Bætir, hressir og kætir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. júní 2012 11:00 Bíó. Intouchables. Leikstjórn: Olivier Nakache, Éric Toledano. Leikarar: François Cluzet, Omar Sy, Audrey Fleurot, Clotilde Mollet, Anne Le Ny. Franska gamanmyndin Intouchables segir frá smákrimmanum Driss sem gerist aðstoðarmaður lamaða auðmannsins Phillippe. Sá ríki er einmana en nokkuð brattur, harðneitar að láta vorkenna sér, er mikill menningarviti og fer bæði í óperuna og á málverkasýningar. Driss er hins vegar dóni og letihaugur, en með gott hjarta. Þrátt fyrir ólíka skapgerð og þjóðfélagsstöðu verða þeir hinir mestu mátar og eins og í öllum alvöru andstæðumyndum ná þeir á endanum að læra eilítið hvor af öðrum. Þessi formúla er litlu yngri en sjálf kvikmyndalistin og virðist enn kæta áhorfendur um allan heim. „Broddborgarinn sem reykir sig skakkan í fyrsta sinn" og „Lágstéttarmaðurinn sem kennir uppskafningunum að skemmta sér" eru meðal kunnuglegra atriða í myndinni, en það eru aðalstjörnurnar tvær, þeir François Cluzet og Omar Sy, sem hífa verkið upp um marga gæðaflokka með stórkostlegum samleik sínum. Persóna Cluzet er lömuð frá hálsi og fær leikarinn því aðeins að nota andlitið. Þetta er eflaust erfitt en hann gerir þetta virkilega vel, þótt stundum skyggi Sy á hann með óborganlegum töktum sínum. Dramatíkin er til staðar þó hún risti ekki djúpt, en grínið leikur lausum hala frá upphafi til enda og höfðar þar að auki til allra aldurshópa. Og þó boðskapurinn sé klisjukendur er sannleiksgildi hans ótvírætt. Góðir vinir létta okkur ekki bara lundina, heldur gera okkur að betri manneskjum. Ef þú getur ekki tekið undir það er ef til vill tímabært að endurskoða vinahópinn. Eða draga skarann á Intouchables. Niðurstaða: Sígild saga í fallegum búningi Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Bíó. Intouchables. Leikstjórn: Olivier Nakache, Éric Toledano. Leikarar: François Cluzet, Omar Sy, Audrey Fleurot, Clotilde Mollet, Anne Le Ny. Franska gamanmyndin Intouchables segir frá smákrimmanum Driss sem gerist aðstoðarmaður lamaða auðmannsins Phillippe. Sá ríki er einmana en nokkuð brattur, harðneitar að láta vorkenna sér, er mikill menningarviti og fer bæði í óperuna og á málverkasýningar. Driss er hins vegar dóni og letihaugur, en með gott hjarta. Þrátt fyrir ólíka skapgerð og þjóðfélagsstöðu verða þeir hinir mestu mátar og eins og í öllum alvöru andstæðumyndum ná þeir á endanum að læra eilítið hvor af öðrum. Þessi formúla er litlu yngri en sjálf kvikmyndalistin og virðist enn kæta áhorfendur um allan heim. „Broddborgarinn sem reykir sig skakkan í fyrsta sinn" og „Lágstéttarmaðurinn sem kennir uppskafningunum að skemmta sér" eru meðal kunnuglegra atriða í myndinni, en það eru aðalstjörnurnar tvær, þeir François Cluzet og Omar Sy, sem hífa verkið upp um marga gæðaflokka með stórkostlegum samleik sínum. Persóna Cluzet er lömuð frá hálsi og fær leikarinn því aðeins að nota andlitið. Þetta er eflaust erfitt en hann gerir þetta virkilega vel, þótt stundum skyggi Sy á hann með óborganlegum töktum sínum. Dramatíkin er til staðar þó hún risti ekki djúpt, en grínið leikur lausum hala frá upphafi til enda og höfðar þar að auki til allra aldurshópa. Og þó boðskapurinn sé klisjukendur er sannleiksgildi hans ótvírætt. Góðir vinir létta okkur ekki bara lundina, heldur gera okkur að betri manneskjum. Ef þú getur ekki tekið undir það er ef til vill tímabært að endurskoða vinahópinn. Eða draga skarann á Intouchables. Niðurstaða: Sígild saga í fallegum búningi
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira