Læknar og tæknin Teitur Guðmundsson skrifar 16. október 2012 06:00 Það er merkilegt hversu hratt allri tækniþróun hefur fleygt fram á undanförnum árum og hún hefur sannarlega ekki farið fram hjá læknisfræðinni samhliða því sem hún umbyltir samfélaginu. Í dag erum við vön því að notast við Internetið til að afla okkur upplýsinga og að sjálfsögðu einnig um sjúkdóma, greiningu og horfur. Sjúklingar sem koma til læknis í dag eru vel að sér og búa jafnvel yfir þekkingu sem læknirinn hefur ekki haft ráðrúm til að afla sér. Í sumum tilvikum er einstaklingur með öflugan snjallsíma og 3G tengingu fljótari á netið á stofunni en læknirinn í borðtölvunni. Það eru breyttir tímar og þeir eru skemmtilegir. Með tilkomu fésbókar eru allir orðnir vinir og geta lækað hvorn annan í tíma og ótíma og fólk eyðir mikilli orku í að líta vel út í augum þeirra sem skoða prófíl þeirra. Í dag er yngri kynslóðin orðin svo tengd þessum vef að þau senda skilaboð í gegnum hann fremur en að senda tölvupóst þar sem þau eru hvort eð er nær stanslaust tengd í gegnum símann sinn. Svo er hægt að tísta líka eins og margar stjörnur gera sem eiga marga aðdáendur. Læknar hafa lítið notað fésbók hérlendis, en erlendis eru barnalæknar til dæmis að nota hana sem samskiptatæki við unglinga og gengur þeim mjög vel, þá hafa þeir einnig tekið í notkun Twitter og tísta skilaboðum til þeirra um hin ýmsu málefni. Við höfum þó tekið í notkun SMS skilaboð, í það minnsta vegna tímabókana, en síður þegar kemur að því að senda læknisfræðilegar upplýsingar. Allt er þetta gerlegt, en umræðan erlendis snýst um það að komast inn í síma ungmennanna til að ná athygli þeirra, svo er bara spurningin um trúnaðinn og hvort þær upplýsingar sem fara á milli aðila með þessum hætti séu öruggar og ekki aðgengilegar öðrum. En herferðir og forvarnir sem eiga að ná til unglinga og yngra fólks eiga vel heima þarna og ættum við að leggja áherslu á slíka nálgun auk þeirra hefðbundnari. Það eru fleiri nýjungar sem hafa gert læknalífið skemmtilegra, þar má nefna spjaldtölvur og möguleikana sem þær gefa varðandi upplýsingagjöf og fræðslu. Heilmikið er til af góðu efni sem hægt er að nota til að útskýra og fræða einstaklinginn með, fyrir utan það hversu handhægar þær eru. Spjaldtölvur eiga til dæmis heima í vasa læknasloppsins á sjúkrahúsinu, en ég er reyndar þeirrar skoðunar að á nútímalegri læknastofu eigi að vera stór snertiskjár líkt og spjaldtölvurnar því myndræn framsetning á efni skilar sér betur og hraðar. Ímyndið ykkur að hafa allar nauðsynlegar upplýsingar, myndir, rannsóknarniðurstöður og margt fleira aðgengilegt á einum skjá auk þess að geta á auðveldan hátt útskýrt fyrir sjúklingi vandamál hans. Tilraunir með slíkt eru komnar áleiðis erlendis og vonandi verðum við fljót að tileinka okkur þessa tækni á Íslandi. Ég er þess einnig fullviss að meira mun verða um fjarlækningar í framtíðinni en verið hefur, en með þeirri tækni sem þegar er komin er hægt með góðu móti að hringja myndsímtöl þar sem læknirinn getur séð t.d. áverka, sýkingar og margt fleira á allt að fullnægjandi hátt til að greina og jafnvel meðhöndla sjúklinginn. Nauðsynlegt er einnig að minnast á þá möguleika sem mælitæki geta sent frá sér svo hægt sé að meta lífsmörk viðkomandi og bregðast við þeim. Hér er þróunin á ógnarhraða og við verðum að fylgjast vel með svo við missum ekki af lestinni. Að öllu þessu sögðu er ég samt hrifnastur af því að hitta sjúklinginn í eigin persónu, en vil gjarnan nýta þessa möguleika til fullnustu samfara því. En eins og Voltaire sagði eitt sinn kaldhæðnislega „læknislistin felst í því að skemmta sjúklingnum á meðan náttúran læknar sjúkdóminn". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór
Það er merkilegt hversu hratt allri tækniþróun hefur fleygt fram á undanförnum árum og hún hefur sannarlega ekki farið fram hjá læknisfræðinni samhliða því sem hún umbyltir samfélaginu. Í dag erum við vön því að notast við Internetið til að afla okkur upplýsinga og að sjálfsögðu einnig um sjúkdóma, greiningu og horfur. Sjúklingar sem koma til læknis í dag eru vel að sér og búa jafnvel yfir þekkingu sem læknirinn hefur ekki haft ráðrúm til að afla sér. Í sumum tilvikum er einstaklingur með öflugan snjallsíma og 3G tengingu fljótari á netið á stofunni en læknirinn í borðtölvunni. Það eru breyttir tímar og þeir eru skemmtilegir. Með tilkomu fésbókar eru allir orðnir vinir og geta lækað hvorn annan í tíma og ótíma og fólk eyðir mikilli orku í að líta vel út í augum þeirra sem skoða prófíl þeirra. Í dag er yngri kynslóðin orðin svo tengd þessum vef að þau senda skilaboð í gegnum hann fremur en að senda tölvupóst þar sem þau eru hvort eð er nær stanslaust tengd í gegnum símann sinn. Svo er hægt að tísta líka eins og margar stjörnur gera sem eiga marga aðdáendur. Læknar hafa lítið notað fésbók hérlendis, en erlendis eru barnalæknar til dæmis að nota hana sem samskiptatæki við unglinga og gengur þeim mjög vel, þá hafa þeir einnig tekið í notkun Twitter og tísta skilaboðum til þeirra um hin ýmsu málefni. Við höfum þó tekið í notkun SMS skilaboð, í það minnsta vegna tímabókana, en síður þegar kemur að því að senda læknisfræðilegar upplýsingar. Allt er þetta gerlegt, en umræðan erlendis snýst um það að komast inn í síma ungmennanna til að ná athygli þeirra, svo er bara spurningin um trúnaðinn og hvort þær upplýsingar sem fara á milli aðila með þessum hætti séu öruggar og ekki aðgengilegar öðrum. En herferðir og forvarnir sem eiga að ná til unglinga og yngra fólks eiga vel heima þarna og ættum við að leggja áherslu á slíka nálgun auk þeirra hefðbundnari. Það eru fleiri nýjungar sem hafa gert læknalífið skemmtilegra, þar má nefna spjaldtölvur og möguleikana sem þær gefa varðandi upplýsingagjöf og fræðslu. Heilmikið er til af góðu efni sem hægt er að nota til að útskýra og fræða einstaklinginn með, fyrir utan það hversu handhægar þær eru. Spjaldtölvur eiga til dæmis heima í vasa læknasloppsins á sjúkrahúsinu, en ég er reyndar þeirrar skoðunar að á nútímalegri læknastofu eigi að vera stór snertiskjár líkt og spjaldtölvurnar því myndræn framsetning á efni skilar sér betur og hraðar. Ímyndið ykkur að hafa allar nauðsynlegar upplýsingar, myndir, rannsóknarniðurstöður og margt fleira aðgengilegt á einum skjá auk þess að geta á auðveldan hátt útskýrt fyrir sjúklingi vandamál hans. Tilraunir með slíkt eru komnar áleiðis erlendis og vonandi verðum við fljót að tileinka okkur þessa tækni á Íslandi. Ég er þess einnig fullviss að meira mun verða um fjarlækningar í framtíðinni en verið hefur, en með þeirri tækni sem þegar er komin er hægt með góðu móti að hringja myndsímtöl þar sem læknirinn getur séð t.d. áverka, sýkingar og margt fleira á allt að fullnægjandi hátt til að greina og jafnvel meðhöndla sjúklinginn. Nauðsynlegt er einnig að minnast á þá möguleika sem mælitæki geta sent frá sér svo hægt sé að meta lífsmörk viðkomandi og bregðast við þeim. Hér er þróunin á ógnarhraða og við verðum að fylgjast vel með svo við missum ekki af lestinni. Að öllu þessu sögðu er ég samt hrifnastur af því að hitta sjúklinginn í eigin persónu, en vil gjarnan nýta þessa möguleika til fullnustu samfara því. En eins og Voltaire sagði eitt sinn kaldhæðnislega „læknislistin felst í því að skemmta sjúklingnum á meðan náttúran læknar sjúkdóminn".
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun