Þjóðin ráði Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 1. júní 2012 06:00 Það virðist vera nokkur stemning fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í samfélaginu og háværir menn tala um nauðsyn þess að slíkar atkvæðagreiðslur fari sem oftast fram og um sem flest. Lengi vel þótti fulltrúalýðræði hentugt stjórnarfyrirkomulag en eftir bankahrunið þykir það hin mesta ósvinna. Vandséð er þó að kjósendur hefðu með atkvæðum sínum komið í veg fyrir þann hörmungarkafla í Íslandssögunni. Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa bæði kosti og galla. Einn af göllunum er að kjósendum er frjálst að kjósa blindandi. Þeir þurfa ekki að kynna sér málin frekar en þeir vilja og geta litið framhjá mögulegum afleiðingum. Þess vegna er til dæmis ekki talið ráðlegt að lög um skattamálefni fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Skattar eru almennt óvinsælir og líklegt að meirihluti kjósenda myndi hafna öllum skattahækkunum, sama hversu skynsamlegar eða jafnvel nauðsynlegar þær kynnu að vera. Sama gildir um fjárlög. Nú er rætt um að setja fiskveiðistjórnunarfrumvörpin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frumvarpið um kerfið sjálft telur 22 blaðsíður. Athugasemdir og skýringar eru á 38 blaðsíðum. Frumvarpið um veiðigjöld er á fimm blaðsíðum en athugasemdir og skýringar á 63 síðum. Þetta þarf fólk náttúrulega að lesa lið fyrir lið ætli það að vanda sig við ákvörðunina. Líka athugasemdirnar sem bárust þinginu en þær eru tæplega 200. Sumar margar blaðsíður. Við mun svo bætast allur áróðurinn sem hagsmunaaðilarnir munu reka. Umdeildar auglýsingar síðustu vikna eru aðeins kynningarstikla fyrir það bíó sem þá færi í gang. Niðurstöður alvöru þjóðaratkvæðagreiðslna eru varanlegar. Það sem verður ofan á á að gilda til frambúðar. Alþingi getur illa hróflað við því sem þjóðin ákveður. Frá því að núgildandi lög um stjórn fiskveiða voru sett 1990 hefur þeim verið breytt oftar en 50 sinnum. Stundum hafa breytingarnar verið meiriháttar en oftar smávægilegar og þá vegna einhverra ágalla sem komið hafa í ljós. Ef þjóðin hefur ákveðið hvernig kerfið á að vera þarf þjóðin auðvitað að samþykkja allar breytingar, sama hvort þær eru stórar eða smáar. Það gæti því farið svo að jafnvel nokkrum sinnum á ári þurfi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um fiskveiðistjórnunarkerfið. Ef fiskveiðistjórnunin á heima í þjóðaratkvæðagreiðslu hljóta mörg önnur málefni að gera það líka. Til dæmis landbúnaðarkerfið, samgönguáætlun, uppbygging heilbrigðiskerfisins, menntakerfið, menningin, virkjanir og stóriðja, aðildin að NATO, málefni innflytjenda og húsnæðiskerfið svo eitthvað sé nefnt. Af hverju þá ekki líka skattar og fjárlög? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Það virðist vera nokkur stemning fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum í samfélaginu og háværir menn tala um nauðsyn þess að slíkar atkvæðagreiðslur fari sem oftast fram og um sem flest. Lengi vel þótti fulltrúalýðræði hentugt stjórnarfyrirkomulag en eftir bankahrunið þykir það hin mesta ósvinna. Vandséð er þó að kjósendur hefðu með atkvæðum sínum komið í veg fyrir þann hörmungarkafla í Íslandssögunni. Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa bæði kosti og galla. Einn af göllunum er að kjósendum er frjálst að kjósa blindandi. Þeir þurfa ekki að kynna sér málin frekar en þeir vilja og geta litið framhjá mögulegum afleiðingum. Þess vegna er til dæmis ekki talið ráðlegt að lög um skattamálefni fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Skattar eru almennt óvinsælir og líklegt að meirihluti kjósenda myndi hafna öllum skattahækkunum, sama hversu skynsamlegar eða jafnvel nauðsynlegar þær kynnu að vera. Sama gildir um fjárlög. Nú er rætt um að setja fiskveiðistjórnunarfrumvörpin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frumvarpið um kerfið sjálft telur 22 blaðsíður. Athugasemdir og skýringar eru á 38 blaðsíðum. Frumvarpið um veiðigjöld er á fimm blaðsíðum en athugasemdir og skýringar á 63 síðum. Þetta þarf fólk náttúrulega að lesa lið fyrir lið ætli það að vanda sig við ákvörðunina. Líka athugasemdirnar sem bárust þinginu en þær eru tæplega 200. Sumar margar blaðsíður. Við mun svo bætast allur áróðurinn sem hagsmunaaðilarnir munu reka. Umdeildar auglýsingar síðustu vikna eru aðeins kynningarstikla fyrir það bíó sem þá færi í gang. Niðurstöður alvöru þjóðaratkvæðagreiðslna eru varanlegar. Það sem verður ofan á á að gilda til frambúðar. Alþingi getur illa hróflað við því sem þjóðin ákveður. Frá því að núgildandi lög um stjórn fiskveiða voru sett 1990 hefur þeim verið breytt oftar en 50 sinnum. Stundum hafa breytingarnar verið meiriháttar en oftar smávægilegar og þá vegna einhverra ágalla sem komið hafa í ljós. Ef þjóðin hefur ákveðið hvernig kerfið á að vera þarf þjóðin auðvitað að samþykkja allar breytingar, sama hvort þær eru stórar eða smáar. Það gæti því farið svo að jafnvel nokkrum sinnum á ári þurfi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um fiskveiðistjórnunarkerfið. Ef fiskveiðistjórnunin á heima í þjóðaratkvæðagreiðslu hljóta mörg önnur málefni að gera það líka. Til dæmis landbúnaðarkerfið, samgönguáætlun, uppbygging heilbrigðiskerfisins, menntakerfið, menningin, virkjanir og stóriðja, aðildin að NATO, málefni innflytjenda og húsnæðiskerfið svo eitthvað sé nefnt. Af hverju þá ekki líka skattar og fjárlög?
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun