Íslenskt grænmeti fyrir litla kroppa 15. nóvember 2012 00:01 Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir eingöngu besta hráefni notað í framleiðslu Kátra kroppa. MYND/GVA Við erum afar stolt af þessari vöru en í Kátum kroppum er eingöngu hreint íslenskt grænmeti og engin aukaefni," segir Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, en félagið hefur hafið framleiðslu á barnamat. Hún segir neytendur lengi hafa beðið eftir barnamat unnum úr íslensku grænmeti enda um hágæða hráefni að ræða. "Fólk veit hvaðan íslenskt grænmeti kemur. Íslenskir garðyrkjubændur nota engin eiturefni við sína ræktun, því geta neytendur ávallt treyst. Íslenskt grænmeti vex hægar sökum lægra hitastigs hér á landi sem leiðir til þess að grænmetið tekur meira bragð til sín og næringu. Það er einn af kostunum við grænmetisræktun á Íslandi," segir Kristín. "Þórdís Jóhannsdóttir verkfræðingur og Guðrún Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur þróuðu hugmyndina og uppskriftina að Kátum kroppum í samvinnu við Matís. Sölufélagið hafði lengi haft áhuga á að mæta óskum neytenda og þegar þær leituðu til okkar um framleiðslu á barnamatnum tókum við því fagnandi. Við þróuðum vöruna áfram fyrir stórframleiðslu og hönnuðum nýjar umbúðir. Í dag er framleiðslan alfarið í höndum dótturfélags Sölufélags garðyrkjumanna, Í einum grænum. Í einum grænum sérhæfir sig í ýmiss konar framleiðslu á íslensku grænmeti og hefur gert það síðan 2005. Þar er mikil þekking og sérhæfing innanhúss," segir Kristín.Kátir kroppar fást í fjórum bragðtegundum fyrir börn sex mánaða og eldri. mynd/sölufélag garðyrkjumannaMYND/SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNAFrosinn barnamatur nýjung Í barnamatinn fer eingöngu besta hráefnið sem í boði er hverju sinni þegar uppskeran er í hámarki. Grænmetið er tekið beint af akrinum, snöggfryst og svo unnið jafnóðum inn á markaðinn. Barnamaturinn er frosinn, sem er nýjung á Íslandi. "Við viljum meina að maturinn sé fersk vara þó hann sé frosinn og mælingar hjá Matís sýndu merkjanlegan mun á næringargildi þessa barnamatar og niðursoðins. Frosni maturinn er ekki eins mikið unninn. Hann er hvorki soðinn við jafn hátt hitastig né jafn lengi og niðursoðinn barnamatur og þess vegna tapast síður næringargildin. Frosinn barnamatur hefur verið að ryðja sér til rúms bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum undanfarið, einmitt vegna þessa."Grænmetið er tekið beint af akrinum, snöggfryst og svo unnið jafnóðum inn á markaðinn. mynd/sölufélag garðyrkjumannaMYND/SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNAEkki bara fyrir smábörn Fjórar bragðtegundir eru fáanlegar í dag, gulrætur, gulrófur, gulrætur og steinselja saman og spergilkál og blómkál saman. Maturinn er fulleldaður. Best er að láta maukið þiðna í umbúðunum í ísskáp fyrir notkun eða í volgu vatni. Barnamaturinn geymist tvo daga þiðnaður í ísskáp. Einnig má setja maukið frosið í pott og hita upp. "Dósin þolir líka örbylgjuofn en við mælum ekki með því að hita barnamat í örbylgjuofni," segir Kristín. "Svo er mjög sniðugt að blanda Kátum kroppum við annan mat, til dæmis handa eldri krökkum til að fá þau til að borða grænmeti. Auðvitað kaupir fólk líka grænmeti, sýður og maukar sjálft sem er frábært, en það er gott að eiga kost á hollri tilbúinni vöru til að grípa til þegar fyrirvarinn er lítill." Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Við erum afar stolt af þessari vöru en í Kátum kroppum er eingöngu hreint íslenskt grænmeti og engin aukaefni," segir Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, en félagið hefur hafið framleiðslu á barnamat. Hún segir neytendur lengi hafa beðið eftir barnamat unnum úr íslensku grænmeti enda um hágæða hráefni að ræða. "Fólk veit hvaðan íslenskt grænmeti kemur. Íslenskir garðyrkjubændur nota engin eiturefni við sína ræktun, því geta neytendur ávallt treyst. Íslenskt grænmeti vex hægar sökum lægra hitastigs hér á landi sem leiðir til þess að grænmetið tekur meira bragð til sín og næringu. Það er einn af kostunum við grænmetisræktun á Íslandi," segir Kristín. "Þórdís Jóhannsdóttir verkfræðingur og Guðrún Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur þróuðu hugmyndina og uppskriftina að Kátum kroppum í samvinnu við Matís. Sölufélagið hafði lengi haft áhuga á að mæta óskum neytenda og þegar þær leituðu til okkar um framleiðslu á barnamatnum tókum við því fagnandi. Við þróuðum vöruna áfram fyrir stórframleiðslu og hönnuðum nýjar umbúðir. Í dag er framleiðslan alfarið í höndum dótturfélags Sölufélags garðyrkjumanna, Í einum grænum. Í einum grænum sérhæfir sig í ýmiss konar framleiðslu á íslensku grænmeti og hefur gert það síðan 2005. Þar er mikil þekking og sérhæfing innanhúss," segir Kristín.Kátir kroppar fást í fjórum bragðtegundum fyrir börn sex mánaða og eldri. mynd/sölufélag garðyrkjumannaMYND/SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNAFrosinn barnamatur nýjung Í barnamatinn fer eingöngu besta hráefnið sem í boði er hverju sinni þegar uppskeran er í hámarki. Grænmetið er tekið beint af akrinum, snöggfryst og svo unnið jafnóðum inn á markaðinn. Barnamaturinn er frosinn, sem er nýjung á Íslandi. "Við viljum meina að maturinn sé fersk vara þó hann sé frosinn og mælingar hjá Matís sýndu merkjanlegan mun á næringargildi þessa barnamatar og niðursoðins. Frosni maturinn er ekki eins mikið unninn. Hann er hvorki soðinn við jafn hátt hitastig né jafn lengi og niðursoðinn barnamatur og þess vegna tapast síður næringargildin. Frosinn barnamatur hefur verið að ryðja sér til rúms bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum undanfarið, einmitt vegna þessa."Grænmetið er tekið beint af akrinum, snöggfryst og svo unnið jafnóðum inn á markaðinn. mynd/sölufélag garðyrkjumannaMYND/SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNAEkki bara fyrir smábörn Fjórar bragðtegundir eru fáanlegar í dag, gulrætur, gulrófur, gulrætur og steinselja saman og spergilkál og blómkál saman. Maturinn er fulleldaður. Best er að láta maukið þiðna í umbúðunum í ísskáp fyrir notkun eða í volgu vatni. Barnamaturinn geymist tvo daga þiðnaður í ísskáp. Einnig má setja maukið frosið í pott og hita upp. "Dósin þolir líka örbylgjuofn en við mælum ekki með því að hita barnamat í örbylgjuofni," segir Kristín. "Svo er mjög sniðugt að blanda Kátum kroppum við annan mat, til dæmis handa eldri krökkum til að fá þau til að borða grænmeti. Auðvitað kaupir fólk líka grænmeti, sýður og maukar sjálft sem er frábært, en það er gott að eiga kost á hollri tilbúinni vöru til að grípa til þegar fyrirvarinn er lítill."
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira