Billy Corgan í fínu formi Trausti Júlíusson skrifar 3. ágúst 2012 20:00 Tónlist. Smashing Pumpkins. Oceania. EMI. Oceania er fyrsta stóra plata Smashing Pumpkins síðan endurkomuplatan Zeitgeist kom út fyrir fimm árum. Í millitíðinni ætlaði Billy Corgan að hætta að búa til stórar plötur og gefa þess í stað eitt og eitt lag út í einu og safna svo saman eftir á, en eftir nokkur lög sem safnað var saman á tvær EP-plötur ákvað Billy að hverfa frá hugmyndinni og vinna nýja plötu upp á gamla mátann. Billy Corgan er einn eftir af gömlu Smashing Pumpkins-meðlimunum á Oceania, en samt hljómar platan alveg eins og alvöru Smashing Pumpkins-plata, nokkuð sem ekki var hægt að segja um sólóefnið hans eða hljómsveitina Zwan. Oceania er nokkuð sannfærandi plata. Lagasmíðarnar eru margar fínar og platan hefur ágætt heildaryfirbragð. Þetta er ekkert meistarastykki, en gamlir aðdáendur ættu ekki að hika við að bæta Oceaniu í safnið. Niðurstaða: Besta Smashing Pumpkins-platan í langan tíma. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist. Smashing Pumpkins. Oceania. EMI. Oceania er fyrsta stóra plata Smashing Pumpkins síðan endurkomuplatan Zeitgeist kom út fyrir fimm árum. Í millitíðinni ætlaði Billy Corgan að hætta að búa til stórar plötur og gefa þess í stað eitt og eitt lag út í einu og safna svo saman eftir á, en eftir nokkur lög sem safnað var saman á tvær EP-plötur ákvað Billy að hverfa frá hugmyndinni og vinna nýja plötu upp á gamla mátann. Billy Corgan er einn eftir af gömlu Smashing Pumpkins-meðlimunum á Oceania, en samt hljómar platan alveg eins og alvöru Smashing Pumpkins-plata, nokkuð sem ekki var hægt að segja um sólóefnið hans eða hljómsveitina Zwan. Oceania er nokkuð sannfærandi plata. Lagasmíðarnar eru margar fínar og platan hefur ágætt heildaryfirbragð. Þetta er ekkert meistarastykki, en gamlir aðdáendur ættu ekki að hika við að bæta Oceaniu í safnið. Niðurstaða: Besta Smashing Pumpkins-platan í langan tíma.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira