Atvinnuvegirnir í eitt ráðuneyti 30. ágúst 2012 06:00 Stjórnarráðshúsið Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, efnahags- og viðskiptaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti renna öll saman í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.fréttablaðið/gva Öllum atvinnugreinum á að gera jafn hátt undir höfði í nýju atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Með skipan þess er brugðist við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur til starfa um mánaðamótin. Segja má að með því sé forn skipan endurvakin, því í árdaga íslenskrar stjórnsýslu sátu atvinnumálaráðherrar í ríkisstjórn. Hið nýja ráðuneyti tekur yfir verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðar-, iðnaðar- og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að öllu eða hluta. Steingrímur J. Sigfússon gegnir embætti atvinnuvegaráðherra. Hann segist sannfærður um að breytingin sé til batnaðar. „Eftir að hafa tekið þátt í undirbúningnum er ég enn sannfærðari en áður um að þetta er hárrétt ákvörðun og í raun mjög tímabær fyrir Ísland einmitt núna. Það er til bóta að ná saman á einum stað í öflugu tæki málefnum alls hins almenna atvinnulífs. Með því verða atvinnugreinarnar gerðar jafn settar og hægt verður að sinna sameiginlegum málefnum þeirra allra með öflugum hætti." Steingrímur segir að með þessu sé verið að endurskipuleggja stjórnsýsluna í ljósi nútímaaðstæðna í atvinnulífinu, þannig að skipulagið mótist ekki af löngu liðnum tíma, heldur stöðunni í dag og þörfum framtíðarinnar. Meira jafnræði skapist með atvinnugreinunum. „Við getum tekið einhverja mestu vaxtagrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma. Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi, og svo mætti lengi telja." Rannsóknarskýrsla Alþingis setti út á smæð stofnana í íslensku stjórnkerfi, sem og skýrsla Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors við Háskóla Íslands, um stjórnarráðið. Steingrímur segir að brugðist sé við þeim athugasemdum með þessum breytingum. „Veikleikar íslenskrar stjórnsýslu voru allt of margar, smáar og dreifðar einingar sem unnu ekki saman með nægilega skilvirkum hætti. Við því er meðal annars brugðist með þessum breytingum." Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Öllum atvinnugreinum á að gera jafn hátt undir höfði í nýju atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Með skipan þess er brugðist við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur til starfa um mánaðamótin. Segja má að með því sé forn skipan endurvakin, því í árdaga íslenskrar stjórnsýslu sátu atvinnumálaráðherrar í ríkisstjórn. Hið nýja ráðuneyti tekur yfir verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðar-, iðnaðar- og efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að öllu eða hluta. Steingrímur J. Sigfússon gegnir embætti atvinnuvegaráðherra. Hann segist sannfærður um að breytingin sé til batnaðar. „Eftir að hafa tekið þátt í undirbúningnum er ég enn sannfærðari en áður um að þetta er hárrétt ákvörðun og í raun mjög tímabær fyrir Ísland einmitt núna. Það er til bóta að ná saman á einum stað í öflugu tæki málefnum alls hins almenna atvinnulífs. Með því verða atvinnugreinarnar gerðar jafn settar og hægt verður að sinna sameiginlegum málefnum þeirra allra með öflugum hætti." Steingrímur segir að með þessu sé verið að endurskipuleggja stjórnsýsluna í ljósi nútímaaðstæðna í atvinnulífinu, þannig að skipulagið mótist ekki af löngu liðnum tíma, heldur stöðunni í dag og þörfum framtíðarinnar. Meira jafnræði skapist með atvinnugreinunum. „Við getum tekið einhverja mestu vaxtagrein íslensks atvinnulífs undanfarin ár og áratugi, ferðaþjónustuna. Það hefur aldrei verið til ráðuneyti ferðamála, þó þeim hafi alltaf verið sinnt í þeim ráðuneytum sem með þau hafa farið á hverjum tíma. Þá er verslunin mjög mikilvæg atvinnugrein, en hefur ekki kannski beinlínis verið sett upp sem slík í skipulagi stjórnarráðsins. Hinar skapandi greinar munu einnig eiga sinn fulltrúa í þessu nýja skipulagi, og svo mætti lengi telja." Rannsóknarskýrsla Alþingis setti út á smæð stofnana í íslensku stjórnkerfi, sem og skýrsla Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors við Háskóla Íslands, um stjórnarráðið. Steingrímur segir að brugðist sé við þeim athugasemdum með þessum breytingum. „Veikleikar íslenskrar stjórnsýslu voru allt of margar, smáar og dreifðar einingar sem unnu ekki saman með nægilega skilvirkum hætti. Við því er meðal annars brugðist með þessum breytingum."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent