Menning

Reykvélin veitir leikhúsverðlaun

Tengdó er sýning ársins að mati gagnrýnenda Reykvélarinnar.
Tengdó er sýning ársins að mati gagnrýnenda Reykvélarinnar.
Leikverkið Tengdó eftir Val Frey Einarsson er sýning ársins að mati gagnrýnenda Reykvélarinnar, vefrits sem helgað er leiklist. Reykvélin veitir nú í fyrsta sinn leiklistarverðlaunin Leikvélina, en þau falla í skaut „eftirtektarverðustu og mikilvægustu" leiksýningu ársins, að mati gagnrýnenda miðilsins.

Tengdó var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í byrjun árs. Í umsögnum gagnrýnenda Reykvélarinnar segir meðal annars að í verkinu sé sleginn tær og sannur tónn, sem byggi á raunverulegri reynslu sem sé færð yfir á leiksviðið með hrífandi frásagnartækni. Jón Páll Eyjólfsson leikstýrði.

Í öðru sæti varð Sýning ársins eftir leikhópinn 16 elskendur, en Beðið eftir Godot í meðförum Kvenfélagsins Garps hafnaði í þriðja sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×