Samdi nýja skáldsögu sem er framhald Borgríkis 20. júní 2012 13:00 Blóð hraustra manna er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis með Ingvari E. Sigurðssyni í einu aðalhlutverkanna. „Það er ótrúlega skemmtilegt að skrifa bók með karakterum sem voru algjörlega lifandi í höfðinu á manni," segir rithöfundurinn Óttar Martin Norðfjörð. Hann sendir í haust frá sér skáldsöguna Blóð hraustra manna. Hið óvenjulega er að hún er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis sem kom út á síðasta ári við góðar undirtektir. Til stendur að byggja framhaldmynd hennar, sem er í undirbúningi, að stórum hluta á sögu Óttars. „Það er oft áskorun fyrir rithöfunda að blása lífi í persónurnar í bókunum sínum en þarna var ég að vinna með lifandi persónur," segir Óttar, sem átti því auðvelt með að koma sér af stað í skrifunum. Leikstjóri Borgríkis, Ólafur Jóhannesson, hafði samband við hann í byrjun ársins og spurði hvort hann vildi taka þátt í samstarfi hans og Hrafnkels Stefánssonar en þeir sömdu handritið að Borgríki. Þeir voru þegar búnir að skrifa beinagrind að handriti Borgríkis 2, eða Blóði hraustra manna, eins og hún kemur til með að heita, og vildu að Óttar hjálpaði þeim við að þróa hugmyndina áfram. „Þetta er eitthvað nýtt og það er kannski ástæðan fyrir því að ég samþykkti að gera þetta. Ég var með nýja bók í höfðinu en síðan kom þetta á ská," segir Óttar, sem hefur í gegnum árin hjálpað nokkrum leikstjórum með handritin þeirra. „Þetta er orðinn „díalógur". Stóra hugmyndin hjá þeim var fín en það voru litlar holur í henni hér og þar. Það er langur vegur frá tuttugu blaðsíðna beinagrind í fjögur hundruð blaðsíðna skáldsögu. Núna er ég kominn með bók og þá fara þeir að bregðast við henni. Þetta er bolti sem við ætlum að kasta á milli okkar."Óttar Martin Norðfjörð.Í Blóði hraustra manna er haldið áfram með sögu aðalpersónanna fjögurra sem Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson og Zlatko Krickic léku í Borgríki, auk þess sem ein ný persóna er kynnt til leiks. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegt að Þorvaldur Davíð Kristjánsson leiki hana í myndinni en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum. Stikla úr framhaldsmyndinni var nýlega sýnd erlendum fjárfestum og hún hitti í mark því dreifingarfyrirtækið Celluloit Dreams tryggði sér sýningarrétt hennar í Evrópu þrátt fyrir að enn eigi eftir að taka hana upp. Verið er að fjármagna myndina og reiknað er með frumsýningu eftir um tvö ár. Hvað varðar endurgerð Borgríkis í Hollywood er vinna hafin á vegum fyrirtækisins New Regency við að skrifa handritið og samkvæmt því á myndin að gerast í Chicago. Enn á samt eftir að koma í ljós hvort endurgerðin verði að veruleika. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Það er ótrúlega skemmtilegt að skrifa bók með karakterum sem voru algjörlega lifandi í höfðinu á manni," segir rithöfundurinn Óttar Martin Norðfjörð. Hann sendir í haust frá sér skáldsöguna Blóð hraustra manna. Hið óvenjulega er að hún er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis sem kom út á síðasta ári við góðar undirtektir. Til stendur að byggja framhaldmynd hennar, sem er í undirbúningi, að stórum hluta á sögu Óttars. „Það er oft áskorun fyrir rithöfunda að blása lífi í persónurnar í bókunum sínum en þarna var ég að vinna með lifandi persónur," segir Óttar, sem átti því auðvelt með að koma sér af stað í skrifunum. Leikstjóri Borgríkis, Ólafur Jóhannesson, hafði samband við hann í byrjun ársins og spurði hvort hann vildi taka þátt í samstarfi hans og Hrafnkels Stefánssonar en þeir sömdu handritið að Borgríki. Þeir voru þegar búnir að skrifa beinagrind að handriti Borgríkis 2, eða Blóði hraustra manna, eins og hún kemur til með að heita, og vildu að Óttar hjálpaði þeim við að þróa hugmyndina áfram. „Þetta er eitthvað nýtt og það er kannski ástæðan fyrir því að ég samþykkti að gera þetta. Ég var með nýja bók í höfðinu en síðan kom þetta á ská," segir Óttar, sem hefur í gegnum árin hjálpað nokkrum leikstjórum með handritin þeirra. „Þetta er orðinn „díalógur". Stóra hugmyndin hjá þeim var fín en það voru litlar holur í henni hér og þar. Það er langur vegur frá tuttugu blaðsíðna beinagrind í fjögur hundruð blaðsíðna skáldsögu. Núna er ég kominn með bók og þá fara þeir að bregðast við henni. Þetta er bolti sem við ætlum að kasta á milli okkar."Óttar Martin Norðfjörð.Í Blóði hraustra manna er haldið áfram með sögu aðalpersónanna fjögurra sem Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson og Zlatko Krickic léku í Borgríki, auk þess sem ein ný persóna er kynnt til leiks. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegt að Þorvaldur Davíð Kristjánsson leiki hana í myndinni en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum. Stikla úr framhaldsmyndinni var nýlega sýnd erlendum fjárfestum og hún hitti í mark því dreifingarfyrirtækið Celluloit Dreams tryggði sér sýningarrétt hennar í Evrópu þrátt fyrir að enn eigi eftir að taka hana upp. Verið er að fjármagna myndina og reiknað er með frumsýningu eftir um tvö ár. Hvað varðar endurgerð Borgríkis í Hollywood er vinna hafin á vegum fyrirtækisins New Regency við að skrifa handritið og samkvæmt því á myndin að gerast í Chicago. Enn á samt eftir að koma í ljós hvort endurgerðin verði að veruleika. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp