Frumsýnd eftir áramót í Bandaríkjunum 1. nóvember 2012 00:01 Bandaríska endurgerðin á íslensku kvikmyndinni "Á annan veg" verður frumsýnd vestanhafs eftir áramót. Endurgerðin ber titilinn "Prince Avalanche" og var tekin upp í Austin í Texasfylki í sumar. Myndin er nú á lokastigi eftirvinnslunnar. Í aðalhlutverkunum tveimur eru Hollywood-leikararnir Paul Rudd og Emile Hirsch. Rudd er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Friends og kvikmyndum á borð við Anchorman og Knocked Up. Hirsch hefur meðal annars leikið í myndunum Milk og Into the Wild. Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu Mystery segir endurgerðina vera trúa upprunalega handritinu, en auðvitað sé því breytt örlítið og sniðin til fyrir bandarískan markað. Þetta er samt enn þá saga um tvo einstaklinga í skrýtnum aðstæðum, sem gerist á níunda áratuginum. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrði Á annan veg og fékk góða dóma hérlendis. Í leikstjórastólnum að þessu sinni er David Gordon Green, en hann á að baki myndir á borð við Pineapple Express, Your Highness og The Sitter. Stefnt er á að sýna Prince Avalanche hér á landi stuttu eftir frumsýninguna í Bandaríkjunum. Davíð Óskar segir aðstandendur Á annan veg stefna út á frumsýninguna. "Við höfum ekkert séð enn þá og viljum helst ekki sjá neitt. Við bara bíðum spenntir að sjá myndina í salnum og láta hana koma okkur á óvart." Hér fyrir ofan má sjá sýnishornið úr Á annan veg sem var frumsýnt hér á Vísi í ágúst. Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bandaríska endurgerðin á íslensku kvikmyndinni "Á annan veg" verður frumsýnd vestanhafs eftir áramót. Endurgerðin ber titilinn "Prince Avalanche" og var tekin upp í Austin í Texasfylki í sumar. Myndin er nú á lokastigi eftirvinnslunnar. Í aðalhlutverkunum tveimur eru Hollywood-leikararnir Paul Rudd og Emile Hirsch. Rudd er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Friends og kvikmyndum á borð við Anchorman og Knocked Up. Hirsch hefur meðal annars leikið í myndunum Milk og Into the Wild. Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu Mystery segir endurgerðina vera trúa upprunalega handritinu, en auðvitað sé því breytt örlítið og sniðin til fyrir bandarískan markað. Þetta er samt enn þá saga um tvo einstaklinga í skrýtnum aðstæðum, sem gerist á níunda áratuginum. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrði Á annan veg og fékk góða dóma hérlendis. Í leikstjórastólnum að þessu sinni er David Gordon Green, en hann á að baki myndir á borð við Pineapple Express, Your Highness og The Sitter. Stefnt er á að sýna Prince Avalanche hér á landi stuttu eftir frumsýninguna í Bandaríkjunum. Davíð Óskar segir aðstandendur Á annan veg stefna út á frumsýninguna. "Við höfum ekkert séð enn þá og viljum helst ekki sjá neitt. Við bara bíðum spenntir að sjá myndina í salnum og láta hana koma okkur á óvart." Hér fyrir ofan má sjá sýnishornið úr Á annan veg sem var frumsýnt hér á Vísi í ágúst.
Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira