Litríka hátíðin gengin í garð Steinunn Stefánsdóttir skrifar 8. ágúst 2012 09:00 Hinsegin dagar eru runnir upp í Reykjavík í fjórtánda sinn. Hátíðin sem byrjaði sem eins dags hátíð er orðin að sex daga menningar- og skemmtidagskrá. Hápunkturinn er svo gleðigangan sjálf á laugardaginn. Hinsegin dagar og þróun þeirra er til marks um þá grósku sem býr í samfélagi samkynhneigðra hér á landi. Raunar er ekki úr vegi að tengja þessa grósku við þann feiknalega árangur sem náðst hefur í baráttu samkynhneigðra hér á landi. Árangurinn birtist ekki bara formlega, í því að Ísland hefur verið meðal fyrstu þjóða til að stíga skref að auknum lögformlegum réttindum samkynhneigðra; réttindum varðandi hjúskapar- og fjölskyldumál. Hinn óáþreifanlegi árangur er ekki síðri. Samkynhneigðir voru hópur sem mætti hvarvetna fordómum fyrir fáeinum áratugum, svo að meðal þeirra fáu sem komu út úr skápnum var hátt hlutfall sem sá sig tilneytt til að flytja úr landi. Nú er staðan orðin þannig að gleðigangan á Hinsegin dögum er meðal stærstu hátíða hvers sumars í miðbæ Reykjavíkur og að mati margra hin sanna þjóðhátíð vegna þeirrar merkingar sem þátttaka í henni hefur. Sá sem kemur niður í bæ í gleðigöngu er um leið að lýsa yfir stuðningi við baráttu samkynhneigðra og fagna góðum árangri í baráttunni. Þorvaldur Kristinsson, sem starfað hefur að réttindamálum samkynhneigðra í áratugi, hlaut heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins fyrr á þessu ári. „Ég bjóst aldrei við að lifa þessa tíma og víst er ég þakklátur," sagði Þorvaldur í viðtali við Gunnþóru Gunnarsdóttur blaðamann í tilefni verðlaunanna. Að mati Þorvaldar var sýnileikinn lykilorðið í sókn samkynhneigðra. Hann benti á að almennt væri ekki gerð sú krafa til fólks að það tjáði sig um ástir sínar til að verjast ágangi heimsins en sú krafa hefði legið á samkynhneigðu fólki. „Það var hörð krafa en henni mættum við, því við trúðum því að það væri eina leiðin til að breyta lífi okkar," sagði Þorvaldur. Samkynhneigðir hafa þannig gefið mikið af sér í viðleitni sinni til að opna meirihlutanum sýn inn í líf sitt þannig að hann mætti skilja. Þetta örlæti ásamt gleðinni sem fylgt hefur samkynhneigðum hefur skilað verulegum árangri. Enn eru þó verkefni sem blasa við. Réttindastaða transfólks hefur verið talsvert í umræðunni upp á síðkastið en þar er nokkuð í land til að við verði unað. Að mati Þorvaldar er fræðsla fyrir börn og unglinga meðal verkefna sem þarf að sinna, „um margbreytileikann og rétt minnihlutahópa til að lifa verðugu lífi." Það er óskandi að fram haldi sem verið hefur í réttindagöngu samkynhneigðra, að gróskan, örlætið og gleðin verði áfram vopnið beitta í baráttunni. Gleðilega Hinsegin daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun
Hinsegin dagar eru runnir upp í Reykjavík í fjórtánda sinn. Hátíðin sem byrjaði sem eins dags hátíð er orðin að sex daga menningar- og skemmtidagskrá. Hápunkturinn er svo gleðigangan sjálf á laugardaginn. Hinsegin dagar og þróun þeirra er til marks um þá grósku sem býr í samfélagi samkynhneigðra hér á landi. Raunar er ekki úr vegi að tengja þessa grósku við þann feiknalega árangur sem náðst hefur í baráttu samkynhneigðra hér á landi. Árangurinn birtist ekki bara formlega, í því að Ísland hefur verið meðal fyrstu þjóða til að stíga skref að auknum lögformlegum réttindum samkynhneigðra; réttindum varðandi hjúskapar- og fjölskyldumál. Hinn óáþreifanlegi árangur er ekki síðri. Samkynhneigðir voru hópur sem mætti hvarvetna fordómum fyrir fáeinum áratugum, svo að meðal þeirra fáu sem komu út úr skápnum var hátt hlutfall sem sá sig tilneytt til að flytja úr landi. Nú er staðan orðin þannig að gleðigangan á Hinsegin dögum er meðal stærstu hátíða hvers sumars í miðbæ Reykjavíkur og að mati margra hin sanna þjóðhátíð vegna þeirrar merkingar sem þátttaka í henni hefur. Sá sem kemur niður í bæ í gleðigöngu er um leið að lýsa yfir stuðningi við baráttu samkynhneigðra og fagna góðum árangri í baráttunni. Þorvaldur Kristinsson, sem starfað hefur að réttindamálum samkynhneigðra í áratugi, hlaut heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins fyrr á þessu ári. „Ég bjóst aldrei við að lifa þessa tíma og víst er ég þakklátur," sagði Þorvaldur í viðtali við Gunnþóru Gunnarsdóttur blaðamann í tilefni verðlaunanna. Að mati Þorvaldar var sýnileikinn lykilorðið í sókn samkynhneigðra. Hann benti á að almennt væri ekki gerð sú krafa til fólks að það tjáði sig um ástir sínar til að verjast ágangi heimsins en sú krafa hefði legið á samkynhneigðu fólki. „Það var hörð krafa en henni mættum við, því við trúðum því að það væri eina leiðin til að breyta lífi okkar," sagði Þorvaldur. Samkynhneigðir hafa þannig gefið mikið af sér í viðleitni sinni til að opna meirihlutanum sýn inn í líf sitt þannig að hann mætti skilja. Þetta örlæti ásamt gleðinni sem fylgt hefur samkynhneigðum hefur skilað verulegum árangri. Enn eru þó verkefni sem blasa við. Réttindastaða transfólks hefur verið talsvert í umræðunni upp á síðkastið en þar er nokkuð í land til að við verði unað. Að mati Þorvaldar er fræðsla fyrir börn og unglinga meðal verkefna sem þarf að sinna, „um margbreytileikann og rétt minnihlutahópa til að lifa verðugu lífi." Það er óskandi að fram haldi sem verið hefur í réttindagöngu samkynhneigðra, að gróskan, örlætið og gleðin verði áfram vopnið beitta í baráttunni. Gleðilega Hinsegin daga.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun