Mannauður og mórall Teitur Guðmundsson skrifar 18. september 2012 06:00 Það er alþekkt að fyrirtæki og rekstrareiningar byggja á mannauði sem er drífandi krafturinn í starfi þeirra og það er viðurkennt að án hans eru þau lítils eða jafnvel einskis virði. Þá virðist engu skipta hversu stórar þessar einingar eru né heldur hver starfssemin er, ?fólkið er fyrirtækið? sagði einhver sem ég man ekki lengur nafnið á. Það er auðvitað mikill áherslumunur hvernig þessu er haldið fram og stjórnendur ekki allir jafn duglegir að flagga fólkinu sínu sem grunnstoð rekstrarins. En það er ekki nóg að hafa mikið af hæfu fólki, heldur þurfa einstaklingarnir að vera þátttakendur í hugmyndafræðinni og upplifa sig sem hluta af heild eða teymi sem er reiðubúið að ganga lengra í að ná markmiðum sínum. Starfsmenn þurfa að finna að þeir geti verið virkir og skapað þann árangur sem ætlast er til af þeim og á sama tíma að upplifa vellíðan á vinnustað og brennandi áhuga á að leysa verkefni dagsins. Þarna skilur á milli þeirra rekstrareininga sem ná raunverulegum árangri og hinna sem sitja eftir. Rannsóknir Towers & Watson, sem er eitt stærsta ráðgjafarfyrirtæki í heimi, hafa sýnt að það getur munað allt að þriðjungi á framlegð þeirra sem hugsa vel um mannauð sinn og móral á vinnustað. Það er því eftir miklu að sækjast og sannarlega eitthvað sem allir stjórnendur þurfa að vera vökulir yfir. Það eru vissulega nokkrar leiðir að þessu takmarki og vafalítið er þörf á því að staldra við og hugsa á leiðinni hvort rétt sé haldið á spilunum, en það má segja að nokkur atriði séu mikilvægari en önnur samkvæmt þeim gögnum sem liggja til grundvallar. Þar má nefna hluti eins og að hafa skýr markmið og stefnu, setja viðskiptavininn í öndvegi, vera reiðubúinn að mæta breytingum hratt og örugglega, deila upplýsingum og vera opinskár gagnvart starfsfólki, hampa hæfileikum starfsmanna, sýna jákvæðni og hrósa reglubundið starfsfólki þínu og hvetja það til dáða, hugsa vel um heilsu þess og síðast en ekki síst að skilgreina ábyrgð í verkum og verkferlum. Þetta hljómar mjög vel á pappír en er öllu erfiðara í reynd og stjórnendur og starfsfólk eiga fullt í fangi með að uppfylla jafnvel bara eitt þessara atriða sem nefnd eru hér að ofan. Það er þó ljóst að þar sem tekst vel upp og samskipti eru jákvæð og uppbyggileg auk þess sem verkefni eru hæfilega krefjandi, starfsfólkið hefur trú á þeim, stjórnendum sínum og samstarfsfólki aukast líkurnar til muna að árangri. Það þurfa allir að róa í sömu áttina ef menn vilja komast leiðar sinnar og í síbreytilegu umhverfi getur verið þrautin þyngri að ná að halda einbeitingunni við þau markmið sem stefnt er að. Góður mórall er því nauðsynlegur og hann byggist á mörgum þáttum, en líklega er sá stærsti að hver einstaklingur skiptir máli og að hann fái notið sín til fulls innan þess ramma sem skilgreindur er í þeirri rekstrareiningu sem hann tilheyrir. Það er mikil áskorun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Það er alþekkt að fyrirtæki og rekstrareiningar byggja á mannauði sem er drífandi krafturinn í starfi þeirra og það er viðurkennt að án hans eru þau lítils eða jafnvel einskis virði. Þá virðist engu skipta hversu stórar þessar einingar eru né heldur hver starfssemin er, ?fólkið er fyrirtækið? sagði einhver sem ég man ekki lengur nafnið á. Það er auðvitað mikill áherslumunur hvernig þessu er haldið fram og stjórnendur ekki allir jafn duglegir að flagga fólkinu sínu sem grunnstoð rekstrarins. En það er ekki nóg að hafa mikið af hæfu fólki, heldur þurfa einstaklingarnir að vera þátttakendur í hugmyndafræðinni og upplifa sig sem hluta af heild eða teymi sem er reiðubúið að ganga lengra í að ná markmiðum sínum. Starfsmenn þurfa að finna að þeir geti verið virkir og skapað þann árangur sem ætlast er til af þeim og á sama tíma að upplifa vellíðan á vinnustað og brennandi áhuga á að leysa verkefni dagsins. Þarna skilur á milli þeirra rekstrareininga sem ná raunverulegum árangri og hinna sem sitja eftir. Rannsóknir Towers & Watson, sem er eitt stærsta ráðgjafarfyrirtæki í heimi, hafa sýnt að það getur munað allt að þriðjungi á framlegð þeirra sem hugsa vel um mannauð sinn og móral á vinnustað. Það er því eftir miklu að sækjast og sannarlega eitthvað sem allir stjórnendur þurfa að vera vökulir yfir. Það eru vissulega nokkrar leiðir að þessu takmarki og vafalítið er þörf á því að staldra við og hugsa á leiðinni hvort rétt sé haldið á spilunum, en það má segja að nokkur atriði séu mikilvægari en önnur samkvæmt þeim gögnum sem liggja til grundvallar. Þar má nefna hluti eins og að hafa skýr markmið og stefnu, setja viðskiptavininn í öndvegi, vera reiðubúinn að mæta breytingum hratt og örugglega, deila upplýsingum og vera opinskár gagnvart starfsfólki, hampa hæfileikum starfsmanna, sýna jákvæðni og hrósa reglubundið starfsfólki þínu og hvetja það til dáða, hugsa vel um heilsu þess og síðast en ekki síst að skilgreina ábyrgð í verkum og verkferlum. Þetta hljómar mjög vel á pappír en er öllu erfiðara í reynd og stjórnendur og starfsfólk eiga fullt í fangi með að uppfylla jafnvel bara eitt þessara atriða sem nefnd eru hér að ofan. Það er þó ljóst að þar sem tekst vel upp og samskipti eru jákvæð og uppbyggileg auk þess sem verkefni eru hæfilega krefjandi, starfsfólkið hefur trú á þeim, stjórnendum sínum og samstarfsfólki aukast líkurnar til muna að árangri. Það þurfa allir að róa í sömu áttina ef menn vilja komast leiðar sinnar og í síbreytilegu umhverfi getur verið þrautin þyngri að ná að halda einbeitingunni við þau markmið sem stefnt er að. Góður mórall er því nauðsynlegur og hann byggist á mörgum þáttum, en líklega er sá stærsti að hver einstaklingur skiptir máli og að hann fái notið sín til fulls innan þess ramma sem skilgreindur er í þeirri rekstrareiningu sem hann tilheyrir. Það er mikil áskorun!