Fantasíurnar spanna allt litrófið 16. ágúst 2012 00:01 Hildur Sverrisdóttir segir kynlífsfantasíurnar í Fantasíu vera fjölbreyttar og spanna allt litrófið en bókin kemur út í dag. „Ég er bæði stolt yfir verkinu og líka er smá stress að gera vart við sig," segir lögmaðurinn Hildur Sverrisdóttir en bók hennar Fantasíur kemur út í dag. Bókin Fantasíur samanstendur af 51 kynferðislegri fantasíu kvenna. Hildur auglýsti eftir þeim fyrr á árinu og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Sumarið hjá henni hefur því farið í að vinna úr fjölda fantasía. „Mér skilst að það hafi verið hlýtt í sumar en hef sjálf ekki orðið vör við það," segir Hildur hlæjandi og bætir við að sér komi viðbrögðin á óvart. „Mér brá hversu stórkostleg viðbrögð ég fékk enda renndi ég blint í sjóinn með þetta og varpaði boltanum alfarið til íslenskra kvenna. Það var því úr mörgu að velja og vandasamt að ákveða hvaða stefnu ætti að taka. Að lokum ákvað ég að varpa ljósi á fjölbreytileikann en fantasíurnar spanna allt litrófið." Hildur segir efnið hafa verið vandmeðfarið og að hún hafi einsett sér að nálgast það af virðingu. Hún viðurkennir þó að fyrst hafi verið skrítið að sökkva sér niður í fantasíur ókunnugra kvenna. „Fyrst roðnaði ég mikið við lesturinn og hugsaði „ég þori ekki að setja þetta í bókina" en það jafnaði sig. Á tímabili var ég jafnvel hrædd um að ég mundi aldrei roðna aftur og væri bara orðin dólgur en ég er nú aftur farin að roðna yfir þessu." Aðspurð hvort Fantasíur sé konubók svarar Hildur: „Bókin er skrifuð fyrir konur og miðast við þeirra hugarheim. Hún er samt eflaust forvitnileg fyrir karla líka." Útgáfuteiti verður Eymundsson Austurstræti klukkan 17 í dag. - áp Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég er bæði stolt yfir verkinu og líka er smá stress að gera vart við sig," segir lögmaðurinn Hildur Sverrisdóttir en bók hennar Fantasíur kemur út í dag. Bókin Fantasíur samanstendur af 51 kynferðislegri fantasíu kvenna. Hildur auglýsti eftir þeim fyrr á árinu og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Sumarið hjá henni hefur því farið í að vinna úr fjölda fantasía. „Mér skilst að það hafi verið hlýtt í sumar en hef sjálf ekki orðið vör við það," segir Hildur hlæjandi og bætir við að sér komi viðbrögðin á óvart. „Mér brá hversu stórkostleg viðbrögð ég fékk enda renndi ég blint í sjóinn með þetta og varpaði boltanum alfarið til íslenskra kvenna. Það var því úr mörgu að velja og vandasamt að ákveða hvaða stefnu ætti að taka. Að lokum ákvað ég að varpa ljósi á fjölbreytileikann en fantasíurnar spanna allt litrófið." Hildur segir efnið hafa verið vandmeðfarið og að hún hafi einsett sér að nálgast það af virðingu. Hún viðurkennir þó að fyrst hafi verið skrítið að sökkva sér niður í fantasíur ókunnugra kvenna. „Fyrst roðnaði ég mikið við lesturinn og hugsaði „ég þori ekki að setja þetta í bókina" en það jafnaði sig. Á tímabili var ég jafnvel hrædd um að ég mundi aldrei roðna aftur og væri bara orðin dólgur en ég er nú aftur farin að roðna yfir þessu." Aðspurð hvort Fantasíur sé konubók svarar Hildur: „Bókin er skrifuð fyrir konur og miðast við þeirra hugarheim. Hún er samt eflaust forvitnileg fyrir karla líka." Útgáfuteiti verður Eymundsson Austurstræti klukkan 17 í dag. - áp
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira