Messi brýtur niður markamúra 29. október 2012 08:00 Messi fagnar hér 300. markinu um helgina. Hann lætur sér fátt um finnast og segir að það eina sem skipti máli sé gengi liðsins.nordicphotos/getty Lionel Messi er engum líkur. Hann skoraði tvö mörk gegn Rayo Vallecano um helgina. Það voru mörk númer 300 og 301 hjá þessum ótrúlega leikmanni. Hann er búinn að skora þessi rúmlega 300 mörk í aðeins 419 leikjum. 270 mörk komu í leik með Barcelona og 31 með argentínska landsliðinu. 246 mörk voru skoruð með hinum fræga vinstri fæti hans. 41 mark er skorað með hægri fæti. 12 sinnum skallaði Messi í netið, hann hefur skorað eitt mark með búknum og svo eitt ólöglegt mark með hendinni. Þessi litli snillingur, sem er aðeins 169 sentimetrar á hæð, er nú búinn að skora 73 mörk á þessu ári. Brasilíumaðurinn Pelé skoraði mest 75 mörk á einu ári en það gerði hann árið 1959. Þjóðverjinn Gerd Müller á þó markametið fyrir eitt ár en það er 85 mörk og sett árið 1972. „Að slá þetta met hans Pelé er það síðasta sem ég hef áhyggjur af. Við unnum erfiðan útileik og það er það eina sem skiptir máli," sagði hinn hógværi Messi sem er ávallt auðmýktin uppmáluð og stígur ekki feilspor utan vallar frekar en innan hans. Mörkin eru orðin 44 í spænsku deildinni á þessu ári en Cristiano Ronaldo átti metið. Það voru 43 mörk og sett á síðasta ári. Messi fær gullskóinn í dag þar sem hann var markahæsti leikmaður Evrópu á síðustu leiktíð. „Ég vil þakka liðsfélögum mínum. Án þeirra gæti ég aldrei hafa náð þessum árangri," bætti hinn lítilláti Messi við. Síðasta tímabil var lyginni líkast hjá Argentínumanninum en hann hefur ekki slegið slöku við í vetur. Hann er þegar búinn að skora 17 mörk í 14 leikjum í vetur. Hann er þess utan búinn að leggja upp sex mörk en Cristiano Ronaldo á enn eftir að leggja upp mark á þessari leiktíð. Spænski boltinn Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Lionel Messi er engum líkur. Hann skoraði tvö mörk gegn Rayo Vallecano um helgina. Það voru mörk númer 300 og 301 hjá þessum ótrúlega leikmanni. Hann er búinn að skora þessi rúmlega 300 mörk í aðeins 419 leikjum. 270 mörk komu í leik með Barcelona og 31 með argentínska landsliðinu. 246 mörk voru skoruð með hinum fræga vinstri fæti hans. 41 mark er skorað með hægri fæti. 12 sinnum skallaði Messi í netið, hann hefur skorað eitt mark með búknum og svo eitt ólöglegt mark með hendinni. Þessi litli snillingur, sem er aðeins 169 sentimetrar á hæð, er nú búinn að skora 73 mörk á þessu ári. Brasilíumaðurinn Pelé skoraði mest 75 mörk á einu ári en það gerði hann árið 1959. Þjóðverjinn Gerd Müller á þó markametið fyrir eitt ár en það er 85 mörk og sett árið 1972. „Að slá þetta met hans Pelé er það síðasta sem ég hef áhyggjur af. Við unnum erfiðan útileik og það er það eina sem skiptir máli," sagði hinn hógværi Messi sem er ávallt auðmýktin uppmáluð og stígur ekki feilspor utan vallar frekar en innan hans. Mörkin eru orðin 44 í spænsku deildinni á þessu ári en Cristiano Ronaldo átti metið. Það voru 43 mörk og sett á síðasta ári. Messi fær gullskóinn í dag þar sem hann var markahæsti leikmaður Evrópu á síðustu leiktíð. „Ég vil þakka liðsfélögum mínum. Án þeirra gæti ég aldrei hafa náð þessum árangri," bætti hinn lítilláti Messi við. Síðasta tímabil var lyginni líkast hjá Argentínumanninum en hann hefur ekki slegið slöku við í vetur. Hann er þegar búinn að skora 17 mörk í 14 leikjum í vetur. Hann er þess utan búinn að leggja upp sex mörk en Cristiano Ronaldo á enn eftir að leggja upp mark á þessari leiktíð.
Spænski boltinn Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira