Hreint ekki boðlegt Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 27. júní 2012 06:00 Ég fer bráðum í sumarfrí, langþráð auðvitað. Eru sumarfrí ekki alltaf langþráð? Veðrið er búið að vera gott og ég hlakka mikið til að geta verið úti að slæpast, hangsa með fjölskyldunni og safna freknum. Það er þó ekki alveg komið að því, ég þarf að vinna nokkra daga áður en ég er laus. Klára mína plikt. Það geri ég auðvitað þó sumarfiðringurinn kitli magann og mér verði oft litið út um gluggann. Mér dettur ekki í hug að skrópa. Jæja, þegar ég segi „dettur ekki í hug", er ég kannski ekki alveg hreinskilin. En ég læt það ekki eftir mér. Það gengi ekki. Ég ráðstafa ekki þessum síðustu dögum fyrir frí í annað, kaupi ekki flug og hótel þegar ég á að vera í vinnunni. Ég mæti bara, tek við verkefnum og vasast í þeim fram á síðasta dag. Læt dagdraumana nægja um sand milli tánna og drykk í glasi. Margir geta ekki einu sinni tekið sér frí í sumar. Verða að njóta sólarinnar gegnum gluggann. Nokkrir þingmenn eru súrir yfir að eiga að mæta í vinnuna síðustu dagana fyrir sumarfríið sitt. Að eiga að mæta á fundi og svitna yfir hundfúlum rammaáætlunum, meðan sólin skín úti! Ekki nema það þó. Finnst það „ekki boðlegt", eins og haft var eftir þingmanni sjálfstæðisflokksins hér í blaðinu í gær. Þingmanninum kom á óvart að þessi vika hafi yfirleitt verið ætluð í nefndarfundi því menn voru „náttúrulega búnir að gera ráðstafanir með sumarleyfi og annað, sumir komnir til útlanda og slíkt…" Þar af leiðandi töldu þingmennirnir „bara ekki boðlegt" að boða til funda. Tilgangslaust. Það þyrfti hvort sem er að ræða þessi mál aftur þegar þingið kemur saman í haust. Hættum"essu. Förum, bless, bæ! Ég skil hann svo sem vel. Ekki myndi ég nenna að svitna yfir rammaáætlunum síðustu dagana fyrir sumarfrí. Úff! Ég er þó ekki viss um að það kæmi mér beinlínis á óvart að mér væru sett verkefni síðustu vikuna fyrir frí. Segði það hreinlega tilgangslaust. Ég væri „náttúrulega" bara búin að gera aðrar ráðstafanir, panta hótel í útlöndum og slíkt. Ég þyrfti hvort sem er að vasast í þessum verkefnum þegar ég kæmi aftur, í haust! Ekki viss um að það þætti boðlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun
Ég fer bráðum í sumarfrí, langþráð auðvitað. Eru sumarfrí ekki alltaf langþráð? Veðrið er búið að vera gott og ég hlakka mikið til að geta verið úti að slæpast, hangsa með fjölskyldunni og safna freknum. Það er þó ekki alveg komið að því, ég þarf að vinna nokkra daga áður en ég er laus. Klára mína plikt. Það geri ég auðvitað þó sumarfiðringurinn kitli magann og mér verði oft litið út um gluggann. Mér dettur ekki í hug að skrópa. Jæja, þegar ég segi „dettur ekki í hug", er ég kannski ekki alveg hreinskilin. En ég læt það ekki eftir mér. Það gengi ekki. Ég ráðstafa ekki þessum síðustu dögum fyrir frí í annað, kaupi ekki flug og hótel þegar ég á að vera í vinnunni. Ég mæti bara, tek við verkefnum og vasast í þeim fram á síðasta dag. Læt dagdraumana nægja um sand milli tánna og drykk í glasi. Margir geta ekki einu sinni tekið sér frí í sumar. Verða að njóta sólarinnar gegnum gluggann. Nokkrir þingmenn eru súrir yfir að eiga að mæta í vinnuna síðustu dagana fyrir sumarfríið sitt. Að eiga að mæta á fundi og svitna yfir hundfúlum rammaáætlunum, meðan sólin skín úti! Ekki nema það þó. Finnst það „ekki boðlegt", eins og haft var eftir þingmanni sjálfstæðisflokksins hér í blaðinu í gær. Þingmanninum kom á óvart að þessi vika hafi yfirleitt verið ætluð í nefndarfundi því menn voru „náttúrulega búnir að gera ráðstafanir með sumarleyfi og annað, sumir komnir til útlanda og slíkt…" Þar af leiðandi töldu þingmennirnir „bara ekki boðlegt" að boða til funda. Tilgangslaust. Það þyrfti hvort sem er að ræða þessi mál aftur þegar þingið kemur saman í haust. Hættum"essu. Förum, bless, bæ! Ég skil hann svo sem vel. Ekki myndi ég nenna að svitna yfir rammaáætlunum síðustu dagana fyrir sumarfrí. Úff! Ég er þó ekki viss um að það kæmi mér beinlínis á óvart að mér væru sett verkefni síðustu vikuna fyrir frí. Segði það hreinlega tilgangslaust. Ég væri „náttúrulega" bara búin að gera aðrar ráðstafanir, panta hótel í útlöndum og slíkt. Ég þyrfti hvort sem er að vasast í þessum verkefnum þegar ég kæmi aftur, í haust! Ekki viss um að það þætti boðlegt.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun