Samfélagið versus heimurinn Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 8. september 2012 06:00 Það má ekki pissa bak við hurð, ekki henda grjóti oní skurð, hvorki skoða lítinn kall né gefa ketti drullumall og ekki segja ráddi heldur réði. Þessar eru á meðal þeirra lífsreglna sem okkur eru kenndar í Laginu um það sem er bannað, eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson. Þar með er þó ekki allt upp talið. Ég var alin upp við góð gildi og mér kenndir almennir mannasiðir. Ég veit að maður sleikir ekki hnífinn sinn, blótar ekki, stelur hvorki né platar og kemur vel fram við aðra (líka ljóta og leiðinlega). Með árunum hafa enn fleiri hlutir bæst á listann og ég hef meðal annars lært að maður reynir ekki að púlla sömu hárgreiðslu og David Beckham ef maður er þrettán ára stelpa, maður má ekki klæðast fötum úr Hagkaup og alls ekki finnast Harry Potter leiðinlegur. Að drekka kók fyrir hádegi er algjört nó-nó og varast ber að vaxa ekki á sér lappirnar í lengri tíma. Reglur samfélagins vega jú þungt á vogarskálunum þegar við reynum að stuðla að betri heimi. Eða hvað? Ég velti því fyrir mér hvort þessar stöðugu samfélagsreglur, boð og bönn um það sem í raun skiptir engu máli geri heiminn mögulega að verri stað. Um daginn var ég á Facebook (eins og svo oft áður, kveðja, fíkillinn) og rakst á eina af þessum háheimspekilegu tilvitnunum sem eiga það til að detta þar inn. Hún fékk mig til að staldra aðeins við. Þar sagði að ekki þyrfti að óttast það að heimurinn myndi breytast heldur einmitt hið gagnstæða, að hann myndi haldast eins og hann er. Þrettán af hverjum 100 íbúum jarðar búa við hungursneyð og átján af þessum sömu hundrað búa við vatnsskort. 59% alls auðs í heiminum eru í eigu 6% íbúa hans og 53 af hverjum 100 lifa á undir tveimur dollurum á dag. Ég fékk mér styrktarbarn hjá ABC fyrir nokkrum árum síðan. Þó heiminn muni eflaust ekki mikið um þann 4.000 kall sem ég borga á mánuði til að fæða, klæða og fræða Ragava Rao Pupcem, nú 13 ára gamlan „son" minn á Indlandi, þá gerir margt smátt eitt stórt (góð vísa er aldrei of oft kveðin!). Á meðan meirihluti heimsins vinnur þessa stundina baki brotnu við að halda sér á lífi þá sit ég hér í Karen Millen-kjólnum mínum (bara hinn hefðbundni fatnaður við pistlaskrif) með iphoninn í annarri og bíð eftir að fá kvöldmatinn sendan heim að dyrum. Eðlilegt? Maður spyr sig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Rós Steinsdóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun
Það má ekki pissa bak við hurð, ekki henda grjóti oní skurð, hvorki skoða lítinn kall né gefa ketti drullumall og ekki segja ráddi heldur réði. Þessar eru á meðal þeirra lífsreglna sem okkur eru kenndar í Laginu um það sem er bannað, eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson. Þar með er þó ekki allt upp talið. Ég var alin upp við góð gildi og mér kenndir almennir mannasiðir. Ég veit að maður sleikir ekki hnífinn sinn, blótar ekki, stelur hvorki né platar og kemur vel fram við aðra (líka ljóta og leiðinlega). Með árunum hafa enn fleiri hlutir bæst á listann og ég hef meðal annars lært að maður reynir ekki að púlla sömu hárgreiðslu og David Beckham ef maður er þrettán ára stelpa, maður má ekki klæðast fötum úr Hagkaup og alls ekki finnast Harry Potter leiðinlegur. Að drekka kók fyrir hádegi er algjört nó-nó og varast ber að vaxa ekki á sér lappirnar í lengri tíma. Reglur samfélagins vega jú þungt á vogarskálunum þegar við reynum að stuðla að betri heimi. Eða hvað? Ég velti því fyrir mér hvort þessar stöðugu samfélagsreglur, boð og bönn um það sem í raun skiptir engu máli geri heiminn mögulega að verri stað. Um daginn var ég á Facebook (eins og svo oft áður, kveðja, fíkillinn) og rakst á eina af þessum háheimspekilegu tilvitnunum sem eiga það til að detta þar inn. Hún fékk mig til að staldra aðeins við. Þar sagði að ekki þyrfti að óttast það að heimurinn myndi breytast heldur einmitt hið gagnstæða, að hann myndi haldast eins og hann er. Þrettán af hverjum 100 íbúum jarðar búa við hungursneyð og átján af þessum sömu hundrað búa við vatnsskort. 59% alls auðs í heiminum eru í eigu 6% íbúa hans og 53 af hverjum 100 lifa á undir tveimur dollurum á dag. Ég fékk mér styrktarbarn hjá ABC fyrir nokkrum árum síðan. Þó heiminn muni eflaust ekki mikið um þann 4.000 kall sem ég borga á mánuði til að fæða, klæða og fræða Ragava Rao Pupcem, nú 13 ára gamlan „son" minn á Indlandi, þá gerir margt smátt eitt stórt (góð vísa er aldrei of oft kveðin!). Á meðan meirihluti heimsins vinnur þessa stundina baki brotnu við að halda sér á lífi þá sit ég hér í Karen Millen-kjólnum mínum (bara hinn hefðbundni fatnaður við pistlaskrif) með iphoninn í annarri og bíð eftir að fá kvöldmatinn sendan heim að dyrum. Eðlilegt? Maður spyr sig!
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun