Svaf heila nótt í búningi 25. ágúst 2012 00:01 Tómas Lemarquis fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival. Hér sést hann í hlutverki sínu sem Berkano. fréttablaðið/arnþór birkisson Tómas Lemarquis fer með hlutverk í spænsku spennumyndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival sem fram fer dagana 6. til 16. september. Þetta er í annað sinn sem mynd sem Tómas leikur í er sýnd á hátíðinni, sú fyrri var Nói albínói. „Myndin segir tvær sögur; önnur gerist á tímum Francos og hin í nútímanum. Minn karakter er uppi á tímum Francos og er notaður til þess að kvelja fanga og fá upp úr þeim upplýsingar. Hann finnur ekki til sársauka og áttar sig þess vegna ekki á því að hann sé að gera nokkuð rangt," útskýrir Tómas. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Juan Carlos Medina og var förðunin í höndum sama fólks og vann við Pan's Labyrinth. Myndin var tekin upp í Barcelona síðasta sumar og segist Tómas hafa beðið í fimm ár eftir því að tökur á myndinni hæfust. „Það var leikstjóri sem ég þekki sem benti framleiðandanum á mig og þannig komst ég í samband við þá. Tökum var frestað nokkrum sinnum og því beið ég í fimm ár eftir því að þær færu af stað. Ég þurfti að vera í góðu líkamlegu formi fyrir hlutverkið og þurfti því að byrja æfingar upp á nýtt nokkrum sinnum." Tómas túlkar persónu sína, Berkano, á ólíkum aldursskeiðum og tók það förðunarteymi um átta klukkustundir að breyta leikaranum í gamlan mann. Tómas þurfti síðan að vera í gervinu í tvo sólarhringa. „Það tók svo langan tíma að setja á mig gervið og þess vegna var ákveðið að ég mundi sofa í sílikonbúningnum um nóttina. Þetta var eins og að vera með kláðaduft um allan líkamann og ég svaf lítið sem ekkert og fékk í kjölfarið brunasár á líkamann." Inntur eftir því hvort hann fari á hátíðina segir Tómas það eiga eftir að koma í ljós. „Mig langar mikið til að fara enda er þetta stærsta kvikmyndahátíð heims á eftir Cannes. Þetta er svokölluð A-hátíð og maður vill helst að myndirnar sínar komist inn á slíkar hátíðir enda opnar það manni margar dyr." sara@frettabladid.is Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tómas Lemarquis fer með hlutverk í spænsku spennumyndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival sem fram fer dagana 6. til 16. september. Þetta er í annað sinn sem mynd sem Tómas leikur í er sýnd á hátíðinni, sú fyrri var Nói albínói. „Myndin segir tvær sögur; önnur gerist á tímum Francos og hin í nútímanum. Minn karakter er uppi á tímum Francos og er notaður til þess að kvelja fanga og fá upp úr þeim upplýsingar. Hann finnur ekki til sársauka og áttar sig þess vegna ekki á því að hann sé að gera nokkuð rangt," útskýrir Tómas. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Juan Carlos Medina og var förðunin í höndum sama fólks og vann við Pan's Labyrinth. Myndin var tekin upp í Barcelona síðasta sumar og segist Tómas hafa beðið í fimm ár eftir því að tökur á myndinni hæfust. „Það var leikstjóri sem ég þekki sem benti framleiðandanum á mig og þannig komst ég í samband við þá. Tökum var frestað nokkrum sinnum og því beið ég í fimm ár eftir því að þær færu af stað. Ég þurfti að vera í góðu líkamlegu formi fyrir hlutverkið og þurfti því að byrja æfingar upp á nýtt nokkrum sinnum." Tómas túlkar persónu sína, Berkano, á ólíkum aldursskeiðum og tók það förðunarteymi um átta klukkustundir að breyta leikaranum í gamlan mann. Tómas þurfti síðan að vera í gervinu í tvo sólarhringa. „Það tók svo langan tíma að setja á mig gervið og þess vegna var ákveðið að ég mundi sofa í sílikonbúningnum um nóttina. Þetta var eins og að vera með kláðaduft um allan líkamann og ég svaf lítið sem ekkert og fékk í kjölfarið brunasár á líkamann." Inntur eftir því hvort hann fari á hátíðina segir Tómas það eiga eftir að koma í ljós. „Mig langar mikið til að fara enda er þetta stærsta kvikmyndahátíð heims á eftir Cannes. Þetta er svokölluð A-hátíð og maður vill helst að myndirnar sínar komist inn á slíkar hátíðir enda opnar það manni margar dyr." sara@frettabladid.is
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira