Gróðastían Bergsteinn Sigurðsson skrifar 23. ágúst 2012 06:00 Smálánafyrirtæki hafa verið í fréttum upp á síðkastið. Að dæma virðast þar á ferð fyrsta flokks skítapésar sem gera sér far um að maka krókinn á kostnað þeirra sem minna mega sín. Fréttir herma að stór hópur þeirra sem taka slík lán séu fíklar, undirmálsfólk og ungmenni sem kunna ekki fótum sínum forráð í peningamálum. Ef hægt er með góðu móti að setja lög sem senda þessar stofnanir út á hafsauga, segi ég bara gott og vel. Hins vegar sækir að manni sá grunur að það sé hægara sagt en gert og að smálánasálirnar yrðu ekki lengi að finna aðrar leiðir til að halda uppteknum hætti. En það er nefnilega mergurinn málsins – okurfyrirtækin virðast einmitt græða á þessu. Sem er dálítið undarlegt þegar maður spáir í það. Af hverju leita fíklar og aðrir sem kunna ekki fótum sínum forráð til okurlánafyrirtækja? Líklega vegna þess að þeir fengju ekki sömu fyrirgreiðslu í bankanum sínum. Hvers vegna ekki? Því bankinn sæi sér líklega ekki í hag í að veita fólki lán sem hann teldi ólíklegt að myndi endurgreiða það. Það væri einfaldlega lélegur bisness. Líklegasta leiðin til að ráða niðurlögum smálánafyrirtækja er að láta þau bragða á eigin meðölum. Það er rétt sem Pétur Blöndal alþingismaður segir að aðstandendur þeirra sem hafa komið sér í klandur hjá okurlánafyrirtækjum eiga ekki að borga skuldir þeirra. Látum þessi fyrirtæki súpa seyðið af óábyrgri lánastefnu og fara á hausinn vegna lélegra heimtna. Fyrir þá sem skulda umræddum fyrirtækjum þýðir það líklega gjaldþrot. Að verða gjaldþrota er aftur á móti enginn heimsendir – eða ætti að minnsta kosti ekki að vera það. Samkvæmt gjaldþrotalögum fyrnast kröfur sem skuldari ber ábyrgð á á tveimur árum. Lánadrottinn getur að vísu höfðað mál og fengið fyrningarfrestinn framlengdan, geti hann sýnt fram á að hann hafi sérstaka hagsmuni af því. Hér kemur til kasta dómstóla og hugsanlega löggjafans: að sjá til þess að í tilfellum okurlánafyrirtækjanna verði fresturinn ekki framlengdur. Almennt er ég á því að fólk eigi að greiða skuldir sínar. Á hinn bóginn á heldur ekki að verðlauna fyrirtæki fyrir óábyrgar lánveitingar. Okurlánafyrirtækin eru skólabókardæmi um slíkt. Ef þeim verður gert ókleift að hundelta fólk eru forsendurnar brostnar og þau sjálfdauð. Sumum kann kannski að finnast þetta kaldranaleg nálgun gagnvart þeim sem láta glepjast og hafa steypt sér í skuldir hjá smálánafyrirtækjum. Við lifum hins vegar í mannheimum og getum ekki alltaf komið í veg fyrir að fólk sem kann ekki fótum sínum forráð komi sér í klípu. Skásta úrræðið er að búa til umhverfi þar sem ekki er beinlínis gefið skotleyfi á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Smálánafyrirtæki hafa verið í fréttum upp á síðkastið. Að dæma virðast þar á ferð fyrsta flokks skítapésar sem gera sér far um að maka krókinn á kostnað þeirra sem minna mega sín. Fréttir herma að stór hópur þeirra sem taka slík lán séu fíklar, undirmálsfólk og ungmenni sem kunna ekki fótum sínum forráð í peningamálum. Ef hægt er með góðu móti að setja lög sem senda þessar stofnanir út á hafsauga, segi ég bara gott og vel. Hins vegar sækir að manni sá grunur að það sé hægara sagt en gert og að smálánasálirnar yrðu ekki lengi að finna aðrar leiðir til að halda uppteknum hætti. En það er nefnilega mergurinn málsins – okurfyrirtækin virðast einmitt græða á þessu. Sem er dálítið undarlegt þegar maður spáir í það. Af hverju leita fíklar og aðrir sem kunna ekki fótum sínum forráð til okurlánafyrirtækja? Líklega vegna þess að þeir fengju ekki sömu fyrirgreiðslu í bankanum sínum. Hvers vegna ekki? Því bankinn sæi sér líklega ekki í hag í að veita fólki lán sem hann teldi ólíklegt að myndi endurgreiða það. Það væri einfaldlega lélegur bisness. Líklegasta leiðin til að ráða niðurlögum smálánafyrirtækja er að láta þau bragða á eigin meðölum. Það er rétt sem Pétur Blöndal alþingismaður segir að aðstandendur þeirra sem hafa komið sér í klandur hjá okurlánafyrirtækjum eiga ekki að borga skuldir þeirra. Látum þessi fyrirtæki súpa seyðið af óábyrgri lánastefnu og fara á hausinn vegna lélegra heimtna. Fyrir þá sem skulda umræddum fyrirtækjum þýðir það líklega gjaldþrot. Að verða gjaldþrota er aftur á móti enginn heimsendir – eða ætti að minnsta kosti ekki að vera það. Samkvæmt gjaldþrotalögum fyrnast kröfur sem skuldari ber ábyrgð á á tveimur árum. Lánadrottinn getur að vísu höfðað mál og fengið fyrningarfrestinn framlengdan, geti hann sýnt fram á að hann hafi sérstaka hagsmuni af því. Hér kemur til kasta dómstóla og hugsanlega löggjafans: að sjá til þess að í tilfellum okurlánafyrirtækjanna verði fresturinn ekki framlengdur. Almennt er ég á því að fólk eigi að greiða skuldir sínar. Á hinn bóginn á heldur ekki að verðlauna fyrirtæki fyrir óábyrgar lánveitingar. Okurlánafyrirtækin eru skólabókardæmi um slíkt. Ef þeim verður gert ókleift að hundelta fólk eru forsendurnar brostnar og þau sjálfdauð. Sumum kann kannski að finnast þetta kaldranaleg nálgun gagnvart þeim sem láta glepjast og hafa steypt sér í skuldir hjá smálánafyrirtækjum. Við lifum hins vegar í mannheimum og getum ekki alltaf komið í veg fyrir að fólk sem kann ekki fótum sínum forráð komi sér í klípu. Skásta úrræðið er að búa til umhverfi þar sem ekki er beinlínis gefið skotleyfi á það.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun