Samleikurinn leikhús-Viagra 6. júní 2012 10:00 Melkorka fær mikið lof fyrir leik sinn á breskum leikhúsfjölum. „Það er heiður að leika á móti svona reyndum leikara,“ segir Melkorka Óskarsdóttir. Hún hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í leikritinu Beast í London, sem frumsýnt var síðasta miðvikudag. Melkorka útskrifaðist fyrir fjórum árum með BA-gráðu í leiklist frá London Academy of Music and Dramatic Art og er þetta með fyrstu verkefnum hennar á þarlendu leiksviði. „Ég hef leikið í auglýsingum og tekið að mér smærri hlutverk í bíómyndum og þáttum. Eftir útskrift hef ég lítið leikið á Íslandi en meðal annars í stuttmynd Marteins Þórssonar, leikstjóra Roklands.“ Gagnrýnendur hafa farið fögrum orðum um sýninguna og fékk hún fimm stjörnu dóm á vefsíðu The Public Reviews. Þar er Melkorka sögð sýna mikinn þroska og dýpt í leik miðað við aldur ásamt því að vera skemmtileg áhorfs. Mótleikari hennar er Kieron Jecchinis. Hann á að baki langan feril í breskum leikhúsheimi. „Síðast fór hann með hlutverk í leikritinu Bingo á móti hinum þekkta Patrick Stewart í heimsfræga leikhúsinu Old Vic.“ Jecchinis hefur einnig leikið í kvikmyndum og er eflaust þekktastur fyrir leik sinn í Full Metal Jacket eftir Stanley Kubrick. Leikritið fjallar um ástarsamband eldri listamanns við vændiskonu. Samleikur þeirra er sagður í áðurnefndum dómi vera nálægur því að endurvekja fræg ummæli Charles Spencer, gagnrýnanda Telegraph, um algjört leikhús-Viagra. „Á köflum er verkið mjög sorglegt og við höfum grætt marga, sem er mjög gaman.“ Ungi leikhópurinn UNTitled Theatre stendur að baki uppsetningunni sem verður sýnd til 17. júní. Einnig koma þau fram á hátíð tengdri Ólympíuleikunum í júlí. -hþt Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Það er heiður að leika á móti svona reyndum leikara,“ segir Melkorka Óskarsdóttir. Hún hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í leikritinu Beast í London, sem frumsýnt var síðasta miðvikudag. Melkorka útskrifaðist fyrir fjórum árum með BA-gráðu í leiklist frá London Academy of Music and Dramatic Art og er þetta með fyrstu verkefnum hennar á þarlendu leiksviði. „Ég hef leikið í auglýsingum og tekið að mér smærri hlutverk í bíómyndum og þáttum. Eftir útskrift hef ég lítið leikið á Íslandi en meðal annars í stuttmynd Marteins Þórssonar, leikstjóra Roklands.“ Gagnrýnendur hafa farið fögrum orðum um sýninguna og fékk hún fimm stjörnu dóm á vefsíðu The Public Reviews. Þar er Melkorka sögð sýna mikinn þroska og dýpt í leik miðað við aldur ásamt því að vera skemmtileg áhorfs. Mótleikari hennar er Kieron Jecchinis. Hann á að baki langan feril í breskum leikhúsheimi. „Síðast fór hann með hlutverk í leikritinu Bingo á móti hinum þekkta Patrick Stewart í heimsfræga leikhúsinu Old Vic.“ Jecchinis hefur einnig leikið í kvikmyndum og er eflaust þekktastur fyrir leik sinn í Full Metal Jacket eftir Stanley Kubrick. Leikritið fjallar um ástarsamband eldri listamanns við vændiskonu. Samleikur þeirra er sagður í áðurnefndum dómi vera nálægur því að endurvekja fræg ummæli Charles Spencer, gagnrýnanda Telegraph, um algjört leikhús-Viagra. „Á köflum er verkið mjög sorglegt og við höfum grætt marga, sem er mjög gaman.“ Ungi leikhópurinn UNTitled Theatre stendur að baki uppsetningunni sem verður sýnd til 17. júní. Einnig koma þau fram á hátíð tengdri Ólympíuleikunum í júlí. -hþt
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp