Enginn tími til að vera gamall 1. september 2012 18:00 Listamaðurinn "Ég hugsaði alltaf þannig að ég væri heppinn ef ég kæmist yfir árið 2000, nú er það löngu liðið og tíminn flýgur áfram,“ segir Erró.Fréttablaðið/Stefán Listamaðurinn Guðmundur Guðmundsson, betur þekktur sem Erró, varð áttræður í júlí. Í tilefni þess er opnuð yfirlitssýning í dag í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi af merkustu grafíkverkum hans, undir stjórn Danielle Kvaran. Erró ber aldurinn með reisn, er beinn í baki og fjörlegur. „Ég hugsaði alltaf þannig að ég væri heppinn ef ég kæmist yfir árið 2000, nú er það löngu liðið og tíminn flýgur áfram. Erró kveðst hafa verið með sjötíu manna afmæli í sumar á Spáni. „Ég fann flamengódansara frá Sevilla sem dönsuðu fyrir okkur í einn og hálfan tíma svo ég þurfti ekki að segja orð! Svo er þessi afmælissýning. Hún er miklu skemmtilegri en eitthvert gilli sem er gleymt næsta dag. Fólk getur skoðað þessi verk í ró og næði, unga fólkið getur kannski lært eitthvað af þeim og orðið listamenn seinna." Rætur Errós eru á Kirkjubæjarklaustri þar sem hann ólst upp. „Þegar ég kom til landsins núna fór ég beint austur að Klaustri og var með hálfbræðrum mínum og systur í þrjá daga. Við vorum með smá athöfn fyrir hana mömmu í kapellunni og kirkjugarðinum á Klaustri. Svo verð ég í Reykjavík í þrjá daga en sýning eftir mig verður opnuð í París 6. september og önnur í Kaupmannahöfn 14. september úr Reykjavíkursafninu. Það eru klippimyndirnar." Erró býr aðallega í Frakklandi en er dálítill farfugl í sér. „Ég fer alltaf til Taílands í janúar og geri mínar vatnslitamyndir, það er svo auðvelt að rúlla þeim upp og flytja þær. Svo er ég búinn að lofa Yoko Ono að koma til Frankfurt. Hún sýnir þar 14. febrúar sem er Valentínusardagurinn. Í París geri ég stóru myndirnar, er allan daginn á vinnustofunni einn. Kem svo heim og spjalla við konuna og tala við Gunnar B. Kvaran svona hér um bil á hverjum degi. Það er eina æfingin í að tala íslensku. Svo dvel ég alltaf tvo mánuði á ári á Spáni og þar vinn ég minni myndir. Mér finnst gaman að skipta um staði og hitta fólk í mismunandi löndum. Það er sem sagt nóg að gera og enginn tími til að vera gamall." Spurður hvort konan fylgi honum á flakkinu svarar Erró. „Konan mín er búddisti og er oft í burtu í nokkra mánuði í andlegum erindum. En hún kom með mér hingað heim núna því hana langaði að heilsa upp á fjölskylduna." Afmælisdagskrá verður í Listasafni Reykjavíkur næstu vikurnar í formi fyrirlestra, smiðju og námskeiða. gun@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Listamaðurinn Guðmundur Guðmundsson, betur þekktur sem Erró, varð áttræður í júlí. Í tilefni þess er opnuð yfirlitssýning í dag í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi af merkustu grafíkverkum hans, undir stjórn Danielle Kvaran. Erró ber aldurinn með reisn, er beinn í baki og fjörlegur. „Ég hugsaði alltaf þannig að ég væri heppinn ef ég kæmist yfir árið 2000, nú er það löngu liðið og tíminn flýgur áfram. Erró kveðst hafa verið með sjötíu manna afmæli í sumar á Spáni. „Ég fann flamengódansara frá Sevilla sem dönsuðu fyrir okkur í einn og hálfan tíma svo ég þurfti ekki að segja orð! Svo er þessi afmælissýning. Hún er miklu skemmtilegri en eitthvert gilli sem er gleymt næsta dag. Fólk getur skoðað þessi verk í ró og næði, unga fólkið getur kannski lært eitthvað af þeim og orðið listamenn seinna." Rætur Errós eru á Kirkjubæjarklaustri þar sem hann ólst upp. „Þegar ég kom til landsins núna fór ég beint austur að Klaustri og var með hálfbræðrum mínum og systur í þrjá daga. Við vorum með smá athöfn fyrir hana mömmu í kapellunni og kirkjugarðinum á Klaustri. Svo verð ég í Reykjavík í þrjá daga en sýning eftir mig verður opnuð í París 6. september og önnur í Kaupmannahöfn 14. september úr Reykjavíkursafninu. Það eru klippimyndirnar." Erró býr aðallega í Frakklandi en er dálítill farfugl í sér. „Ég fer alltaf til Taílands í janúar og geri mínar vatnslitamyndir, það er svo auðvelt að rúlla þeim upp og flytja þær. Svo er ég búinn að lofa Yoko Ono að koma til Frankfurt. Hún sýnir þar 14. febrúar sem er Valentínusardagurinn. Í París geri ég stóru myndirnar, er allan daginn á vinnustofunni einn. Kem svo heim og spjalla við konuna og tala við Gunnar B. Kvaran svona hér um bil á hverjum degi. Það er eina æfingin í að tala íslensku. Svo dvel ég alltaf tvo mánuði á ári á Spáni og þar vinn ég minni myndir. Mér finnst gaman að skipta um staði og hitta fólk í mismunandi löndum. Það er sem sagt nóg að gera og enginn tími til að vera gamall." Spurður hvort konan fylgi honum á flakkinu svarar Erró. „Konan mín er búddisti og er oft í burtu í nokkra mánuði í andlegum erindum. En hún kom með mér hingað heim núna því hana langaði að heilsa upp á fjölskylduna." Afmælisdagskrá verður í Listasafni Reykjavíkur næstu vikurnar í formi fyrirlestra, smiðju og námskeiða. gun@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira