að geta sótt eigið tré. „Síðan er gengið frá trénu í netapoka svo það komist í bílinn."Stafafura vinsæl Að sögn Þorvalds er stafafura vinsælasta tréð sem fellt er hérlendis til notkunar yfir jólin. „Það sem fólk hefur keypt hérlendis undanfarin ár eru norskur hlynur og rauðgreni en það hefur breyst. Fururnar eru virkilega falleg tré og margir höggva 1,5-2 metra há tré. Fururnar eru töluvert loðnari en gamla grenið og hafa langar nálar. Þetta eru afskaplega falleg tré." Sjálfur velur Þorvaldur hóflega stærð á sitt tré. „Ég tek tré sem er í kringum mína eigin hæð, eða um 1,7 metra hátt tré. Unga fólkið heggur gjarnan hærri tré og jafnvel allt upp í 2,5 metra hátt tré enda hátt til lofts í mörgum íbúðum. Stærðin skiptir þó ekki máli þegar kemur að verði trésins en rukkað er sama gjald fyrir allar stærðir." - sfj Jólafréttir Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Þessi kemur þér í jólagírinn Jólin Nýtir allan fuglinn Jólin Besta jólamyndin fer á forsíðu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 7. desember Jól Pósturinn til Lapplands Jól Tæplega þrjár bækur á mann Jólin Gekk ég yfir sjó og land Jól Á um fimm hundruð þúsund frímerki Jól Strangar reglur um flugelda Jólin
Fjölskyldur skemmta sér saman við velja og höggva jólatréð víða um land fyrir jólin. Tuttugu ár eru síðan fólk hóf að höggva jólatré með skipulögðum hætti hérlendis. Ekki eru mörg ár síðan Íslendingar hófu að sækja jólatré sjálfir út í skóg með skipulögðum hætti. Í ár eru tuttugu ár síðan P. Samúelsson, umboðsaðili Toyota á Íslandi, bauð starfsmönnum sínum að höggva tré í Brynjudal í Hvalfirði. Verkefnið var unnið í samvinnu við Skógræktarfélag Íslands og var Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt einn þeirra sem komu að skipulagi viðburðarins. „Þetta var í fyrsta skiptið sem jólatré voru höggvin niður af almenningi hérlendis með skipulögðum hætti. Síðan vatt þetta upp á sig og ári síðar lék Eimskip sama leikinn. Brynjudalur er óskaplega fallegur dalur með skínandi fallegan skóg. Hann er innst í Hvalfirðinum og nokkuð falinn milli hárra fjalla. Þar er mikið skjól og fallegur skógur sem byggir á trjám sem Skógræktarfélag Reykjavíkur og Landgræðslan hafa plantað gegnum árin." Á næstu árum hófu fleiri og fleiri Íslendingar að sækja eigið jólatré út í skóg. Um aldamótin hófu skógræktarfélög víða um landið að bjóða almenningi að sækja sér tré og árið 2004 skipuleggur Skógræktarfélag Reykjavíkur slíkt í Heiðmörk. „Ég held að ástæðan fyrir því að þetta hafi ekki verið gert fyrr sé einfaldlega sú að menn hafi ekki áttað sig á því að þetta væri hægt. Þó var nóg til af trjám á þessum tíma."Hröð þróun síðustu ár Fyrsta árið mættu um 350 manns í Heiðmörk og felldu sextíu tré. Á síðasta ári komu hins vegar um 6.000 manns í Heiðmörk sem felldu á annað þúsund tré. „Þannig að þróunin hefur verið mjög hröð enda er nóg framboð af trjám. Fyrir hvert fellt tré eru gróðursett fimmtíu ný tré og því voru gróðursett 50.000 tré í sumar fyrir þau þúsund tré sem voru felld síðustu jól. Í þessu tíðarfari sem verið hefur undanfarin ár tekur það tré um áratug að ná heppilegri stærð. Það verður stutt í að við getum alfarið séð um jólatrén okkar sjálf ef við göngum bara ákveðið í málið." Jólin sem eru fram undan eru því tuttugustu jólin sem hann og fjölskyldan sækja sér jólatré út í skóg. Fyrsta árið í Brynjudal var eitt barnabarna hans með í för. Eftir því sem árin hafa liðið hefur hópurinn stækkað og barnabörnum fjölgað. „Síðustu árin höfum við farið í Heiðmörk og þá koma börn og barnabörn með. Hópurinn stækkar jafnt og þétt og í dag eru þetta um fimmtán manns." Venjulega hittist hópurinn í Heiðmörk á laugardegi og um hádegið hefst leitin. Þorvaldur segir marga fjölskyldumeðlimi fara í heilmikla ratleiki til að finna rétta tréð. „Sumir eyða meiri tíma en aðrir í leit að draumatrénu lengst inn í skógi á meðan aðrir eyða minni tíma í trjáleitina. Svo er boðið upp á kakó og smákökur og undanfarin ár hefur verið kveiktur varðeldur í Heiðmörk og jólasveinarnir kíkja í heimsókn. Úr þessu verður því heilmikil fjölskylduskemmtun." Skógræktarfélögin sjá um að útvega góðar sagir þannig að allir ættu að geta sótt eigið tré. „Síðan er gengið frá trénu í netapoka svo það komist í bílinn."Stafafura vinsæl Að sögn Þorvalds er stafafura vinsælasta tréð sem fellt er hérlendis til notkunar yfir jólin. „Það sem fólk hefur keypt hérlendis undanfarin ár eru norskur hlynur og rauðgreni en það hefur breyst. Fururnar eru virkilega falleg tré og margir höggva 1,5-2 metra há tré. Fururnar eru töluvert loðnari en gamla grenið og hafa langar nálar. Þetta eru afskaplega falleg tré." Sjálfur velur Þorvaldur hóflega stærð á sitt tré. „Ég tek tré sem er í kringum mína eigin hæð, eða um 1,7 metra hátt tré. Unga fólkið heggur gjarnan hærri tré og jafnvel allt upp í 2,5 metra hátt tré enda hátt til lofts í mörgum íbúðum. Stærðin skiptir þó ekki máli þegar kemur að verði trésins en rukkað er sama gjald fyrir allar stærðir." - sfj
Jólafréttir Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Þessi kemur þér í jólagírinn Jólin Nýtir allan fuglinn Jólin Besta jólamyndin fer á forsíðu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 7. desember Jól Pósturinn til Lapplands Jól Tæplega þrjár bækur á mann Jólin Gekk ég yfir sjó og land Jól Á um fimm hundruð þúsund frímerki Jól Strangar reglur um flugelda Jólin