Leita styrkja fyrir sýningarferð 21. júní 2012 15:00 Dagur túlkar og skrifar leikritið Pabbi er dáinn, sem hann vonast til að sýna á fimmtán stöðum um landið. „Við nennum ekki að sitja heima og bora í nefið,“ segir leiklistarneminn Dagur Snær Sævarsson, eða Daily Snow líkt og hann er kallaður erlendis, sem ferðast um landið í sumar með frumsaminn einleik ásamt Magnúsi Þór Ólafssyni gítarleikara. Dagur nemur leiklist við leiklistarskólann í Holberg og Magnús er á kandídatsári við Konunglega danska Konservatoríið. Leikritið ber heitið Pabbi er dáinn og er fyrsta leikritun Dags. Verkið segir frá 26 ára gömlum Kára sem vitjar leiðis föður síns, mánuði eftir andlát hans, til að tala við hann eftir tuttugu ára aðskilnað. „Hér er litla vinnu að fá og þetta var hið eina sem kom til greina,“ segir Dagur um ástæðu hringferðarinnar. „Við viljum kynna okkar vinnu fyrir Íslendingum og safna í leiðinni peningum fyrir áframhaldandi námi.“ Stefna þeir á að sýna á fimmtán stöðum víðs vegar um landið á tímabilinu 14. júlí til 8. ágúst og er ókeypis inn á flestar sýningar. Að leggja upp í slíka sýningarferð er kostnaðarsamt. „Við höfum leitað að styrkjum hjá sjóðum og fyrirtækjum en því miður eru ekki mörg fyrirtæki spennt fyrir því að styrkja óþekkta nema,“ segir Dagur, sem leitar því til almennings við fjáröflunina. „Ef 700 manns styrkja okkur um þúsund krónur verður ferðin möguleg.“ Listnemarnir munu yfir sumarið setja þætti á veraldarvefinn þar sem fylgjast má með framleiðslunni, æfingum, og svo loks hringferðinni sjálfri. - hþt Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Við nennum ekki að sitja heima og bora í nefið,“ segir leiklistarneminn Dagur Snær Sævarsson, eða Daily Snow líkt og hann er kallaður erlendis, sem ferðast um landið í sumar með frumsaminn einleik ásamt Magnúsi Þór Ólafssyni gítarleikara. Dagur nemur leiklist við leiklistarskólann í Holberg og Magnús er á kandídatsári við Konunglega danska Konservatoríið. Leikritið ber heitið Pabbi er dáinn og er fyrsta leikritun Dags. Verkið segir frá 26 ára gömlum Kára sem vitjar leiðis föður síns, mánuði eftir andlát hans, til að tala við hann eftir tuttugu ára aðskilnað. „Hér er litla vinnu að fá og þetta var hið eina sem kom til greina,“ segir Dagur um ástæðu hringferðarinnar. „Við viljum kynna okkar vinnu fyrir Íslendingum og safna í leiðinni peningum fyrir áframhaldandi námi.“ Stefna þeir á að sýna á fimmtán stöðum víðs vegar um landið á tímabilinu 14. júlí til 8. ágúst og er ókeypis inn á flestar sýningar. Að leggja upp í slíka sýningarferð er kostnaðarsamt. „Við höfum leitað að styrkjum hjá sjóðum og fyrirtækjum en því miður eru ekki mörg fyrirtæki spennt fyrir því að styrkja óþekkta nema,“ segir Dagur, sem leitar því til almennings við fjáröflunina. „Ef 700 manns styrkja okkur um þúsund krónur verður ferðin möguleg.“ Listnemarnir munu yfir sumarið setja þætti á veraldarvefinn þar sem fylgjast má með framleiðslunni, æfingum, og svo loks hringferðinni sjálfri. - hþt
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira