Tónlist

Björk lokar appelsínugula sviðinu

Björk Guðmundsdóttir er einn af aðalflytjendum Hróarskelduhátíðarinnar í ár.
Björk Guðmundsdóttir er einn af aðalflytjendum Hróarskelduhátíðarinnar í ár.
Björk okkar Guðmundsdóttir verður síðasti listamaðurinn sem kemur fram á Orange-sviðinu á Hróarskelduhátíðinni í ár og lokar þar með sviðinu.

Hátíðin fer fram í Danmörku dagana 5.-8. júlí og var lokadagskrá hennar gefin út í gær. Það er oft mikið um dýrðir á Hróarskeldu og verður engin undantekning þar á í ár en á dagskránni má meðal annars sjá nöfn eins og Bruce Springsteen, The Cure, Jack White og MEW. Aðrir Íslendingar sem koma fram á hátíðinni í ár eru Ghostigital, Dead Skeletons og Kúra.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Björk flytja lagið Thunderbolt á tónleikum í Manchester í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×