Æsispennandi hrollvekja í draugaborginni Pripyat 28. júní 2012 09:00 Myndin Chernobyl Diaries segir frá hópi ungmenna sem ferðast inn á svæðið sem rýmt var í kjölfar kjarnorkuslyssins. Hrollvekjan Chernobyl Diaries er frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er frumraun Bradley Parker í leikstjórastólnum. Nokkur ungmenni fá þá hugmynd að ferðast til Pripyat í Úkraínu en íbúar borgarinnar yfirgáfu heimili sín í flýti þegar kjarnaofn Tsjernóbyl-kjarnorkuversins sprakk árið 1986 og því er borgin eins og sannkölluð draugaborg. Ungmennin fara inn á svæðið ásamt úkraínskum leiðsögumanni sínum en þegar tími er kominn til að halda heim á leið uppgötva þau að átt hefur við vélina í bíl þeirra og þau komast hvorki lönd né strönd. Hópurinn neyðist til að eyða nóttinni í þessari draugalegu borg og upphefst æsispennandi og hrollvekjandi söguþráður. Oren Peli er framleiðandi myndarinnar og handritshöfundur hennar og er talinn vanur maður á sviði hrollvekjumynda því hann leikstýrði hinum óvænta smelli Paranormal Activity árið 2007. Peli hefur einnig leikstýrt Paranormal Activity 2, 3 og 4 ásamt hrollvekjunnni Insidious. Með aðalhlutverkin fer hópur heldur óþekktra leikara sem flestir eiga bakgrunn sinn í sjónvarpsþáttaleik. Ingrid Bolsø Berdal, Olivia Taylor Dudley, Devin Kelley, Jesse McCartney, Nathan Phillips og Jonathan Sadowski fara með hlutverk ferðamannanna ungu og Dimitri Diatchenko fer með hlutverk leiðsögumannsins. Myndin er frumraun Bradley Parker í leikstjórastóli en hann vann áður sem margmiðlunarhönnuður við myndir á borð við Fight Club. Myndin hefur fengið dræmar móttökur hjá gagnrýnendum sem eru sammála um að hugmyndin sé góð en að leikstjórinn hafi komið henni illa til skila. Þrátt fyrir hryllilegt og draugalegt umhverfið er lítið um skrekki að mati gagnrýnendanna. Tsjernobyl Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Hrollvekjan Chernobyl Diaries er frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er frumraun Bradley Parker í leikstjórastólnum. Nokkur ungmenni fá þá hugmynd að ferðast til Pripyat í Úkraínu en íbúar borgarinnar yfirgáfu heimili sín í flýti þegar kjarnaofn Tsjernóbyl-kjarnorkuversins sprakk árið 1986 og því er borgin eins og sannkölluð draugaborg. Ungmennin fara inn á svæðið ásamt úkraínskum leiðsögumanni sínum en þegar tími er kominn til að halda heim á leið uppgötva þau að átt hefur við vélina í bíl þeirra og þau komast hvorki lönd né strönd. Hópurinn neyðist til að eyða nóttinni í þessari draugalegu borg og upphefst æsispennandi og hrollvekjandi söguþráður. Oren Peli er framleiðandi myndarinnar og handritshöfundur hennar og er talinn vanur maður á sviði hrollvekjumynda því hann leikstýrði hinum óvænta smelli Paranormal Activity árið 2007. Peli hefur einnig leikstýrt Paranormal Activity 2, 3 og 4 ásamt hrollvekjunnni Insidious. Með aðalhlutverkin fer hópur heldur óþekktra leikara sem flestir eiga bakgrunn sinn í sjónvarpsþáttaleik. Ingrid Bolsø Berdal, Olivia Taylor Dudley, Devin Kelley, Jesse McCartney, Nathan Phillips og Jonathan Sadowski fara með hlutverk ferðamannanna ungu og Dimitri Diatchenko fer með hlutverk leiðsögumannsins. Myndin er frumraun Bradley Parker í leikstjórastóli en hann vann áður sem margmiðlunarhönnuður við myndir á borð við Fight Club. Myndin hefur fengið dræmar móttökur hjá gagnrýnendum sem eru sammála um að hugmyndin sé góð en að leikstjórinn hafi komið henni illa til skila. Þrátt fyrir hryllilegt og draugalegt umhverfið er lítið um skrekki að mati gagnrýnendanna.
Tsjernobyl Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira