Gera heimildarmynd um tónlistarsögu Suðurnesja 6. júní 2012 09:15 Fjallað verður um Of Monsters and Men og fleiri flytjendur í nýrri heimildarmynd sem Anton Ingi Sigurðsson leikstýrir. Rúnar Júlíusson kemur að sjálfsögðu einnig við sögu í myndinni. Heimildarmynd um tónlistarsögu Suðurnesja er í undirbúningi. Tökur hefjast á tónlistarhátíðinni Keflavík Music Festival á fimmtudaginn. „Þegar ég frétti að það ætti að halda þessa hátíð ákvað ég að gera þetta. Ég var nýbúinn að gera stuttmynd sem gekk vel og mér fannst eins og það væri hægt að gera eitthvað „kúl“ úr þessu,“ segir leikstjórinn Anton Ingi Sigurðsson. Stuttmyndin heitir Grafir og bein og voru Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir í aðalhlutverkum. Að sögn Antons Inga verður heimildarmyndin í fullri lengd. „Þetta er frekar stórt verkefni, enda um tónlistarsögu Suðurnesja. Það er úr hellingi að velja þar.“ Bítlabærinn Keflavík verður áberandi í myndinni og verður þar fjallað um goðsagnir á borð við Rúnar Júlíusson og Magnús Kjartansson. Einnig koma við sögu hljómsveitirnar Of Monsters and Men, sem kemur að hluta til úr Garði, og Klassart úr Sandgerði. Á Keflavík Music Festival verður svo fylgt eftir flytjendum borð við Retro Stefson, Lay Low og Sykri. Með Antoni Inga koma að myndinni framleiðendurnir Erlingur Jack Guðmundsson, Garðar Örn Arnarson og þeir Ólafur Geir Jónsson og Pálmi Þór Erlingsson sem skipuleggja Keflavík Music Festival. Til stendur að frumsýna myndina á Ljósanótt í Reykjanesbæ í haust og sýna hana víðar í framhaldinu. Útgáfa á mynddiski er einnig fyrirhuguð. Keflavík Music Festival verður haldin í fyrsta sinn 7. til 10. júní. Hátíðin fer fram á helstu skemmtistöðum Reykjanesbæjar og hefst hún á tónleikum á Ránni með hljómsveitunum Valdimar og Klassart. Um eitt hundrað flytjendur koma fram á hátíðinni. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Heimildarmynd um tónlistarsögu Suðurnesja er í undirbúningi. Tökur hefjast á tónlistarhátíðinni Keflavík Music Festival á fimmtudaginn. „Þegar ég frétti að það ætti að halda þessa hátíð ákvað ég að gera þetta. Ég var nýbúinn að gera stuttmynd sem gekk vel og mér fannst eins og það væri hægt að gera eitthvað „kúl“ úr þessu,“ segir leikstjórinn Anton Ingi Sigurðsson. Stuttmyndin heitir Grafir og bein og voru Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir í aðalhlutverkum. Að sögn Antons Inga verður heimildarmyndin í fullri lengd. „Þetta er frekar stórt verkefni, enda um tónlistarsögu Suðurnesja. Það er úr hellingi að velja þar.“ Bítlabærinn Keflavík verður áberandi í myndinni og verður þar fjallað um goðsagnir á borð við Rúnar Júlíusson og Magnús Kjartansson. Einnig koma við sögu hljómsveitirnar Of Monsters and Men, sem kemur að hluta til úr Garði, og Klassart úr Sandgerði. Á Keflavík Music Festival verður svo fylgt eftir flytjendum borð við Retro Stefson, Lay Low og Sykri. Með Antoni Inga koma að myndinni framleiðendurnir Erlingur Jack Guðmundsson, Garðar Örn Arnarson og þeir Ólafur Geir Jónsson og Pálmi Þór Erlingsson sem skipuleggja Keflavík Music Festival. Til stendur að frumsýna myndina á Ljósanótt í Reykjanesbæ í haust og sýna hana víðar í framhaldinu. Útgáfa á mynddiski er einnig fyrirhuguð. Keflavík Music Festival verður haldin í fyrsta sinn 7. til 10. júní. Hátíðin fer fram á helstu skemmtistöðum Reykjanesbæjar og hefst hún á tónleikum á Ránni með hljómsveitunum Valdimar og Klassart. Um eitt hundrað flytjendur koma fram á hátíðinni. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira