Uppgötvaður af L.A. Reid og kominn á samning hjá Sony ÁP skrifar 11. október 2012 00:00 Jón Ragnar Jónsson landaði plötusamningi við Sony með því að halda einkatónleika fyrir tónlistarmógúlinn L.A Reid á skrifstofu hans í New York. Fréttablaðið/pjetur Tónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson hefur landað plötusamningi við Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid. „Það hlaut að vera að það kæmi að því að þið þefuðuð þetta uppi,“ sagði Jón þegar Fréttablaðið hafði samband, en staðfesti um leið fregnirnar. Jón Ragnar hefur skrifað undir plötusamning við Epic Records sem heyrir undir Sony-samsteypuna. L.A. Reid er stjórnarformaður útgáfunnar. Jón er að vonum lukkulegur með samninginn og segir söguna sem fylgir aðdraganda hans nánast of góða til að vera sönn. „Fyrir ári síðan spiluðum við vinur minn, píanóleikarinn Kristján Sturla Bjarnason, nokkur lög fyrir Bryant Reid, bróður L.A. Reid. Góður félagi minn úr háskólanum í Boston kom mér í samband við hann. Eftir þann flutning biðum við bara í rólegheitum eftir að eitthvað kæmi út úr þessu,“ segir Jón. Það var svo um verslunarmannahelgina sem boltinn fór að rúlla. Þá var Jón staddur í sumarbústað með fjölskyldunni og fékk tölvupóst frá Bryant þar sem hann tilkynnti Jóni að L.A. vildi hitta hann. „Þá hugsaði ég bara „vá, hvað þetta er grillað“,“ segir Jón, sem var kominn út til New York viku síðar ásamt Kristjáni Sturlu, á fyrsta farrými í boði Sony. „Þetta var eins og í bíómynd. Bílstjóri sótti okkur út á flugvöll í bíl með skyggðum rúðum, en ég afþakkaði hótelgistingu því ég vildi frekar gista hjá stóru systur minni sem er búsett í New York.“ Jón og Kristján höfðu undirbúið fimm lög til að flytja fyrir L.A. Reid, en tónleikarnir fóru fram á skrifstofu tónlistarmógúlsins í 30 hæð í Sony-byggingunni á Madison Avenue á Manhattan. „Ég hafði verið mjög stressaður vikuna fyrir þennan fund, svaf lítið og hugsaði mikið um hvaða lög ég ætti að taka. Svo þegar kom að þessu var ég furðu rólegur. Um tíu manns voru viðstaddir og L.A. Reid lék á alls oddi. Hann bað Kristján meðal annars um að spila Bítlana á flygilinn,“ segir Jón, sem náði einungis að leika lög sín When You‘re Around og Kiss in the Morning áður en útgáfustjórinn frægi stoppaði hann af. „Þá fórum við bara í annað herbergi á meðan þau réðu ráðum sínum inni á skrifstofunni. Bryant var á báðum áttum hvort það boðaði gott eða ekki að L.A. skyldi stöðva okkur eftir einungis tvö lög. Svo komu allir út og þökkuðu mér fyrir flutninginn, en síðastur kom L.A. Reid og sagði orðrétt „I want to carry you on my shoulders for the world to see.“ Jón hefur skrifað undir samning sem hljóðar upp á nokkrar plötur, en framhaldið skýrist á næstunni. Jón er með mörg járn í eldinum þar sem hann ritstýrir Monitor og spilar knattspyrnu með Íslandsmeisturum FH á milli þess sem hann hefur verið duglegur við að troða upp með gítarinn. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að fórna einhverju svo að þetta gangi upp, hvort sem ég þarf að flytja út eða ekki. Mig hefði aldrei grunað að ég myndi nokkurn tíma fá samning hjá Sony. Þetta er tækifæri sem ég verð að stökkva á og prófa. Lukkudísirnar voru svo sannarlega hliðhollar mér í þetta sinn.“ Tengdar fréttir Uppgötvaði Rihönnu og Justin Bieber L.A. Reid er stórt nafn í tónlistarbransanum vestanhafs sem útgáfustjóri og lagahöfundur. Ekki er nema ár síðan hann tók við stjórn hjá Epic Records en áður stjórnaði hann plötuútgáfunum LaFace Records og The Island Def Jam Music Group. 11. október 2012 00:01 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
Tónlistarmaðurinn, ritstjórinn og knattspyrnukappinn Jón Ragnar Jónsson hefur landað plötusamningi við Sony eftir að hann heillaði útgáfustjórann og X Factor-dómarann L.A. Reid. „Það hlaut að vera að það kæmi að því að þið þefuðuð þetta uppi,“ sagði Jón þegar Fréttablaðið hafði samband, en staðfesti um leið fregnirnar. Jón Ragnar hefur skrifað undir plötusamning við Epic Records sem heyrir undir Sony-samsteypuna. L.A. Reid er stjórnarformaður útgáfunnar. Jón er að vonum lukkulegur með samninginn og segir söguna sem fylgir aðdraganda hans nánast of góða til að vera sönn. „Fyrir ári síðan spiluðum við vinur minn, píanóleikarinn Kristján Sturla Bjarnason, nokkur lög fyrir Bryant Reid, bróður L.A. Reid. Góður félagi minn úr háskólanum í Boston kom mér í samband við hann. Eftir þann flutning biðum við bara í rólegheitum eftir að eitthvað kæmi út úr þessu,“ segir Jón. Það var svo um verslunarmannahelgina sem boltinn fór að rúlla. Þá var Jón staddur í sumarbústað með fjölskyldunni og fékk tölvupóst frá Bryant þar sem hann tilkynnti Jóni að L.A. vildi hitta hann. „Þá hugsaði ég bara „vá, hvað þetta er grillað“,“ segir Jón, sem var kominn út til New York viku síðar ásamt Kristjáni Sturlu, á fyrsta farrými í boði Sony. „Þetta var eins og í bíómynd. Bílstjóri sótti okkur út á flugvöll í bíl með skyggðum rúðum, en ég afþakkaði hótelgistingu því ég vildi frekar gista hjá stóru systur minni sem er búsett í New York.“ Jón og Kristján höfðu undirbúið fimm lög til að flytja fyrir L.A. Reid, en tónleikarnir fóru fram á skrifstofu tónlistarmógúlsins í 30 hæð í Sony-byggingunni á Madison Avenue á Manhattan. „Ég hafði verið mjög stressaður vikuna fyrir þennan fund, svaf lítið og hugsaði mikið um hvaða lög ég ætti að taka. Svo þegar kom að þessu var ég furðu rólegur. Um tíu manns voru viðstaddir og L.A. Reid lék á alls oddi. Hann bað Kristján meðal annars um að spila Bítlana á flygilinn,“ segir Jón, sem náði einungis að leika lög sín When You‘re Around og Kiss in the Morning áður en útgáfustjórinn frægi stoppaði hann af. „Þá fórum við bara í annað herbergi á meðan þau réðu ráðum sínum inni á skrifstofunni. Bryant var á báðum áttum hvort það boðaði gott eða ekki að L.A. skyldi stöðva okkur eftir einungis tvö lög. Svo komu allir út og þökkuðu mér fyrir flutninginn, en síðastur kom L.A. Reid og sagði orðrétt „I want to carry you on my shoulders for the world to see.“ Jón hefur skrifað undir samning sem hljóðar upp á nokkrar plötur, en framhaldið skýrist á næstunni. Jón er með mörg járn í eldinum þar sem hann ritstýrir Monitor og spilar knattspyrnu með Íslandsmeisturum FH á milli þess sem hann hefur verið duglegur við að troða upp með gítarinn. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að fórna einhverju svo að þetta gangi upp, hvort sem ég þarf að flytja út eða ekki. Mig hefði aldrei grunað að ég myndi nokkurn tíma fá samning hjá Sony. Þetta er tækifæri sem ég verð að stökkva á og prófa. Lukkudísirnar voru svo sannarlega hliðhollar mér í þetta sinn.“
Tengdar fréttir Uppgötvaði Rihönnu og Justin Bieber L.A. Reid er stórt nafn í tónlistarbransanum vestanhafs sem útgáfustjóri og lagahöfundur. Ekki er nema ár síðan hann tók við stjórn hjá Epic Records en áður stjórnaði hann plötuútgáfunum LaFace Records og The Island Def Jam Music Group. 11. október 2012 00:01 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Sjá meira
Uppgötvaði Rihönnu og Justin Bieber L.A. Reid er stórt nafn í tónlistarbransanum vestanhafs sem útgáfustjóri og lagahöfundur. Ekki er nema ár síðan hann tók við stjórn hjá Epic Records en áður stjórnaði hann plötuútgáfunum LaFace Records og The Island Def Jam Music Group. 11. október 2012 00:01
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið