Svaf heila nótt í búningi 25. ágúst 2012 00:01 Tómas Lemarquis fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival. Hér sést hann í hlutverki sínu sem Berkano. fréttablaðið/arnþór birkisson Tómas Lemarquis fer með hlutverk í spænsku spennumyndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival sem fram fer dagana 6. til 16. september. Þetta er í annað sinn sem mynd sem Tómas leikur í er sýnd á hátíðinni, sú fyrri var Nói albínói. „Myndin segir tvær sögur; önnur gerist á tímum Francos og hin í nútímanum. Minn karakter er uppi á tímum Francos og er notaður til þess að kvelja fanga og fá upp úr þeim upplýsingar. Hann finnur ekki til sársauka og áttar sig þess vegna ekki á því að hann sé að gera nokkuð rangt," útskýrir Tómas. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Juan Carlos Medina og var förðunin í höndum sama fólks og vann við Pan's Labyrinth. Myndin var tekin upp í Barcelona síðasta sumar og segist Tómas hafa beðið í fimm ár eftir því að tökur á myndinni hæfust. „Það var leikstjóri sem ég þekki sem benti framleiðandanum á mig og þannig komst ég í samband við þá. Tökum var frestað nokkrum sinnum og því beið ég í fimm ár eftir því að þær færu af stað. Ég þurfti að vera í góðu líkamlegu formi fyrir hlutverkið og þurfti því að byrja æfingar upp á nýtt nokkrum sinnum." Tómas túlkar persónu sína, Berkano, á ólíkum aldursskeiðum og tók það förðunarteymi um átta klukkustundir að breyta leikaranum í gamlan mann. Tómas þurfti síðan að vera í gervinu í tvo sólarhringa. „Það tók svo langan tíma að setja á mig gervið og þess vegna var ákveðið að ég mundi sofa í sílikonbúningnum um nóttina. Þetta var eins og að vera með kláðaduft um allan líkamann og ég svaf lítið sem ekkert og fékk í kjölfarið brunasár á líkamann." Inntur eftir því hvort hann fari á hátíðina segir Tómas það eiga eftir að koma í ljós. „Mig langar mikið til að fara enda er þetta stærsta kvikmyndahátíð heims á eftir Cannes. Þetta er svokölluð A-hátíð og maður vill helst að myndirnar sínar komist inn á slíkar hátíðir enda opnar það manni margar dyr." sara@frettabladid.is Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Lífið Fleiri fréttir Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tómas Lemarquis fer með hlutverk í spænsku spennumyndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival sem fram fer dagana 6. til 16. september. Þetta er í annað sinn sem mynd sem Tómas leikur í er sýnd á hátíðinni, sú fyrri var Nói albínói. „Myndin segir tvær sögur; önnur gerist á tímum Francos og hin í nútímanum. Minn karakter er uppi á tímum Francos og er notaður til þess að kvelja fanga og fá upp úr þeim upplýsingar. Hann finnur ekki til sársauka og áttar sig þess vegna ekki á því að hann sé að gera nokkuð rangt," útskýrir Tómas. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Juan Carlos Medina og var förðunin í höndum sama fólks og vann við Pan's Labyrinth. Myndin var tekin upp í Barcelona síðasta sumar og segist Tómas hafa beðið í fimm ár eftir því að tökur á myndinni hæfust. „Það var leikstjóri sem ég þekki sem benti framleiðandanum á mig og þannig komst ég í samband við þá. Tökum var frestað nokkrum sinnum og því beið ég í fimm ár eftir því að þær færu af stað. Ég þurfti að vera í góðu líkamlegu formi fyrir hlutverkið og þurfti því að byrja æfingar upp á nýtt nokkrum sinnum." Tómas túlkar persónu sína, Berkano, á ólíkum aldursskeiðum og tók það förðunarteymi um átta klukkustundir að breyta leikaranum í gamlan mann. Tómas þurfti síðan að vera í gervinu í tvo sólarhringa. „Það tók svo langan tíma að setja á mig gervið og þess vegna var ákveðið að ég mundi sofa í sílikonbúningnum um nóttina. Þetta var eins og að vera með kláðaduft um allan líkamann og ég svaf lítið sem ekkert og fékk í kjölfarið brunasár á líkamann." Inntur eftir því hvort hann fari á hátíðina segir Tómas það eiga eftir að koma í ljós. „Mig langar mikið til að fara enda er þetta stærsta kvikmyndahátíð heims á eftir Cannes. Þetta er svokölluð A-hátíð og maður vill helst að myndirnar sínar komist inn á slíkar hátíðir enda opnar það manni margar dyr." sara@frettabladid.is
Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Lífið Fleiri fréttir Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira