Framlag Finna til Óskarsverðlaunanna 25. október 2012 17:00 Finnska kvikmyndin Purge er frumsýnd í kvöld. Myndin er byggð á metsölubókinni Hreinsun eftir Sofi Oksanen. Kvikmyndin Hreinsun er framlag Finna til Óskarsverðlaunanna í ár og er byggð á samnefndri metsölubók höfundarins Sofi Oksanen. Sagan segir frá Aliide og Zöru sem hafa báðar upplifað ofbeldi og grimmd á ævi sinni en ætla sér að lifa af. Aliide Truu er gömul kona sem býr í litlu þorpi í Eistlandi. Dag einn finnur hún unga stúlku að nafni Zara liggjandi í garði sínum. Þótt Aliide sér tortryggin í garð stúlkunnar aumkar hún sig yfir hana og býður henni inn til sín. Það kemur í ljós að konurnar eru skyldar, Zara er barnabarn systur Aliide og var á flótta undan rússnesku mafíunni sem hafði selt hana mansali til Þýskalands. Myndin segir tvær sögur; sögu Zöru og sögu hinnar ungu Aliide á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Ferðast er aftur til tímans fyrir stríð þegar Aliide og systir hennar lifa áhyggjulausu lífi í eistneska þorpinu sínu. Þegar stríðið skellur á upplifir Aliide ýmsar hörmungar auk nauðungarflutninga Eistlendinga til Síberíu, grimmdarlegar yfirheyrslur og dauðsföll. Oksanen lærði leikhúsfræði og var Hreinsun upphaflega skrifað sem leikrit sem sýnt var við gríðarlegar vinsældir í finnska þjóðleikhúsinu. Verkið var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2011 við góðar undirtektir. Laura Birn og Liisi Tandefelt fara með hlutverk Aliide Truu á ólíkum æviskeiðum og Amanda Pilke leikur Zöru. Með önnur hlutverk í myndinni fara Peter Franzén, Krista Kosonen og Tommi Korpela. Leikstjóri myndarinnar er Antti Jokinen en hann skrifaði einnig handritið að myndinni ásamt Marko Leino. Myndin hlýtur fína dóma á vefsíðunni Imdb.com sem gefur henni 76 prósent af hundraði. Fréttir Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Finnska kvikmyndin Purge er frumsýnd í kvöld. Myndin er byggð á metsölubókinni Hreinsun eftir Sofi Oksanen. Kvikmyndin Hreinsun er framlag Finna til Óskarsverðlaunanna í ár og er byggð á samnefndri metsölubók höfundarins Sofi Oksanen. Sagan segir frá Aliide og Zöru sem hafa báðar upplifað ofbeldi og grimmd á ævi sinni en ætla sér að lifa af. Aliide Truu er gömul kona sem býr í litlu þorpi í Eistlandi. Dag einn finnur hún unga stúlku að nafni Zara liggjandi í garði sínum. Þótt Aliide sér tortryggin í garð stúlkunnar aumkar hún sig yfir hana og býður henni inn til sín. Það kemur í ljós að konurnar eru skyldar, Zara er barnabarn systur Aliide og var á flótta undan rússnesku mafíunni sem hafði selt hana mansali til Þýskalands. Myndin segir tvær sögur; sögu Zöru og sögu hinnar ungu Aliide á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Ferðast er aftur til tímans fyrir stríð þegar Aliide og systir hennar lifa áhyggjulausu lífi í eistneska þorpinu sínu. Þegar stríðið skellur á upplifir Aliide ýmsar hörmungar auk nauðungarflutninga Eistlendinga til Síberíu, grimmdarlegar yfirheyrslur og dauðsföll. Oksanen lærði leikhúsfræði og var Hreinsun upphaflega skrifað sem leikrit sem sýnt var við gríðarlegar vinsældir í finnska þjóðleikhúsinu. Verkið var sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2011 við góðar undirtektir. Laura Birn og Liisi Tandefelt fara með hlutverk Aliide Truu á ólíkum æviskeiðum og Amanda Pilke leikur Zöru. Með önnur hlutverk í myndinni fara Peter Franzén, Krista Kosonen og Tommi Korpela. Leikstjóri myndarinnar er Antti Jokinen en hann skrifaði einnig handritið að myndinni ásamt Marko Leino. Myndin hlýtur fína dóma á vefsíðunni Imdb.com sem gefur henni 76 prósent af hundraði.
Fréttir Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira