Bætir, hressir og kætir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. júní 2012 11:00 Bíó. Intouchables. Leikstjórn: Olivier Nakache, Éric Toledano. Leikarar: François Cluzet, Omar Sy, Audrey Fleurot, Clotilde Mollet, Anne Le Ny. Franska gamanmyndin Intouchables segir frá smákrimmanum Driss sem gerist aðstoðarmaður lamaða auðmannsins Phillippe. Sá ríki er einmana en nokkuð brattur, harðneitar að láta vorkenna sér, er mikill menningarviti og fer bæði í óperuna og á málverkasýningar. Driss er hins vegar dóni og letihaugur, en með gott hjarta. Þrátt fyrir ólíka skapgerð og þjóðfélagsstöðu verða þeir hinir mestu mátar og eins og í öllum alvöru andstæðumyndum ná þeir á endanum að læra eilítið hvor af öðrum. Þessi formúla er litlu yngri en sjálf kvikmyndalistin og virðist enn kæta áhorfendur um allan heim. „Broddborgarinn sem reykir sig skakkan í fyrsta sinn" og „Lágstéttarmaðurinn sem kennir uppskafningunum að skemmta sér" eru meðal kunnuglegra atriða í myndinni, en það eru aðalstjörnurnar tvær, þeir François Cluzet og Omar Sy, sem hífa verkið upp um marga gæðaflokka með stórkostlegum samleik sínum. Persóna Cluzet er lömuð frá hálsi og fær leikarinn því aðeins að nota andlitið. Þetta er eflaust erfitt en hann gerir þetta virkilega vel, þótt stundum skyggi Sy á hann með óborganlegum töktum sínum. Dramatíkin er til staðar þó hún risti ekki djúpt, en grínið leikur lausum hala frá upphafi til enda og höfðar þar að auki til allra aldurshópa. Og þó boðskapurinn sé klisjukendur er sannleiksgildi hans ótvírætt. Góðir vinir létta okkur ekki bara lundina, heldur gera okkur að betri manneskjum. Ef þú getur ekki tekið undir það er ef til vill tímabært að endurskoða vinahópinn. Eða draga skarann á Intouchables. Niðurstaða: Sígild saga í fallegum búningi Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Bíó. Intouchables. Leikstjórn: Olivier Nakache, Éric Toledano. Leikarar: François Cluzet, Omar Sy, Audrey Fleurot, Clotilde Mollet, Anne Le Ny. Franska gamanmyndin Intouchables segir frá smákrimmanum Driss sem gerist aðstoðarmaður lamaða auðmannsins Phillippe. Sá ríki er einmana en nokkuð brattur, harðneitar að láta vorkenna sér, er mikill menningarviti og fer bæði í óperuna og á málverkasýningar. Driss er hins vegar dóni og letihaugur, en með gott hjarta. Þrátt fyrir ólíka skapgerð og þjóðfélagsstöðu verða þeir hinir mestu mátar og eins og í öllum alvöru andstæðumyndum ná þeir á endanum að læra eilítið hvor af öðrum. Þessi formúla er litlu yngri en sjálf kvikmyndalistin og virðist enn kæta áhorfendur um allan heim. „Broddborgarinn sem reykir sig skakkan í fyrsta sinn" og „Lágstéttarmaðurinn sem kennir uppskafningunum að skemmta sér" eru meðal kunnuglegra atriða í myndinni, en það eru aðalstjörnurnar tvær, þeir François Cluzet og Omar Sy, sem hífa verkið upp um marga gæðaflokka með stórkostlegum samleik sínum. Persóna Cluzet er lömuð frá hálsi og fær leikarinn því aðeins að nota andlitið. Þetta er eflaust erfitt en hann gerir þetta virkilega vel, þótt stundum skyggi Sy á hann með óborganlegum töktum sínum. Dramatíkin er til staðar þó hún risti ekki djúpt, en grínið leikur lausum hala frá upphafi til enda og höfðar þar að auki til allra aldurshópa. Og þó boðskapurinn sé klisjukendur er sannleiksgildi hans ótvírætt. Góðir vinir létta okkur ekki bara lundina, heldur gera okkur að betri manneskjum. Ef þú getur ekki tekið undir það er ef til vill tímabært að endurskoða vinahópinn. Eða draga skarann á Intouchables. Niðurstaða: Sígild saga í fallegum búningi
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira