Poppið fyrirferðarmeira en klassíkin í Hörpunni 26. maí 2012 15:00 Tæplega 250 þúsund manns sóttu tónlistarviðburði í Hörpunni fyrsta starfsárið. Steinunn Birna Ragnarsdóttir segir það framar vonum. fréttablaðið/anton Fleiri popp- og rokktónleikar hafa verið haldnir í Hörpunni en klassískir síðan húsið var opnað í maí í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hörpunni um þá tónleika sem þar hafa verið haldnir á fyrsta starfsári hennar. Popp- og rokktónleikar voru flestir, eða 94 talsins, og skammt á eftir þeim komu 87 klassískir tónleikar. Tónleikar með léttri tónlist af ýmsu tagi voru 78, tónleikar með nútímatónlist voru 42, söngleikir voru 28, óperur 19, barnatónleikar 18, djasstónleikar voru 16 og nemendatónleikar 12. Aðspurð segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpunnar, að þessi skipting sýni fjölbreytnina í húsinu í hnotskurn. „Þetta kveður endanlega niður allar grunsemdir um að hér halli á einhverja ákveðna tegund tónlistar. Það stóð alltaf til að hafa þessa fjölbreytni þó að það væru einhverjir sem bjuggust við að hér yrði kannski öðruvísi verkefnaval. Þessar áherslur okkar hafa gengið eftir og það er mjög gleðilegt," segir Steinunn Birna. Samanlagt sóttu 249.381 manns alls 394 tónlistarviðburði í Hörpunni á fyrsta starfsári hennar. „Þetta er talsvert umfram það sem lagt var af stað með í allri áætlanagerð og spám. Við renndum svo sem blint í sjóinn enda var þetta í fyrsta skipti sem svona hús reis á landinu," segir Steinunn Birna. „Við erum alltaf að finna betur og betur hvað það var uppsöfnuð þörf fyrir húsið. Við vissum að því yrði tekið fagnandi af tónlistarmönnum en það sem er svo gleðilegt er að almenningur og gestir hafa tekið húsinu svo vel, sem sýnir sig í þessum aðsóknartölum." freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Fleiri popp- og rokktónleikar hafa verið haldnir í Hörpunni en klassískir síðan húsið var opnað í maí í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hörpunni um þá tónleika sem þar hafa verið haldnir á fyrsta starfsári hennar. Popp- og rokktónleikar voru flestir, eða 94 talsins, og skammt á eftir þeim komu 87 klassískir tónleikar. Tónleikar með léttri tónlist af ýmsu tagi voru 78, tónleikar með nútímatónlist voru 42, söngleikir voru 28, óperur 19, barnatónleikar 18, djasstónleikar voru 16 og nemendatónleikar 12. Aðspurð segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpunnar, að þessi skipting sýni fjölbreytnina í húsinu í hnotskurn. „Þetta kveður endanlega niður allar grunsemdir um að hér halli á einhverja ákveðna tegund tónlistar. Það stóð alltaf til að hafa þessa fjölbreytni þó að það væru einhverjir sem bjuggust við að hér yrði kannski öðruvísi verkefnaval. Þessar áherslur okkar hafa gengið eftir og það er mjög gleðilegt," segir Steinunn Birna. Samanlagt sóttu 249.381 manns alls 394 tónlistarviðburði í Hörpunni á fyrsta starfsári hennar. „Þetta er talsvert umfram það sem lagt var af stað með í allri áætlanagerð og spám. Við renndum svo sem blint í sjóinn enda var þetta í fyrsta skipti sem svona hús reis á landinu," segir Steinunn Birna. „Við erum alltaf að finna betur og betur hvað það var uppsöfnuð þörf fyrir húsið. Við vissum að því yrði tekið fagnandi af tónlistarmönnum en það sem er svo gleðilegt er að almenningur og gestir hafa tekið húsinu svo vel, sem sýnir sig í þessum aðsóknartölum." freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira