Uppgötvaður af L.A. Reid og kominn á samning hjá Sony ÁP skrifar 11. október 2012 00:00 Jón Ragnar Jónsson landaði plötusamningi við Sony með því að halda einkatónleika fyrir tónlistarmógúlinn L.A Reid á skrifstofu hans í New York. Fréttablaðið/pjetur Tónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson hefur landað plötusamningi við Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid. „Það hlaut að vera að það kæmi að því að þið þefuðuð þetta uppi,“ sagði Jón þegar Fréttablaðið hafði samband, en staðfesti um leið fregnirnar. Jón Ragnar hefur skrifað undir plötusamning við Epic Records sem heyrir undir Sony-samsteypuna. L.A. Reid er stjórnarformaður útgáfunnar. Jón er að vonum lukkulegur með samninginn og segir söguna sem fylgir aðdraganda hans nánast of góða til að vera sönn. „Fyrir ári síðan spiluðum við vinur minn, píanóleikarinn Kristján Sturla Bjarnason, nokkur lög fyrir Bryant Reid, bróður L.A. Reid. Góður félagi minn úr háskólanum í Boston kom mér í samband við hann. Eftir þann flutning biðum við bara í rólegheitum eftir að eitthvað kæmi út úr þessu,“ segir Jón. Það var svo um verslunarmannahelgina sem boltinn fór að rúlla. Þá var Jón staddur í sumarbústað með fjölskyldunni og fékk tölvupóst frá Bryant þar sem hann tilkynnti Jóni að L.A. vildi hitta hann. „Þá hugsaði ég bara „vá, hvað þetta er grillað“,“ segir Jón, sem var kominn út til New York viku síðar ásamt Kristjáni Sturlu, á fyrsta farrými í boði Sony. „Þetta var eins og í bíómynd. Bílstjóri sótti okkur út á flugvöll í bíl með skyggðum rúðum, en ég afþakkaði hótelgistingu því ég vildi frekar gista hjá stóru systur minni sem er búsett í New York.“ Jón og Kristján höfðu undirbúið fimm lög til að flytja fyrir L.A. Reid, en tónleikarnir fóru fram á skrifstofu tónlistarmógúlsins í 30 hæð í Sony-byggingunni á Madison Avenue á Manhattan. „Ég hafði verið mjög stressaður vikuna fyrir þennan fund, svaf lítið og hugsaði mikið um hvaða lög ég ætti að taka. Svo þegar kom að þessu var ég furðu rólegur. Um tíu manns voru viðstaddir og L.A. Reid lék á alls oddi. Hann bað Kristján meðal annars um að spila Bítlana á flygilinn,“ segir Jón, sem náði einungis að leika lög sín When You‘re Around og Kiss in the Morning áður en útgáfustjórinn frægi stoppaði hann af. „Þá fórum við bara í annað herbergi á meðan þau réðu ráðum sínum inni á skrifstofunni. Bryant var á báðum áttum hvort það boðaði gott eða ekki að L.A. skyldi stöðva okkur eftir einungis tvö lög. Svo komu allir út og þökkuðu mér fyrir flutninginn, en síðastur kom L.A. Reid og sagði orðrétt „I want to carry you on my shoulders for the world to see.“ Jón hefur skrifað undir samning sem hljóðar upp á nokkrar plötur, en framhaldið skýrist á næstunni. Jón er með mörg járn í eldinum þar sem hann ritstýrir Monitor og spilar knattspyrnu með Íslandsmeisturum FH á milli þess sem hann hefur verið duglegur við að troða upp með gítarinn. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að fórna einhverju svo að þetta gangi upp, hvort sem ég þarf að flytja út eða ekki. Mig hefði aldrei grunað að ég myndi nokkurn tíma fá samning hjá Sony. Þetta er tækifæri sem ég verð að stökkva á og prófa. Lukkudísirnar voru svo sannarlega hliðhollar mér í þetta sinn.“ Tengdar fréttir Uppgötvaði Rihönnu og Justin Bieber L.A. Reid er stórt nafn í tónlistarbransanum vestanhafs sem útgáfustjóri og lagahöfundur. Ekki er nema ár síðan hann tók við stjórn hjá Epic Records en áður stjórnaði hann plötuútgáfunum LaFace Records og The Island Def Jam Music Group. 11. október 2012 00:01 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira
Tónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson hefur landað plötusamningi við Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid. „Það hlaut að vera að það kæmi að því að þið þefuðuð þetta uppi,“ sagði Jón þegar Fréttablaðið hafði samband, en staðfesti um leið fregnirnar. Jón Ragnar hefur skrifað undir plötusamning við Epic Records sem heyrir undir Sony-samsteypuna. L.A. Reid er stjórnarformaður útgáfunnar. Jón er að vonum lukkulegur með samninginn og segir söguna sem fylgir aðdraganda hans nánast of góða til að vera sönn. „Fyrir ári síðan spiluðum við vinur minn, píanóleikarinn Kristján Sturla Bjarnason, nokkur lög fyrir Bryant Reid, bróður L.A. Reid. Góður félagi minn úr háskólanum í Boston kom mér í samband við hann. Eftir þann flutning biðum við bara í rólegheitum eftir að eitthvað kæmi út úr þessu,“ segir Jón. Það var svo um verslunarmannahelgina sem boltinn fór að rúlla. Þá var Jón staddur í sumarbústað með fjölskyldunni og fékk tölvupóst frá Bryant þar sem hann tilkynnti Jóni að L.A. vildi hitta hann. „Þá hugsaði ég bara „vá, hvað þetta er grillað“,“ segir Jón, sem var kominn út til New York viku síðar ásamt Kristjáni Sturlu, á fyrsta farrými í boði Sony. „Þetta var eins og í bíómynd. Bílstjóri sótti okkur út á flugvöll í bíl með skyggðum rúðum, en ég afþakkaði hótelgistingu því ég vildi frekar gista hjá stóru systur minni sem er búsett í New York.“ Jón og Kristján höfðu undirbúið fimm lög til að flytja fyrir L.A. Reid, en tónleikarnir fóru fram á skrifstofu tónlistarmógúlsins í 30 hæð í Sony-byggingunni á Madison Avenue á Manhattan. „Ég hafði verið mjög stressaður vikuna fyrir þennan fund, svaf lítið og hugsaði mikið um hvaða lög ég ætti að taka. Svo þegar kom að þessu var ég furðu rólegur. Um tíu manns voru viðstaddir og L.A. Reid lék á alls oddi. Hann bað Kristján meðal annars um að spila Bítlana á flygilinn,“ segir Jón, sem náði einungis að leika lög sín When You‘re Around og Kiss in the Morning áður en útgáfustjórinn frægi stoppaði hann af. „Þá fórum við bara í annað herbergi á meðan þau réðu ráðum sínum inni á skrifstofunni. Bryant var á báðum áttum hvort það boðaði gott eða ekki að L.A. skyldi stöðva okkur eftir einungis tvö lög. Svo komu allir út og þökkuðu mér fyrir flutninginn, en síðastur kom L.A. Reid og sagði orðrétt „I want to carry you on my shoulders for the world to see.“ Jón hefur skrifað undir samning sem hljóðar upp á nokkrar plötur, en framhaldið skýrist á næstunni. Jón er með mörg járn í eldinum þar sem hann ritstýrir Monitor og spilar knattspyrnu með Íslandsmeisturum FH á milli þess sem hann hefur verið duglegur við að troða upp með gítarinn. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að fórna einhverju svo að þetta gangi upp, hvort sem ég þarf að flytja út eða ekki. Mig hefði aldrei grunað að ég myndi nokkurn tíma fá samning hjá Sony. Þetta er tækifæri sem ég verð að stökkva á og prófa. Lukkudísirnar voru svo sannarlega hliðhollar mér í þetta sinn.“
Tengdar fréttir Uppgötvaði Rihönnu og Justin Bieber L.A. Reid er stórt nafn í tónlistarbransanum vestanhafs sem útgáfustjóri og lagahöfundur. Ekki er nema ár síðan hann tók við stjórn hjá Epic Records en áður stjórnaði hann plötuútgáfunum LaFace Records og The Island Def Jam Music Group. 11. október 2012 00:01 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira
Uppgötvaði Rihönnu og Justin Bieber L.A. Reid er stórt nafn í tónlistarbransanum vestanhafs sem útgáfustjóri og lagahöfundur. Ekki er nema ár síðan hann tók við stjórn hjá Epic Records en áður stjórnaði hann plötuútgáfunum LaFace Records og The Island Def Jam Music Group. 11. október 2012 00:01