Hvar er plan B? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. ágúst 2012 06:00 Nú er hafið enn eitt upphlaupið í kringum umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Að þessu sinni á það upptök sín í þingflokki Vinstri grænna, sem telur sig þurfa að friða ESB-andstæðinga í flokknum, og stjórnarandstaðan stekkur að sjálfsögðu á vagninn. Þeir sem vilja slíta viðræðunum við ESB, eða „endurmeta stöðuna" eins og það er orðað, vísa gjarnan til umróts og óvissu í efnahagsmálum aðildarríkjanna. Það er hins vegar ekki ástæða til að hætta viðræðunum. Saga Evrópusamstarfsins er að mörgu leyti saga umróts og óvissu. Evrópusambandið og forverar þess hafa þurft að takast á við margs konar efnahagskrísur og iðulega hefur samstarfinu verið spáð bráðu andláti. Það hefur ekki gengið eftir, heldur hefur samstarfið þvert á móti orðið nánara. Aðildarríki ESB hafa flest áttað sig á því að í glímunni við efnahagskreppur eru þau sterkari í samstarfi en ef hvert ríki reyndi að leysa vandann upp á eigin spýtur. Núverandi kreppa evrusvæðisins er ekki gjaldmiðilskreppa, þótt það sé stundum látið í veðri vaka. Hún er öðrum þræði skulda- og ríkisfjármálakreppa einstakra aðildarríkja, sprottin af ábyrgðarleysi stjórnmálamanna (sem er Íslendingum ekki ókunnugt), og hins vegar bankakreppa, ekki ósvipuð okkar eigin, eins og til dæmis á Spáni. Ef Evrópusambandið kemur harðari aga á ríkisfjármál aðildarríkjanna og setur á skilvirkara eftirlit með fjármálageiranum verður það eftirsóknarverðara fyrir Ísland að verða aðildarríki. Af hverju ættum við að fleygja þeim möguleika frá okkur núna? Aðildarviðræðurnar ganga vel. Það sem af er hefur gangurinn í þeim sýnt að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið og hefur í gegnum EES-samninginn lagað löggjöf sína að stórum hluta regluverks sambandsins. Erfiðustu kaflarnir, ekki sízt um landbúnað og sjávarútveg, eru eftir. Það skiptir efnislega engu máli fyrir möguleika Íslands á að ná góðum aðildarsamningi hvort þeir verða opnaðir fyrir eða eftir þingkosningar á Íslandi. Það skiptir eingöngu máli í því fjarstæðuleikhúsi sem íslenzk pólitík er þessa dagana. Aðild að ESB og upptaka evru er ennþá raunhæfasta leið Íslands til að eignast trúverðugan gjaldmiðil og komast út úr gjaldeyriskreppu og höftum. Þeir, sem vilja hætta aðildarviðræðunum, bjóða ekki upp á annan raunhæfan kost. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hittir naglann á höfuðið þegar hann segir í Morgunblaðinu í gær að það sé skrýtið að þeir sem ekki hafi plan B keppist nú við að skemma plan A. Væri ekki að minnsta kosti ráð að bíða eftir margboðaðri skýrslu Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum áður en menn ákveða að loka þessum dyrum? Þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á að ekki sé meirihluti á Alþingi fyrir aðildarumsókninni, vekur hann í raun athygli á þeirri staðreynd að meirihluti Alþingis er ekki með neitt raunhæft plan um það hvernig eigi að tryggja framtíð íslenzks gjaldmiðils og efnahagslífs og sess Íslands í samfélagi ríkja. Það er heldur dapurleg staðreynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Nú er hafið enn eitt upphlaupið í kringum umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Að þessu sinni á það upptök sín í þingflokki Vinstri grænna, sem telur sig þurfa að friða ESB-andstæðinga í flokknum, og stjórnarandstaðan stekkur að sjálfsögðu á vagninn. Þeir sem vilja slíta viðræðunum við ESB, eða „endurmeta stöðuna" eins og það er orðað, vísa gjarnan til umróts og óvissu í efnahagsmálum aðildarríkjanna. Það er hins vegar ekki ástæða til að hætta viðræðunum. Saga Evrópusamstarfsins er að mörgu leyti saga umróts og óvissu. Evrópusambandið og forverar þess hafa þurft að takast á við margs konar efnahagskrísur og iðulega hefur samstarfinu verið spáð bráðu andláti. Það hefur ekki gengið eftir, heldur hefur samstarfið þvert á móti orðið nánara. Aðildarríki ESB hafa flest áttað sig á því að í glímunni við efnahagskreppur eru þau sterkari í samstarfi en ef hvert ríki reyndi að leysa vandann upp á eigin spýtur. Núverandi kreppa evrusvæðisins er ekki gjaldmiðilskreppa, þótt það sé stundum látið í veðri vaka. Hún er öðrum þræði skulda- og ríkisfjármálakreppa einstakra aðildarríkja, sprottin af ábyrgðarleysi stjórnmálamanna (sem er Íslendingum ekki ókunnugt), og hins vegar bankakreppa, ekki ósvipuð okkar eigin, eins og til dæmis á Spáni. Ef Evrópusambandið kemur harðari aga á ríkisfjármál aðildarríkjanna og setur á skilvirkara eftirlit með fjármálageiranum verður það eftirsóknarverðara fyrir Ísland að verða aðildarríki. Af hverju ættum við að fleygja þeim möguleika frá okkur núna? Aðildarviðræðurnar ganga vel. Það sem af er hefur gangurinn í þeim sýnt að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið og hefur í gegnum EES-samninginn lagað löggjöf sína að stórum hluta regluverks sambandsins. Erfiðustu kaflarnir, ekki sízt um landbúnað og sjávarútveg, eru eftir. Það skiptir efnislega engu máli fyrir möguleika Íslands á að ná góðum aðildarsamningi hvort þeir verða opnaðir fyrir eða eftir þingkosningar á Íslandi. Það skiptir eingöngu máli í því fjarstæðuleikhúsi sem íslenzk pólitík er þessa dagana. Aðild að ESB og upptaka evru er ennþá raunhæfasta leið Íslands til að eignast trúverðugan gjaldmiðil og komast út úr gjaldeyriskreppu og höftum. Þeir, sem vilja hætta aðildarviðræðunum, bjóða ekki upp á annan raunhæfan kost. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hittir naglann á höfuðið þegar hann segir í Morgunblaðinu í gær að það sé skrýtið að þeir sem ekki hafi plan B keppist nú við að skemma plan A. Væri ekki að minnsta kosti ráð að bíða eftir margboðaðri skýrslu Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum áður en menn ákveða að loka þessum dyrum? Þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á að ekki sé meirihluti á Alþingi fyrir aðildarumsókninni, vekur hann í raun athygli á þeirri staðreynd að meirihluti Alþingis er ekki með neitt raunhæft plan um það hvernig eigi að tryggja framtíð íslenzks gjaldmiðils og efnahagslífs og sess Íslands í samfélagi ríkja. Það er heldur dapurleg staðreynd.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun