Stuðningsgrein: Af hverju Árna Pál? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 5. nóvember 2012 06:00 Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur á Íslandi. Hún hefur verið í ríkisstjórn í á hálft sjötta ár. Á þeim tíma hefur allt gerst. Allt sem var óhugsandi – og á ég þar bæði við hrunið og uppbygginguna í kjölfar þess. Þessi tími hefur reynt mjög á og það standa opin sár í hreyfingu jafnaðarmanna. En þessi tími hefur líka kennt okkur að jafnaðarstefnan er eina færa leiðin út úr ógöngum og til framtíðar í þessu landi, þar sem virðing fyrir fólki og náttúrunni, sem við byggjum líf okkar á, er sett í öndvegi stjórnmálanna. Árni Páll Árnason var kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi 2009, vann því næst sæti fyrsta þingmanns kjördæmisins af Sjálfstæðisflokknum í fyrsta sinn í sögunni og hefur í brátt 4 ár gegnt hlutverki leiðtoga okkar í kjördæminu með sóma. Næsta laugardag, þann 10. nóvember, veljum við aftur forystusveit og þá mun ég styðja Árna Pál til áframhaldandi forystu og setja hann í fyrsta sæti. Samstarfið við hann á erfiðustu pólitísku árum okkar allra er ástæða þess að ég kýs að stíga fram honum til stuðnings. Íslensk stjórnmál þurfa manneskju með hans eiginleika núna – hugrekki, yfirsýn og hæfni til að fá hluti til að gerast í heiðarlegri samvinnu við fólk óháð flokki og stöðu. Árni Páll er óhræddur við að nálgast erfiðustu spurningar samtímans frá nýjum sjónarhornum. Allir hafa tekið eftir því í greinaskrifum hans og á fundum með flokksfólki. Hann er tilbúinn að skoða alla hluti upp á nýtt ef aðstæður krefjast þess þó það knýi á að skipta um skoðun. Alltof margir stjórnmálamenn sitja alltaf fastir þar sem þeir komust kringum tvítugt og verða með aldrinum kreddufullir einsýnismenn. Það verður aldrei sagt um Árna Pál. Upprunninn úr Alþýðubandalaginu hefur hann smám saman færst til frjálslyndis og femínisma sem í mínum huga eru aðal Samfylkingarinnar. Sem félagsmálaráðherra var Árna Páli falið að draga vagninn í erfiðustu verkefnum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Og árangurinn talar sínu máli: greiðsluaðlögun, umboðsmaður skuldara og beina brautin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki litu dagsins ljós. Eða eru allir búnir að gleyma hinni mannfjandsamlegu gjaldþrotalöggjöf sem Íslendingar bjuggu við fyrir hrun? Hér verða ekki rifjaðar upp vendingarnar á stjórnarheimilinu í kjölfar fyrsta gengislánadómsins í ársbyrjun 2010 en minnt á að í kjölfar annars dómsins og lagasetningar í lok sama árs lækkuðu gengistryggðar skuldir almennings um 150 milljarða króna á 90 dögum. Lögin flýttu uppgjörum lána, gáfu mörgum rétt sem ekki hafði verið tryggður og tók ekki rétt af neinum manni. Þetta vill gleymast í umræðunni um gengistryggð húsnæðis- og bílalán landsmanna. Undir forystu Samfylkingar og Árna Páls í félagsmálaráðuneytinu var velferðarsamfélagið varið í dýpstu kreppu sögunnar, staðið fyrir mikilvægu átaki, „Ungt fólk til athafna“, til að forða ungmennum frá böli atvinnuleysis og fundin leið til þess að fjármagna byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Sem efnahags- og viðskiptaráðherra bar Árni Páll ábyrgð á samskiptum ríkisstjórnarinnar við AGS sem lauk með farsælli útskrift á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu þar sem íslenska leiðin var gerð upp svo eftir hefur verið tekið í alþjóðlegum fjölmiðlum til þessa dags. Allir stjórnmálamenn, ekki síst ef þeir sitja á ráðherrastóli, þurfa að taka erfiðar og umdeildar ákvarðanir með almannahagsmuni í fyrirrúmi en ekki sérsniðnar að einstökum þrýstihópum. En þær þarf að taka og svo þarf fólk að þola mótlætið sem því fylgir því að taka þær. Árni Páll hefur fengið sinn skammt af andstreymi á yfirstandandi kjörtímabili, innan og utan ríkisstjórnar. En hann hefur staðið með jafnaðarstefnunni og almannahagsmunum og fyrir það nýtur hann virðingar þvert á flokksraðir og vítt og breitt í atvinnulífi og verkalýðshreyfingu. Að öðrum ólöstuðum treysti ég Árna Páli best til þess að leiða öfluga Samfylkingu í Suðvesturkjördæmi áfram og til sigurs í alþingiskosningunum í vor. Höfundur var þingkona Samfylkingarinnar 1999-2011. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur á Íslandi. Hún hefur verið í ríkisstjórn í á hálft sjötta ár. Á þeim tíma hefur allt gerst. Allt sem var óhugsandi – og á ég þar bæði við hrunið og uppbygginguna í kjölfar þess. Þessi tími hefur reynt mjög á og það standa opin sár í hreyfingu jafnaðarmanna. En þessi tími hefur líka kennt okkur að jafnaðarstefnan er eina færa leiðin út úr ógöngum og til framtíðar í þessu landi, þar sem virðing fyrir fólki og náttúrunni, sem við byggjum líf okkar á, er sett í öndvegi stjórnmálanna. Árni Páll Árnason var kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi 2009, vann því næst sæti fyrsta þingmanns kjördæmisins af Sjálfstæðisflokknum í fyrsta sinn í sögunni og hefur í brátt 4 ár gegnt hlutverki leiðtoga okkar í kjördæminu með sóma. Næsta laugardag, þann 10. nóvember, veljum við aftur forystusveit og þá mun ég styðja Árna Pál til áframhaldandi forystu og setja hann í fyrsta sæti. Samstarfið við hann á erfiðustu pólitísku árum okkar allra er ástæða þess að ég kýs að stíga fram honum til stuðnings. Íslensk stjórnmál þurfa manneskju með hans eiginleika núna – hugrekki, yfirsýn og hæfni til að fá hluti til að gerast í heiðarlegri samvinnu við fólk óháð flokki og stöðu. Árni Páll er óhræddur við að nálgast erfiðustu spurningar samtímans frá nýjum sjónarhornum. Allir hafa tekið eftir því í greinaskrifum hans og á fundum með flokksfólki. Hann er tilbúinn að skoða alla hluti upp á nýtt ef aðstæður krefjast þess þó það knýi á að skipta um skoðun. Alltof margir stjórnmálamenn sitja alltaf fastir þar sem þeir komust kringum tvítugt og verða með aldrinum kreddufullir einsýnismenn. Það verður aldrei sagt um Árna Pál. Upprunninn úr Alþýðubandalaginu hefur hann smám saman færst til frjálslyndis og femínisma sem í mínum huga eru aðal Samfylkingarinnar. Sem félagsmálaráðherra var Árna Páli falið að draga vagninn í erfiðustu verkefnum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Og árangurinn talar sínu máli: greiðsluaðlögun, umboðsmaður skuldara og beina brautin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki litu dagsins ljós. Eða eru allir búnir að gleyma hinni mannfjandsamlegu gjaldþrotalöggjöf sem Íslendingar bjuggu við fyrir hrun? Hér verða ekki rifjaðar upp vendingarnar á stjórnarheimilinu í kjölfar fyrsta gengislánadómsins í ársbyrjun 2010 en minnt á að í kjölfar annars dómsins og lagasetningar í lok sama árs lækkuðu gengistryggðar skuldir almennings um 150 milljarða króna á 90 dögum. Lögin flýttu uppgjörum lána, gáfu mörgum rétt sem ekki hafði verið tryggður og tók ekki rétt af neinum manni. Þetta vill gleymast í umræðunni um gengistryggð húsnæðis- og bílalán landsmanna. Undir forystu Samfylkingar og Árna Páls í félagsmálaráðuneytinu var velferðarsamfélagið varið í dýpstu kreppu sögunnar, staðið fyrir mikilvægu átaki, „Ungt fólk til athafna“, til að forða ungmennum frá böli atvinnuleysis og fundin leið til þess að fjármagna byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Sem efnahags- og viðskiptaráðherra bar Árni Páll ábyrgð á samskiptum ríkisstjórnarinnar við AGS sem lauk með farsælli útskrift á alþjóðlegri ráðstefnu í Hörpu þar sem íslenska leiðin var gerð upp svo eftir hefur verið tekið í alþjóðlegum fjölmiðlum til þessa dags. Allir stjórnmálamenn, ekki síst ef þeir sitja á ráðherrastóli, þurfa að taka erfiðar og umdeildar ákvarðanir með almannahagsmuni í fyrirrúmi en ekki sérsniðnar að einstökum þrýstihópum. En þær þarf að taka og svo þarf fólk að þola mótlætið sem því fylgir því að taka þær. Árni Páll hefur fengið sinn skammt af andstreymi á yfirstandandi kjörtímabili, innan og utan ríkisstjórnar. En hann hefur staðið með jafnaðarstefnunni og almannahagsmunum og fyrir það nýtur hann virðingar þvert á flokksraðir og vítt og breitt í atvinnulífi og verkalýðshreyfingu. Að öðrum ólöstuðum treysti ég Árna Páli best til þess að leiða öfluga Samfylkingu í Suðvesturkjördæmi áfram og til sigurs í alþingiskosningunum í vor. Höfundur var þingkona Samfylkingarinnar 1999-2011.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun