Frumsýnd eftir áramót í Bandaríkjunum 1. nóvember 2012 00:01 Bandaríska endurgerðin á íslensku kvikmyndinni "Á annan veg" verður frumsýnd vestanhafs eftir áramót. Endurgerðin ber titilinn "Prince Avalanche" og var tekin upp í Austin í Texasfylki í sumar. Myndin er nú á lokastigi eftirvinnslunnar. Í aðalhlutverkunum tveimur eru Hollywood-leikararnir Paul Rudd og Emile Hirsch. Rudd er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Friends og kvikmyndum á borð við Anchorman og Knocked Up. Hirsch hefur meðal annars leikið í myndunum Milk og Into the Wild. Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu Mystery segir endurgerðina vera trúa upprunalega handritinu, en auðvitað sé því breytt örlítið og sniðin til fyrir bandarískan markað. Þetta er samt enn þá saga um tvo einstaklinga í skrýtnum aðstæðum, sem gerist á níunda áratuginum. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrði Á annan veg og fékk góða dóma hérlendis. Í leikstjórastólnum að þessu sinni er David Gordon Green, en hann á að baki myndir á borð við Pineapple Express, Your Highness og The Sitter. Stefnt er á að sýna Prince Avalanche hér á landi stuttu eftir frumsýninguna í Bandaríkjunum. Davíð Óskar segir aðstandendur Á annan veg stefna út á frumsýninguna. "Við höfum ekkert séð enn þá og viljum helst ekki sjá neitt. Við bara bíðum spenntir að sjá myndina í salnum og láta hana koma okkur á óvart." Hér fyrir ofan má sjá sýnishornið úr Á annan veg sem var frumsýnt hér á Vísi í ágúst. Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Bandaríska endurgerðin á íslensku kvikmyndinni "Á annan veg" verður frumsýnd vestanhafs eftir áramót. Endurgerðin ber titilinn "Prince Avalanche" og var tekin upp í Austin í Texasfylki í sumar. Myndin er nú á lokastigi eftirvinnslunnar. Í aðalhlutverkunum tveimur eru Hollywood-leikararnir Paul Rudd og Emile Hirsch. Rudd er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Friends og kvikmyndum á borð við Anchorman og Knocked Up. Hirsch hefur meðal annars leikið í myndunum Milk og Into the Wild. Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu Mystery segir endurgerðina vera trúa upprunalega handritinu, en auðvitað sé því breytt örlítið og sniðin til fyrir bandarískan markað. Þetta er samt enn þá saga um tvo einstaklinga í skrýtnum aðstæðum, sem gerist á níunda áratuginum. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrði Á annan veg og fékk góða dóma hérlendis. Í leikstjórastólnum að þessu sinni er David Gordon Green, en hann á að baki myndir á borð við Pineapple Express, Your Highness og The Sitter. Stefnt er á að sýna Prince Avalanche hér á landi stuttu eftir frumsýninguna í Bandaríkjunum. Davíð Óskar segir aðstandendur Á annan veg stefna út á frumsýninguna. "Við höfum ekkert séð enn þá og viljum helst ekki sjá neitt. Við bara bíðum spenntir að sjá myndina í salnum og láta hana koma okkur á óvart." Hér fyrir ofan má sjá sýnishornið úr Á annan veg sem var frumsýnt hér á Vísi í ágúst.
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira