Nýtt íslenskt verk frumsýnt í Skotlandi 23. september 2012 10:00 Segir nýja verkið, sem hún skrifaði á ensku, vera eins og alvarlegu hliðina á síðasta leikriti sínu, Súldarskeri. "And the Children Never Looked Back" eftir leikskáldið Sölku Guðmundsdóttur verður frumsýnt í Oran Mor-leikhúsinu í Glasgow á mánudag og sýnt út vikuna. Leikstjóri er Graeme Maley, sem setti meðal annars upp Djúpið eftir Jón Atla Jónasson við sama leikhús fyrir þremur árum, og segir Salka að hann hafi í raun átt frumkvæðið að verkinu. "Graeme hefur verið búsettur í og með á Íslandi undanfarið ár; hann kom að máli við mig og spurði hvort við ættum ekki að skella í eitt verk saman og ég tók slaginn." "And the Children Never Looked Back" gerist á lítilli eyju þar sem voveiflegir atburðir hafa nýlega átt sér stað. Daniel er ungur maður frá meginlandinu sem hugsar í sögum og hefur einfalda sýn á veröldina. Leikritið segir frá örlagaríkum fundi þeirra Sunnu, en hún kennir í grunnskólanum á eyjunni og berst við að halda haus eftir skelfilegt áfall. Salka segir það hafa runnið upp fyrir sér nú í vikunni að í raun hafi hún verið að skrifa um alvarlegu hliðina á síðasta verki sínu, Súldarskeri, sem hún var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir 2011. "Ég er að skrifa um fólk sem getur ekki horfst í augu við raunveruleikann og heldur í hálmstrá sem er ekki endilega fótur fyrir. Ég heillast mjög af einangruðum samfélögum og hvernig við búum til sögur til að fylla í órökréttu götin í lífi okkar." Salka lærði skapandi skrif í Skotlandi og er því vön að skrifa á ensku, en engu að síður fóru þau Maley þá leið að hún skrifaði verkið á "venjulegri" ensku en hann þýddi yfir á skosku, með tilheyrandi mállýskum. Aðspurð segir Salka það koma vel til greina að setja verkið upp á Íslandi, en fram undan er þétt dagskrá hjá leikskáldinu. Hún er eitt þriggja ungra leikskálda sem eiga verk sem sett verða á svið hjá Borgarleikhúsinu undir heitinu "Núna!", vinnur að nýju leikriti fyrir börn með leikhópnum Soðið svið, á verk á leiklistarhátíðinni Þjóðleik og hefur nýlokið við að þýða Emmu eftir Jane Austen. "Ég hef verið mjög heppin undanfarið ár, skrifað mikið fyrir leikhúsið og unnið að fleiri stórum verkefnum." Hún segist vona að sýningin í Glasgow opni fyrir hana fleiri dyr í Skotlandi. "Þetta er frábært tækifæri til að kynnast fólkinu í leikhúsbransanum þarna úti. Ég kunni mjög vel við mig í Skotlandi á sínum tíma og gæti vel hugsað mér að vinna þar. Draumurinn væri að geta búið hálft ár þar og hálft heima á Íslandi." -bs Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"And the Children Never Looked Back" eftir leikskáldið Sölku Guðmundsdóttur verður frumsýnt í Oran Mor-leikhúsinu í Glasgow á mánudag og sýnt út vikuna. Leikstjóri er Graeme Maley, sem setti meðal annars upp Djúpið eftir Jón Atla Jónasson við sama leikhús fyrir þremur árum, og segir Salka að hann hafi í raun átt frumkvæðið að verkinu. "Graeme hefur verið búsettur í og með á Íslandi undanfarið ár; hann kom að máli við mig og spurði hvort við ættum ekki að skella í eitt verk saman og ég tók slaginn." "And the Children Never Looked Back" gerist á lítilli eyju þar sem voveiflegir atburðir hafa nýlega átt sér stað. Daniel er ungur maður frá meginlandinu sem hugsar í sögum og hefur einfalda sýn á veröldina. Leikritið segir frá örlagaríkum fundi þeirra Sunnu, en hún kennir í grunnskólanum á eyjunni og berst við að halda haus eftir skelfilegt áfall. Salka segir það hafa runnið upp fyrir sér nú í vikunni að í raun hafi hún verið að skrifa um alvarlegu hliðina á síðasta verki sínu, Súldarskeri, sem hún var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir 2011. "Ég er að skrifa um fólk sem getur ekki horfst í augu við raunveruleikann og heldur í hálmstrá sem er ekki endilega fótur fyrir. Ég heillast mjög af einangruðum samfélögum og hvernig við búum til sögur til að fylla í órökréttu götin í lífi okkar." Salka lærði skapandi skrif í Skotlandi og er því vön að skrifa á ensku, en engu að síður fóru þau Maley þá leið að hún skrifaði verkið á "venjulegri" ensku en hann þýddi yfir á skosku, með tilheyrandi mállýskum. Aðspurð segir Salka það koma vel til greina að setja verkið upp á Íslandi, en fram undan er þétt dagskrá hjá leikskáldinu. Hún er eitt þriggja ungra leikskálda sem eiga verk sem sett verða á svið hjá Borgarleikhúsinu undir heitinu "Núna!", vinnur að nýju leikriti fyrir börn með leikhópnum Soðið svið, á verk á leiklistarhátíðinni Þjóðleik og hefur nýlokið við að þýða Emmu eftir Jane Austen. "Ég hef verið mjög heppin undanfarið ár, skrifað mikið fyrir leikhúsið og unnið að fleiri stórum verkefnum." Hún segist vona að sýningin í Glasgow opni fyrir hana fleiri dyr í Skotlandi. "Þetta er frábært tækifæri til að kynnast fólkinu í leikhúsbransanum þarna úti. Ég kunni mjög vel við mig í Skotlandi á sínum tíma og gæti vel hugsað mér að vinna þar. Draumurinn væri að geta búið hálft ár þar og hálft heima á Íslandi." -bs
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira