Bókadómur: Kortið og landið 1. nóvember 2012 12:00 Kortið og landið Bækur HHHHH Kortið og landið Michel Houellebecq. Friðrik Rafnsson þýddi. Mál og menning Kortið og landið er þriðja skáldsaga Michel Houellebecq sem kemur út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Tvær hinnar fyrri, Öreindirnar og Áform, vöktu heilmikla athygli, enda voru þær sláandi róttækar, bæði í greiningu sinni á samtímanum og í lýsingum á ofbeldi og kynlífi sem mörgum þóttu klámfengnar. Kortið og landið er af nokkuð öðru tagi, ekki eins ágeng og grimm og fyrri sögur Houellebecq. Bókin skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta kynnumst við listamanninum Jed Martin sem er heimsfrægur málari, ferli hans og uppvexti. Í öðrum hluta verður nokkur breyting á. Jed er fremur vinafár og einrænn, en við undirbúning stærstu sýningar sinnar kynnist hann rithöfundinum Michel Houellebeqc, ?höfundi Öreindanna?, eins og hann er kynntur í sögunni. Sú mynd sem dregin er upp af Houellebecq er fremur nöturleg. Hann er einmana maður, rétt eins og Jed, og þeir tengjast á einhvern undarlegan hátt, eitthvað við Houellebecq heillar Jed svo að hann afræður að mála af honum mynd, mynd sem verður meistaraverk hans. Í þriðja hluta sögunnar skiptir hún algerlega um gír. Sá hluti er sundurlausastur. Í upphafi hans er eins og sagan sé að snúast upp í hreinræktaða glæpasögu, sögumaður sem í fyrstu tveimur hlutunum hefur fylgt Jed eftir, fer allt í einu að sjá heiminn með augum lögregluforingja sem rannsakar hrottalegt morð þar sem Houellebecq sjálfur er myrtur. Hér grípur Houllebecq til ýmissa bragða sem við þekkjum, annars vegar úr vopnabúri hins sjálfsmeðvitaða póstmódernisma, hins vegar úr glæpasögum. Það á ekki bara við um glæparannsóknina, ýmislegt í frásagnaraðferðinni minnir á aðferðir sem glæpasagnahöfundar nota til að fylla upp í frásögn og umhverfi sagna sinna. Sem fyrr er í sögu Houellebecq undirliggjandi greining á samtímanum. Í síðasta hlutanum snýst þessi greining svo upp í spásögn um framtíðina sem er jafn trúverðug og hún er fyrirsjáanleg. Þessi hluti bókarinnar er áberandi veikastur, ekki síst ef hann er borinn saman við fyrri sögur höfundarins. Stíll sögunnar er á köflum framandlegur, uppfullur af upplýsingum, tækniatriðum sem snerta ljósmyndun, listfræði og listasögu. Þá bætir ekki úr skák að Houellebecq notar skáletur ótæpilega í bókinni, oft til að draga fram einstök orð eða setningabrot, klisjur og orðaleppa sem læðast inn í hugsanir og orð bæði persóna og sögumanns. Þetta skáletur verður þreytandi til lengdar, því virðist ætlað að skopstæla innantómt gáfumannatal en sú skopstæling skilar litlu. Ég varð nokkrum sinnum hugsi yfir þýðingu Friðriks Rafnssonar, bæði vegna þess að mér fannst ákveðið misræmi í því hvað af vísunum og fræðiorðum var þýtt og hvað ekki (hvers vegna les fólk í íslenskri þýðingu ævintýri Spirou og Fantasio en ekki bara Sval og Val þegar ýmsir aðrir bókatitlar eru þýddir?) og eins vegna þess að á köflum varð textinn formlegri og stirðari en ella.Jón Yngvi Jóhannsson Niðurstaða: Áhugaverð skáldsaga eftir einn þekktasta og umdeildasta höfund samtímans en stenst illa samanburð við fyrri verk hans. Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Bækur HHHHH Kortið og landið Michel Houellebecq. Friðrik Rafnsson þýddi. Mál og menning Kortið og landið er þriðja skáldsaga Michel Houellebecq sem kemur út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Tvær hinnar fyrri, Öreindirnar og Áform, vöktu heilmikla athygli, enda voru þær sláandi róttækar, bæði í greiningu sinni á samtímanum og í lýsingum á ofbeldi og kynlífi sem mörgum þóttu klámfengnar. Kortið og landið er af nokkuð öðru tagi, ekki eins ágeng og grimm og fyrri sögur Houellebecq. Bókin skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta kynnumst við listamanninum Jed Martin sem er heimsfrægur málari, ferli hans og uppvexti. Í öðrum hluta verður nokkur breyting á. Jed er fremur vinafár og einrænn, en við undirbúning stærstu sýningar sinnar kynnist hann rithöfundinum Michel Houellebeqc, ?höfundi Öreindanna?, eins og hann er kynntur í sögunni. Sú mynd sem dregin er upp af Houellebecq er fremur nöturleg. Hann er einmana maður, rétt eins og Jed, og þeir tengjast á einhvern undarlegan hátt, eitthvað við Houellebecq heillar Jed svo að hann afræður að mála af honum mynd, mynd sem verður meistaraverk hans. Í þriðja hluta sögunnar skiptir hún algerlega um gír. Sá hluti er sundurlausastur. Í upphafi hans er eins og sagan sé að snúast upp í hreinræktaða glæpasögu, sögumaður sem í fyrstu tveimur hlutunum hefur fylgt Jed eftir, fer allt í einu að sjá heiminn með augum lögregluforingja sem rannsakar hrottalegt morð þar sem Houellebecq sjálfur er myrtur. Hér grípur Houllebecq til ýmissa bragða sem við þekkjum, annars vegar úr vopnabúri hins sjálfsmeðvitaða póstmódernisma, hins vegar úr glæpasögum. Það á ekki bara við um glæparannsóknina, ýmislegt í frásagnaraðferðinni minnir á aðferðir sem glæpasagnahöfundar nota til að fylla upp í frásögn og umhverfi sagna sinna. Sem fyrr er í sögu Houellebecq undirliggjandi greining á samtímanum. Í síðasta hlutanum snýst þessi greining svo upp í spásögn um framtíðina sem er jafn trúverðug og hún er fyrirsjáanleg. Þessi hluti bókarinnar er áberandi veikastur, ekki síst ef hann er borinn saman við fyrri sögur höfundarins. Stíll sögunnar er á köflum framandlegur, uppfullur af upplýsingum, tækniatriðum sem snerta ljósmyndun, listfræði og listasögu. Þá bætir ekki úr skák að Houellebecq notar skáletur ótæpilega í bókinni, oft til að draga fram einstök orð eða setningabrot, klisjur og orðaleppa sem læðast inn í hugsanir og orð bæði persóna og sögumanns. Þetta skáletur verður þreytandi til lengdar, því virðist ætlað að skopstæla innantómt gáfumannatal en sú skopstæling skilar litlu. Ég varð nokkrum sinnum hugsi yfir þýðingu Friðriks Rafnssonar, bæði vegna þess að mér fannst ákveðið misræmi í því hvað af vísunum og fræðiorðum var þýtt og hvað ekki (hvers vegna les fólk í íslenskri þýðingu ævintýri Spirou og Fantasio en ekki bara Sval og Val þegar ýmsir aðrir bókatitlar eru þýddir?) og eins vegna þess að á köflum varð textinn formlegri og stirðari en ella.Jón Yngvi Jóhannsson Niðurstaða: Áhugaverð skáldsaga eftir einn þekktasta og umdeildasta höfund samtímans en stenst illa samanburð við fyrri verk hans.
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira